Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Side 7
Fjölskyldan á heiðarbýlinu Þaö leyndi sér ekki, aö hann Jón í Fagrahvammi var oröinn eitthvaö skrýtinn og öðruvísi en hann átti aö sér aö vera. Þessi glaöi og ávarpsgóöi maöur var oröinn þögull og fór einförum. Hann gegndi vart, þó aö yrt væri á hann. Hann talaði við sjálfan sig eitthvert óskiljanlegt þrugl. Eiginlega fór ekki aö bera neitt á þessu, fyrr en hann flutti um vorið. Hann haföi oröiö aö flytja af jöröinni, sem hann haföi búið á s.l. fimmtán ár. Hann var leiguliði. Ríkari er eign en umboö. Hann hafði alltaf veriö fátækur, hann Jón, en þó bjargazt sæmilega og haft svona til hnífs og skeiöar, sem kallaö er. Eiginlega var flestum ráögáta, hvern- ig hann og þau hjónin fóru aö því aö framfleyta sér og börnunum fimm, jafn lítiö bú og þau höfðu. En hann Jón stóö ekki einn í þessari baráttu. Kristín, konan hans, var annáluö dugnaöar- manneskja. Hún var bæöi hagsýn og stjórnsöm. Flestir töldu reyndar, að hún réöi flestu, bæöi innanbæjar og utan. Bústofninn var ekki stór: um 30 kindur, tvær kýr og tveir hestar. Þó haföi aldrei veriö matarþurrð hjá þeim og börnin voru alltaf snyrtilega klædd. En hjá þeim hjónum ríkti nýtni svo mikil, aö slíkt þekkist ekki lengur. Þaö þýöir ekki aö segja nútíöarfólki frá því. í Fagrahvammi höföu þau hjónin kunnað vel viö sig, þótt efnahagurinn væri þröngur enda-höföu þau bjargazt framar öllum vonum. En út uröu þau aö fara. Jarönæöi lá ekki á Igwsu, sízt fyrir bláfátækt barnafólk. Loks gátu þau fengið rýrt afdalakot. Þessi umskipti voru meira en Jón þoldi. Kjarkurinn bilaöi. Hann gafst upp. Löngum ráfaöi hann í kringum bæinn og tautaöi: „Nú er bezta að skera beljuna. Ég kasta mér í ána. Hvar er byssan? Ég ætla aö skjóta hundinn“. Þetta raus varö Kristín að hlusta á daginn út og inn. En hún var kjark- manneskja. Hún ásetti sér aö reyna, hvaö hún gæti haft ofan af fyrir fjölskyldunni. Hún reyndi aö heyja fyrir jiessum fáu skepnum. Enginn var henni til aðstoðar, nema sonur hennar, þrettán ára gamall. Hann var aö vísu mesti myndardrengur, en þó enn aðeins óþroskaö barn. Ekki skyldi þó gefast upp, fyrr en í fulla hnefana. t— Og einhverh veginn tókst þeim aö heyja fyrir skepnunum. En langur mun oft vinnudagurinn hafa verið hjá Kristínu. Síöan tók veturinn viö. Myrkur úti og inni, mátti segja. Jón sat á rúminu sínu og tautaöi eitthvaö óskiljanlegt rugl. Vonleysiö haföi náö heljartökum á honum. Þaö var nokkuö langt í kaupstaöinn. Skömmu fyrir jól kom Kristín aö máli viö drenginn og spuröi hann, hvort hann treysti sér til aö fara í kaupstaöinn og sækja eitthvað smávegis til jóianna. — „Þú veizt nú, hvernig hann pabbi þinn er. Ég þorki ekki aö fara sjálf og skilja ykkur eftir hjá honum“. „Ég get þetta vel, mamma mín“, sagöi drengurinn. Árdegis næsta dag lagöi hann af staö. Meö sér haföi hann lítinn sleöa, til aö hafa á þessa ögn, sem hann fengi í kaupstaönum. Hjarn