Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Qupperneq 9
( > ,«f*. ,
• ■—v íLljv. r^iv
Félagiö Myndkynning sýnir um þessar
mundir 99 grafíkmyndir eftir stórmeistar-
ann Salvador Dali. Fyrsta framtak félags-
ins var grafíksýning meö Erró, Vasarely og
fleirum 1976 og aftur stóö Myndkynning
fyrir erlendri grafíksýningu í fyrra og
Færeyingurinn Eyvind Mohr sýndi þar
málverk. Þetta er lofsvert framtak; þaö er
ekki svo oft aö heimslistin guöi hér á
glugga og einu sinni héldu menn aö
hlutverk Kjarvalsstaöa yröi einmitt aö fá
hingað sýningar af þessu tagi.
Fyrir utan grafíkmyndirnar, sem allar
eru í litum, eru tvær höggmyndir eftir Dali;
einnig góbelínteppi unniö í París 1931 eftir
frægri Dalimypd og loks er aö geta um
stóra lausblaöabók, meö tíu handlituöum
þurrnálsmyndum.
Öll eru þessi verk í eigu Gallerie
Börjeson í Malmö, sem hefur Noröur-
landaumboö fyrir Dali og fleiri heims-
kunna myndlistarmenn svo sem Miro og
Chagall og Picasso. Hefur forráðamaöur
staöarins boöizt til aö útvega einnig
grafíkmyndir eftir þá til sýningar á íslandi.
Gallerie Börjeson lánar sem sagt þessi
verk Dalis hingaö, en þau eru til sölu og
verömæti allrar sýningarinnar um 18
milijónir — meö söluskatti.
Á þessari skálmöld, þegar fölsurum er
ekkert heilagt og allt mögulegt þegar
grafík er annarsvegar, er höfuöatriöi aö
þekkja til upprunans. Þaö er vitaö mál, aö
vestanhafs aö minnsta kosti eiga sér staö
falsanir á grafíkmyndum eftir Dali og fleiri.
Er þaö hliðstæða viö hljómplötu- og
tónsnældufalsanirnar, sem nýiega var
sagt frá í Lesbók.
Veröið á myndunum eftir Dali er
eölilega nokkuö hátt, þegar miðaö er viö
venjulegt verö á íslenzkri grafík. En hvað
hefur væntanlegur kaupandi því til
staöfestingar, ’aö varan sé ósvikin?
Konráö Axelsson, sem stendur fyrir
sýningunni fyrir hörtd Myndkynningar,
kvaöst aöeins geta sagt, aö hann taki viö
myndunum frá Gallerie Börjeson í góöri
trú. Sagði hann myndirnar fengnar
þangaö beint frá Dali eöa umboösmanni
hans og væri um persónulegt samband aö
ræöa og hefur Dali meira að segja unniö
grafíkmyndir sérstaklega fyrir Gallerie
Börjeson. Það er stórfyrirtæki á Norður-
landamælikvaröa og höndlar meö lista-
verk á mörgum hæðum.
Lesbók sneri sér til Björns Th. Björns-
sonar listfræðings, sem haföi þá séð
sýninguna og ritar formála í sýningarskrá.
Aöspuröur um, hvort þessar myndir
mundu ekki hafa gengiö rétta boöleiö frá
hendi listamannsins, kvaö Björn aö svo
mundi vera og væri ekki ástæöa til aö
óttast neitt misferli; myndirnar væru eftir
Dali að því undanskildu, aö sjálfur vinnur
hann ekki aö hinni grafísku gerö mynd-
anna, nema þeim sem unnar eru meö
þurrnál.
Flestar myndanna hefur Dali teiknaö og
málaö með vatnslit, en aörir yfirfæra þær
síðan í littréstungur og þrykkja. Dali
tölusetur og áritar allar myndir, sem
seldar eru á vegum Gallerie Börjeson. En
þegar sú spurning er upp borin, hvaö sé
„original grafík" nú á dögum, getur veriö
erfitt aö svara því, hvaö listamaðurinn
sjálfur á mikinn þátt í verkinu. í
aöalatriöum má flokka grafíkmyndir í
þrennt:
í fyrsta lagi þær myndir, sem lista-
maöurinn hefur unniö og þrykkt sjálfur.
