Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Síða 5
Guðlaugur Tryggvi Karlsson segir í léttum dúr frá Þórs- merkurferðáhestummeö Rangæingum Skuggabaldur nefnist sá þriöji, brúnn skörungur ættaöur frá Skíöbakka í Landeyjum. Skuggi, eins og hann er oftast nefndur, er ef til vill einna mesti eölisgæðingur í hópnum, en vegna lipuröar sinnar og þægöar, hefur hann mest lent hjá krökkum. Hann er einn sá mesti yfirferðarbrokkari, sem ég hef kynnst. Þorrablóts-Gráni er næst kvaddur til sögunnar. Nafn sitt fékk hann af því, að eitt sinn á Þorrablóti í Landsveit, vippuöu þeir félagar, Guöni Kristinsson á Skaröi og Finnbogi Eyjólfsson í Heklu, sér niður aö Vindási á Rangárvöllum og keyptu sér gráan hest. Af því, aö þeir hvor í sínu lagi, telja sig meö mestu kauphéönum lands- ins, þá stóðst ég ekki mátiö aö fala þann gráa fyrir regnkápu á fjóröungsmóti því á Hornafirði, sem kallaö hefur veriö „flóö- hestamótið“, sakir mikils vatnsveöurs, sem þá gekk yfir. Þar sem ekki var þurr þráður á þeim, þáöu þeir boðiö, en sá grái fékk viðurnefnið Kápu-Gráni í nokkurn tíma á eftir. Þaö gilti mig einu og Gráni er fyrirtaks krakkahestur. Síðastur er svo Litli-Glói, fimmvetra rauöglófexóttur foli frá Einari Gíslasyni í Kjarnholtum í Biskupstungum. Ég sá hann fyrst nokkurra mánaöa gamlan, haföi ég þá fariö á Fjall meö þeim Tungnamönnum. Ég varö strax hrifinn af folaldinu og hefur hann síðan alisÞupp á Skaröi á Landi. í vetur tók ég hann svo í hús, eftir nokkrar vikur var hann orðin alþægur og er mikiö til sjálftamihn hjá Valda. Viljinn er mikill, brokkiö sviflétt og ef mér skjátlast ekki, þá veröur hann gæöingur eins og fleiri hestar frá Einari. „Viö mætum allir á Núpi á sunnudag- inn“, úrskuröaöi Jónas, „og þaðan leggjum viö í hann á Þórsmörk á mánudaginn. Fyrsta dagleiöin má heldur aldrei vera löng“, bætti hann viö „og stundum getur líka oröiö tafasamt aö komast frá Hellu. Þaö er því öruggara aö byrja sjálfa feröina einhversstaöar utan þéttbýlis". Viö hlýddum og á hádegi mánudaginn 14. ágúst, stóö aliur hópurinn tilbúinn til feröar á hlaðinu á Núpi. „Þaö veröur víst aö teyma þessa fjörgamma til aö byrja meö“, sagöi Jónas, og viö vorum æöi myndarleg þar sem vlö riöum átta meö 21 hest í taumi inn Fljótshlíöina. Hjá Bjargarkoti beygðum viö af veginum og riöum í sjóhending á Stóra-Dímon aö Auraseli á aurunum milli Þverár og Markarfljóts. Áöur fyrr braut Þverá hér öll lönd og Langidalur umvafinn gróöri. Paradia faröalangsins. þeim í Þykkvabænum í sumar, og nú halda þeir að fjöllin séu kartöflugrös og ætla heim“, útskýrði Siguröur á sprettin- um eftir hrossunum upp grasivaxna hlíðina. „Svona er lífiö", sagöi Jónas og þar meö var þaö útrætt. Viö riðum yfir hjá Jökullóninu og áöum á graslendi hjá Stakkholti. „Þaö er bezt að viö Sigurður athugum hvort fært sér fyrir ykkur og bílinn beint í Húsadal", sagöi Jónas og viö sáum á eftir þeim niöur uröina á Krossá. Tilsýndar fylgdumst viö meö því að þeir riöu nokkrum sinnum útí ána, en snéru viö. Loks kom Sigurður og upplýsti aö Jónas heföi kannað ánna, fyllt stígvélin og þar sem ekkert heföi sjatnaö í ánni viö það, heföi hann riöið uppí Langadal og ætlaöi aö athuga máliö þar. Viö eitum þangaö og Jónasi heppnaðist aö finna vaö fyrir okkur og bílinn. „Þegar ég fann að hann hallaðist þá sló ég bara undan og gaf í“, sagöi Árni og hryllti sig allan í herðum um leið og hann sparkaöi í dekkið á Rússa-jeppanum til aö kanna loftið. „Þeim flökrar nú ekki viö öllu þessum „Freðmýra-Benzum“ sagöi Jónas og vatt sokkana sína. Viö vorum nú stödd í graslendi fyrir neöan skála Feröafélagsins í Langadal og dáöumst aö snyrtimennskunni og höföingsskapnum, sem þar lýsti af öllu. „Þetta er víst fótboltavöllurinn þeirra hér“, sagöi Jónas og spýtti í grasiö. Síöan vék hann talinu aö kaupmanni sínum Val, (sem, tapaöi fyrir Skagamönnum) og spuröi, hvort hann héldi þaö myndi rýra alþjóölega stööu íslenzkrar knattspyrnu, ef við beittum hrossunum þarna á völlinn. Strákur svaraöi engu, enda meö munninn fullan af flatköku og hrossin fóru aö bíta. flæddi yfir aurana, en nú er búiö aö hemja þaö mikla foraö í Markarfljót og streymir þaö nú allt austan Dímons. Eru því algróin lönd, þar sem áöur var bert grjót og jökulvatn, og er stórkostlegt aö sjá þessa ummyndunlandsins. Brúin á Markarfljóti er viö Dímon, þannig aö styzt heföi veriö aö ríöa þennan flennireiöveg áfram beint á fjallið. En nú komum viö aö menningarundrum þeim er giröingar nefnast, og þar sem engin hliö voru á þessum giröingum, urðum viö að krækja suöur á þjóöveginn hjá Vorsabæ og þaðan niöur á Markarfljótsbrú. Þar sem Fljótshlíöin er þekkt fyrir mestu kappa landsins, þá veit ég aö þeim Fljótshlíöingum veröur ekki skotaskuld úr því aö setja hlið á þessar giröingar. Við Vorsabej hittum viö Árna meö bílinn og kynntumst viö nú hinum stórkostlega veizlukosti, sem Alda haföi búið okkur í feröina. Viö Valdi vorum nú farnir aö reka lausu hestana okkar og smám saman bættist í reksturinn frá hinum. Þaö buldi í Markar- fljótsbrúnni, þegar hópurinn fór yfir og viö snérum inn Eyjafjallasveitina. Brátt komu Merkurfjöllin í Ijós og fjöll á Fljótshlíðaraf- rétti. Áö var viö giröinguna fyrir innan Stóru-Mörk og nutum viö blíöviörislns. Hrossin voru fegin því aö taka niður, nema þeir leirljósu frá Siguröi, sem stefndu til fjalls. „Það spruttu svo vel kartöflugrösin hjá Áning. Alda, Valdi, Árni, Siggi, Þröstur, „Freðmýra-Benzinn". Jónaa og Siguröur tá sér bita vió Sjá nœstu síðu A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.