Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Qupperneq 11
„Það er Ijóst að á eftir Suzanne Brogger og Bente’Clod, sem lýst hafa ýmsum atriöum í lífi kvenna, sem hingað til hefur ekki verið fjallað um, fylgir urmull af öðrum Suzönnum og Bentum, sem engu hafa við að baeta, sem eðlilegt er.“ Fleiri Ijóöabækur En 'það er einnig annað að breytast en viöfangsefni skáldbókmennta. Á undan- förnum tíu árum hugmyndafræöiboðunar hefur áskrifendafjöldi Ijóðatímaritsins „Hvedekorn" minnkað úr 1200 í 500. Það hefur ekki þótt ýkja verðugt að yrkja eða lesa Ijóð í hópi hinna „meðvituðu". Þetta virðist vera að breytast nú. Stærsta útgáfufyrirtæki í Danmörku, Gyldendal, gaf árið 1976 út 15 nýjar Ijóðabækur, í fyrra urðu þær 22 og í ár verða hvorki fleiri né færri 32 og nokkrar þeirra sem komu út í vor eru nú uþþseldar, en slíkt er mikil nýlunda. Erik Vagn Jensen hjá Gyldendal segir aö góöum Ijóðahandritum hafi fjölgað mjög mikið og að fyrirtækiö afþakki nú mörg slík handrit, sem fyrir nokkrum árum hefðu verið gefin út, bara vegna þess að fyrirtækiö ræöur ekki við að gefa út fleiri Ijóöabækur. En handrit sem lausu máli eru líka fleiri en verið hefur. í einu útgáfufyrirtæki sem hefur alla tíð gefið út mikið af Ijóðabókum, segja menn að enn sé jafn mikið af Ijóðabókum tekið til útgáfu, en hins vegar hafi prósahandritum fjölgað mikið undir það síðasta og séu nú í fyrsta sinn fleiri en Ijóðahandritin. í þeim hópi eru m.a. margar lýsingar á lífi verkafólks, þar sem verkamenn fjalla ■ ■ um æsku sína og líf og aöstæöur án þess að vera endilega uppfullir af því að þeir séu að skrifa sérstakar verkalýðsbók- menntir. Það eru líka margar konur sem skrifa. Þær hafa öðlast kjark til þess, við aö sjá að aðrar konur skrifa. I handritaflóðinu má finna lýsingar á umhverfi sem aldrei hefur áður veriö lýst í bókmenntaverkum. Lýsingar á lífi verka- manna eða lífinu í smábæjum á lands- byggðinni og fleira í þeim dúr. En nú er að sjá hvort „Vindrosen“ fer loks aö blómstra aftur. Þýtt og endursagt — SIB. Hvað er að gerast hér? Jóhann Eiríkur Hreinn Þorleifur „Sérkennilegt við íslenzkt samfélag, að hér er það þjóðar- íþrótt að segja ævisögu sína“ í framhaldi af því sem fram kemur í grein Baggers, sneri undirritaður sér til nokkurra ísenskra bókaútgefenda og innti þá eftir því hvort þeir teldu viölíka þróun eiga sér stað í íslenskum bókmenntum. Jóhann Páll Valdimarsson hjá bókaút- gáfunni Iðunni kvaöst telja aö um svipaða þróun væri að ræða hér og í Danmörku, þannig að ungir höfundar væru mikið að fjalla um uppruna sinn og æsku. Sagöi Jóhann að sem dæmi mætti nefna tvær væntanlegar útgáfubækur Iðunnar, „Ég um mig frá mér til mín“ eftir Pétur Gunnarsson og „Milljónprósentmenn" eftir Ólaf Gunnarsson. „Þetta er engin nostalgía, þessir ungu höfundar hafa heilmikiö aö segja og þeir eru skemmtilegir aflestrar og ná þar með til fleira fólks. Það veitir hreint ekki af því, eftir módernismann enda er hann að renna sitt skeið á enda hér, eins og í Danmörku.