var yfir öllu. Gott gagnfæri og veöur. Móöirin fylgdi drengnum út fyrir túniö og lagði honum heilræði. Baö hann fara varlega og leggja ekki á hálsinn, ef veöur breyttist til hins verra. Móri gamli, heimilishundurinn, fylgdi honum. Móöir- in var kvíöafull. Hún óttaöist um drenginn sinn. Hluti leiöarinnar gat verið hættulegur, einkum í dimmviöri. Á rann þar skammt frá í hrikalegu gljúfri. Hætta gat verið á, aö menn villtust og lentu í gljúfrinu. Þaöan átti enginn afturkvæmt. Fyrir nokkrum árum haföi orðið þarna slys. Umkomulaus föru- maöur viiltist í hríöarbyl og hrapaöi fram af gljúfurbarminum. Hann fannst um voriö, er ísa leysti. Þaö var einhver skelfilegur óhugnaöur í kringum þennan staö. Menn trúöu því, aö andi hins framliðna manns væri þar á sveimi. Menn höföu stundum þótzt veröa varir við hann, einkum í dimmviðri. Átti hann þá aö vera aö villa um fyrir vegfarend- um og reyna aö leiöa þá fram aö gljúfrinu. Já, sá, sem lenti þar, átti ekki afturkvæmt. Kvíöi móöurinnar reyndist, því miöur, ekki ástæöulaus. Veöriö breyttist, er á daginn leiö. Og um miðaftansleytiö var kominn norðaustan bylur meö feikna fannburði og sá ekki út úr augunum. Þaö var skuggsýnt í litlu baöstofunni á heiöarbýlinu, þótt búiö væri aö kveikja á tíu línu olíulampanum. Kristín var gripin eiröarleysi. Hvað skyldi nú veröa um drenginn hennar, ef hann heföi nú lagt á hálsinn í þessu veðri, óharönaöur unglingur. Vegna barnanna reyndi þó Kristín aö láta sem minnst á kvíöa sínum bera. En hún stundi og hugsaði: „Ó, guö minn, bættu ekki nýrri raun ofan á allt annaö". Jón rorraði á fremsta rúminu og tautaöi einhverja óskiljanlega langleysu. Það var eins og lífiö í kringum hann skipti hann engu máli. Veöurofsinn var nú oröinn ægilegur. Þaö hvein og þaut í öllu. Veörið lamdi þekjuna meö heljarafli. Þrátt fyrir karlmertnsku sína og skapfestu, átti Kristín erfitt með að vera róleg. Hún gekk við og við út aö glugganum og þíddi gufu í freðinn skjáinn. Henni varö einnig tíðlitið til mannsins sfns, þar sem hann reri í sinnuleysi sínu á rúminu. Hvílík hörmung! Aldrei fyrr haföi henni fundizt örlög sín jafn þung. Henni fannst, aö hún heföi aldrei veriö nær því aö bogna en einmitt nú. Ekki einu sinni þessar ömurlegu ástæöur gatu hrifiö mann hennar upp úr dauöadáinu. En allt í einu reis Jón upp eldsnöggt og svipurinn varö ægilegur, tryllingsleg- ur, og hann hrópaði: „Ætlaröu fram af hengifluginu, drengur? Snúöu viö“. Kristín og börnin uröu stjörf af hræðslu. Hvaö haföi Jón séö? Eöa var hann aö veröa alveg vitskertur? Kristín bað í hljóöi: „Ó, guö, geföu mér styrk til aö standast þessa raun“. Enn leið góö stund. Þá var krafsað í gluggann. Þaö var Móri gamli. Hann var aö láta vita, aö hann væri kominn. Kristín þaut til dyra. Hún ætlaöi varla aö geta opnaö huröina, svo var skaflinn þykkur fyrir utan. Drengurinn var aö brjótast upp bæjarhólinn. „Guð veri lofaður, sagöi Kristín. Drengurinn var oröinn