Þær eru oft merktar meö EA, sem stendur
fyrir Edition Artiste. í ööru lagi eru þær
grafíkmyndir, sem listamaðurinn vinnur í
einhverskonar plötur, en aörir þrykkja.
Sjálfur fylgist hann meö því, tölusetur
síöan og áritar. Flestar grafíkmyndir Dalis
falla undir þennan flokk. í þriöja lagi er
svo fjöldaframleiösla á grafík, þar sem
listamaöurinn kemur ekki nálægt
þrykkingunni og allt er ótölusett og
óáritaö.
Salvador Dali er trúlega víökunnastur
allra núlifandi myndlistarmanna; stórkost-
legur listamaður og súrrealisti og hefur
kunnaö á því tökin aö auglýsa sig meö
allskonar uppátækjum og tilburöum.
Hann gerist nú aldinn, en mun hafa staöiö
á hátindi getu sinnar í málverkinu á
árunum fyrir 1940, þegar hann flúði vestur
um haf. Eftir 1950, þá að nýju fluttur heim
til Spánar, sneri hann sér aö skáldlegum
myndröðum viö fræg kvæði. Á tíu ára
tímabili vann hann 100 myndir viö
GleÖileikinn guödómlega eftir Dante og á
sýningunni aö Kjarvalsstöðum eru myndir,
sem gerðar eru viö allar þrjár kviðurnar.
Auk þessa hefur Dali unnið myndir viö
Tristan og ísold, Tvídægru Boccaccios og
enn er ein myndröö, sem ber heitiö „Sýnir
Quevedos". Á sýningunni eru myndir úr
öllum þessum myndröðum. Þær eru aö
vísu langt í frá aö vera hátindurinn í list
Dalis, en dæmigerðar aungvu aö síöur
fyrir sérstæöan hugmyndaheim hans og
snilldarlegt handbragðiö kemur oftast vel
í Ijós.
Líkt og Múhameö Ali í hnefaleikunum,
hefur Dali hrópaö framan í heiminn, aö
hann sé „Sá bezti" og báðir hafa þeir meö
verkum sínum sýnt framá, aö því er erfitt
aö mótmæla. Dali þarf þó varla á
þesskonar yfirlýsingum aö halda. Verk
hans tala ennþá máttugra máli. Hann er
hugmyndaríkt myndskáld og í tækni getur
hann brugöiö sér í allra kvikinda líki;
málaö eins og gömlu meistararnir ef því er
aö skipta.
í formála aö sýningarskrá fyrir sýning-
una að Kjarvalsstöðum segir Björn Th.
Björnsson listfræðingur um Dali:
„Salvador Dali hefur í senn verið
sakaður um aö vera þjófur í paradís,
plokkandi gimsteinana úr meistaraverk-
um fortíöar, og eins um aö róta í
sorptunnum mannlegra sjúkleika og gera
sér mat úr. Hvorugu myndi hann neita.
Aöferö hans er einmitt sú, aö nota jöfnum
höndum myndbrot úr ytri raunveruleika
— en listarfur okkar er hluti af þeim
raunheimi — og bregöa upp fyrir mönnum
afskræmilegum ímyndum eigin sálarlífs
þeirra, oft meö kynferðislegum táknum í
anda Freuds. „Fegurö er summan af
mannlegu óeðli", segir hann á einum staö,
og reynir enn sem áöur aö ganga fram af
borgaralegri fagurfræöi. Og enn hækkar
hann róminn: „Hin þrjú stóru tákn lífsins
eru Skítur, Rotnun og Blóö.“ En þótt hann
taki þannig upp í sig, er katalónski
snillingurinn einber augu þegar allt kemur
til alls, og hann sannar það undir pensli
sínum aö feguröin er í myndinni sem slíkri
en engu upphrópuöu manífesti. Dali er
teiknari, málari, eöalsmiöur, og beztu verk
hans meðal þess fegursta í iistsmíö
þessarar aldar, á hvaða mælikvarða sem
er.“ G.S.
MYNDLIST