“ Varðandi það hvort Ijóðabókum færi fjölgandi, sagði Jóhann að framboðið væri alltaf mikiö, en markaðurinn hins vegar lítill, í Danmörku hefðu hins vegar Ijóðabækur orðið metsölubækur fyrir skemmstu, svo sem „Tryghedsnarkoman- er“ eftir Vitu Andersen þetta ætti kannski eftir að gerast hér, en hefði allavega ekki gerst enn, í þessari mynd. Eiríkur Hreinn Finnbogason hjá Al- menna bókafélaginu sagöi að sér virtist sem hliöstæðir hlutir væru á seyði hér og í Danaveldi að þessu leyti. Þannig gæfi Almenna bókafélagið út þrjár Ijóðabækur þar sem höfundarnir hyrfu til æsku sinnar, þeir Matthías Johannessen, Jón úr Vör og Erlendur Jónsson. Eiríkur sagði að þessir höfundar nálguðust þó þetta efni kannski á annan hátt, en yngri höfundar, sem fengjust við svipaða hluti. Allavega væri Ijóst að eldri höfundar eins og Gunnar Gunnarsson og Guðmundur G. Hagalín, sem báðir hefðu skrifað mikið um uppvöxt sinn, gerðu það á öðrum forsendum en þeir yngri. Um Ijóðabækur sagði Eiríkur: „Ég hef ekki orðið var við neina stórbreytingu á því sviði enn sem komið er, enda ekki ennþá oröiö eins mikið uppistand hér út af Ijóðabók eins og nýlega í Danmörku, en við erum nú líka oft dálítið á eftir tímanum hér á fróni, svo þetta getur átt eftir að gerast hér á næstunni.“ Þorleifur Hauksson hjá Máli og menningu sagöi aö ef til vill væri þaö sama uppi á teningnum hér og í Danmörku að einhverju leyti en íslenskt þjóðfélag bæri ýmis sérkenni sem gerði það að verkum að ekki væri einhlýtt að hér yrði sama þróun og í Danmörku. Hann sagði að á undanförnum árum heföu verið miklar hræringar í dönskum bókmenntum og þær oft á tíöum mjög róttækar, en hér væri ekki að finna neina hliðstæðu þeirrar róttækni í bókmenntum. „Það er til dæmis sérkennilegt við íslenskt samfélag, að hér er það þjóðaríþrótt að segja ævisögu sína." Varðandi Ijóðabækurnar tók Þorleifur í sama streng og fyrri viðmælendur, en lét þess þó getiö að ef til vill mætti líta á þær góðu viðtökur sem „Listaskáldin vondu" hlutu á sínum tíma, sem vísbendingu í þá átt aö Ijóðaáhugi færi vaxandi hér á landi, hann kvaðst þó ætla að viðtökurnar hefðu ekki skilaö sér í aukinni sölu á bókum „Listaskáldanna“. Af ofanrituðu má ráða að líkur benda til að íslenskar bókmenntir standi um þessar mundir á nokkrum krossgötum, rétt eins og bókmenntir frænda okkar Dana. Það er að vísu Ijóst að bókmenntaleg þróun hlýtur alltaf að gerast hægar í svo litlu samfélagi sem því íslenska, þar sem mun færri bækur koma út árlega en í Danmörku. En engu að síður er sennilegt að framundan sé betri tíð í íslenskum bókmenntum, ekki síst á þann hátt að þjóöin geti bráöum farið að lesa samtíma- bókmenntir sínar sér til yndis og ánægju án þess aö lesa sig upp háa og skreipa fílabeinsturna módernískrar framsetning- ar, og geti aukið við sjóndeildarhring sinn og skilning á sjálfri sér og eigin þjóðfélagi án stööugra uppflettinga í hagfræöilegum opinberunarbókum af ýmsu tagi. Öllum ætti að vera Ijóst aö umfjöllunin á þessum dálkum er ekki til þess gerð að opinbera lesendum einhvern nýupp- götvaðan sannleika um íslenskar bók- menntir, heldur var ætlunin að ýta með þessu undir umræður um þær. í framhaldi af því eru uppi áform um að leita á næstunni álits nokkurra íslenskra rithöf- unda og bókmenntamanna á stöðu og stefnu íslenskra bókmennta um þessar mundir. Afrakstur þess verður væntanlega birtur hér í blaðinu eftir hálfan mánuð. — SIB.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.