svo þreyttur, aö hann gat varla hreyft sig, og mátti vart mæla. Mikil var gleöin í kotinu, aö drengurinn skyldi komast heill úr þessari þrekraun. Hann hresstist furöu fljótt. Drengurinn sagöi, aö bylurinn heföi skolliö á, er hann var kominn rúmlega yfir miðjan hálsinn. Hann reyndi að setja á sig áttina, en þaö var erfitt, því aö misvindasamt var. Allt í einu heyrði hann kallaö, eöa svo heyröist honum að minnsta kosti. „Stanzaöu drengur, þú ert aö fara fram af gljúfurbarminum". Drengnum fannst hann þekjja röddina. Þaö var rödd fööur hans. Drengurinn taldi, aö alveg tvimælalaust hefði þessi rödd bjargaö lífi sínu. Hann snarstanz- aöi og reyndi að gera sér grein fyrir, hvar hann var staddur. Þrátt fyrir hríöarkófiö sá hann, aö hann var staddur skammt frá gljúfrinu. Einnig taldi hann, aö hann heföi aldrei bjargazt úr þessum háska, ef Móri gamli heföi ekki veriö meö honum. Hann rataöi heim. Lífiö í kotinu gekk sinn vanagang. Reynt var aö hafa eitthvaö til hátíðar- brigöa um jólin, þótt föng væru smá og litlu aö miðla. Allt, sem keypt var úr kaupstaönum, varö aö skera viö neglur sér. Kaupgetan var þaö lítiö. Allur jólavarningurinn var á sleðanum, sem drengurinn dró heim í hríöarbylnum. Milli jóla og nýárs bar gest aö garöi. Þaö var oddviti sveitarinnar. Hann kom þar viö eins og margir aörir, áöur en lagt var á hálsinn. Oddvitinn var á leiö til Reykjavíkur. Var hann aö heimsækja konu sína, sem lá þar í sjúkrahúsi. Jón tautaöi sitt óskiljanlega rugl á fremsta rúminu í baöstofunni, eins og venjulega. Hann virtist hvorki vita í þennan heim né annan. En þó hefur hann kannski skynjaö meira en menn almennt héldu. Kristín og oddvitinn settust á innsta rúmiö í baöstofunni og tóku tal saman. „Heyrðu“, sagöi Kristín, „geturðu nú ekki hjálpaö mér og reynt að tala viö einhvern sérfræöing þarna fyrir sunnan sko, viövíkjandi honum Jóni? Svona dormar hann í sinnuleysi alla daga. Ég er alveg aö veröa uppgefin. Upp á síökastiö finnst mér vera aö veröa verri. Hann er að verða æstari“ Oddvitinn svaraöi litlu. En síðan sagöi hann: „Ég held, aö þetta þýöi ekki neitt, þeir gera ekkert þarna fyrir sunnan. Þeir ráðleggja aöeins aö drekka soöiö vatn“. — Ekki varð þess vart, aö Jón veitti samtali oddvitans og konu sinnar neina athygli. Kristín hætti talinu snögglega. Hún var skapstór kona. Já, þaö var þá svona aö biöja þessa náunga. Þessa, sem ráöa og áttu aö vera forsjá hinna umkomulausu: lítil- magnans t þjóöfélaginu. Ekki skal lengi lítils biöja“. — Slíkur var þá skilningur- inn á kjörum aö aðstæðum fátækling- anna og þeirra, sem verst voru settir. Það var víst bezt aö vera ekki upp á neinn kominn. Veturinn leið, og einhvern veginn þraukaöi fjölskyldan á heiöarbýlinu af langan og haröan vetur, Kristín hugsaöi sem svo: Barnanna vegna má ég ekki Framhald á bls. 15 Saga byggð á sannsögu- legum at- burðum eftir Ágúst Vigfússon

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.