Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Page 2
Þunglyndi hin mannskæða pest vorra tíma Þegar á heildina er litið, voru þeir þrjú hundruð Vestur-Þjóðverjar, sem sviftu sig lífi í síöustu viku, venjulegt fólk. Mennirnir þóttu vandaðir og skyldu- ræknir, iðnir í starfi og samvizkusamir, svo aö af bar. Um konurnar var það sagt, að þær hefðu verið umhyggjusamar og nærgætnar og haft í heiðri kirkju og góða siði. Öðru máli gegndi um börnin: greinileg mistök eða vonbrigði — í skólanum og samkvæmt mælikvarða hinna fullorðnu — leiddu þau fyrst út í þunglyndi og síöan í dauðann. Og meðal þeirra, sem frömdu sjálfs- morð, voru eins og allar vikur fleiri menn en konur, fleiri borgarbúar en sveitafólk, fleiri mótmælendur en kaþólikkar, og áberandi margir háskólaborgarar, at- vinnuleysingjar og Berlínarbúar. Aðeins á árinu 1946, á hinum erfiðu tímum eftir stríðið, frömdu fleiri Þjóðverj- ar sjálfsmorð en nú. Að auki er nú um níu af hverjum tíu meðvitundarlausum sjálfsmorðssjúkling- um bjargað, að minnsta kosti í fyrstu. Neyðarvaktir og gjörgæzludeildir vekja einnig hálfdautt fólk aftur til lífsins — og geðveikinnar. Því að hinn síaukni fjöldi sjálfsmorða sýnir eins og vísir á mæli hina stöðugu og greinilega illviðráöanlegu útbreiðslu lífshættulegs sjúkdóms — þunglyndis. „Það sem ormaveiki var í fornöld og hinar skelfilegu farsóttir á miðöldum, bólan, svartidauöi og kólera, það er nú þunglyndið — sjúkdómur vorra tíma," segir læknirinn Paul Liith, sem hefur lagt mikla stund á sögu læknisfræðinnar. Miðað viö hinn mikla herskara sjúkra sálna í V-Þýzkalandi, tvær til þrjár milljón- ir, sem þyrftu læknismeðhöndlunar við, virðist fjöldi sjálfsmorða, 13920 á árinu 1977, tiltölulega lítill. Því að dauði fyrir eigin hendi vofir yfir hverjum þeim, sem þjáist alvarlega af þunglyndi. Sjálfsmorðið er hin eiginlega hætta, sem af þunglyndi stafar — og jafnframt hin róttæka lausn þess vanda: dauðinn er læknirinn. Þunglyndið dylst á bak við þúsund grímur Sá sem „kýs sér dauðann“ er oftast hvorki frjáls að því né er sjálfráður. Yfirleitt er hann sárþjáður, fórnarlamb örlagaþrungins geðsjúkdóms, sjálfum sér framandi í dauðaþrá sinni. Þunglyndi, geðlægð, er tíu sinnum algengari en geðklofnun, hin sígilda „geggjun". Þó sézt sjúkdómurinn varla, svo illkynja sem hann er, á sjúklingnum, enda ná læknar ekki aö greina hann í fjórum tilfellum af fimm. Þunglyndið dylst bak við þúsund grímur. Koparstunga eítir Diirer: Tákn mynd um þunglyndi. En umfram allt: viökomandi viðurkennir oft ekki, hvaö að honum sé. Dauðhryggur, ef til vill dauðveikur, beitir hann síðustu kröftum sínum til að láta sem ekkert sé gagnvart sjálfum sér og öðrum. Andlát slíkra manna kemur svo öllum á óvart. Fyrir skömmu gaf Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin þær upplýsingar, að 150 milljónir manna að minnsta kosti þjáöust af þunglyndi. Og sá sem er ekki þung- lyndur þegar, má búast við því að verða það hvenær sem er. Þar með er þessi dularfulla geðveiki orðin algengari og hættulegri en berklaveiki, sárasótt og eiturlyfjasýki samanlagt. Aðdragandinn að hinum illa endi er oft langur vegur þjáninga. Þunglyndi, geð- lægð, er ekki aðeins „hryggilegt hugar- ástand", eins og það er stundum skil- greint. Hinn þunglyndi missir ekki aðeins orku, áhuga og lífsgleöi, heldur hlaöast á hann alls kyns sjúkdómseinkenni, sem erfitt er að þola. Aö því er virðist að ástæðulausu er hann hryggur, dapur, kvíðinn, óttasleginn, uppstökkur, önugur, sinnulaus og úti á þekju. Meðal sameiginlegra einkenna eru einnig „hugarhömlur", sem koma fram í hugmyndafátækt og hægum hugsana- gangi. Tómleikatilfinning gerir vart viö sig í vaxandi mæli. Við ótta og kvíða og oft meira að segja „tilfinningu tilfinningaleys- is“ bætist, aö með öllu veröur ógerlegt að horfast í augu við ný markmið hvaö þá annað. 70 af hundraði hinna þunglyndu eru eins og knúðir til að hugsa sífellt um sjálfsmorð. Það verður mörgum um megn til lengdar. Líkaminn líöur líka Hin sjúka sál dregur og löngum líkam- ann með sér í þjáninguna. Oftast verða hreyfingarnar hægar og máttvana, menn verða álútir og röddin iág og tilbreytingar- laus. En nær jafn oft skeður það, að viðkom- andi fyllist „þunglyndisæsingi". Þá er hann knúinn áfram at. iðandi óróa og stefnulausri athafnaþrá sér og öðrum til ama og leiðinda. Margir sjúklingar eyða síöustu kröftum sínum til að dylja þunglyndisástand sitt fyrir umheiminum. Það þykir skömm að þunglyndu, eins og það sé alger uþpgjöf. Alls kyns óþægindi og truflanir eiga þá að valda því, sem innra fyrir býr, og þannig er þunglyndiö falið fyrir umheiminum — og hinum sjúka oft einnig sjálfum. Og þaö eru varla til þau sjúkdómsein- kenni, sem ekki er hægt að nota sem grímu fyrir þunglyndi: svefnleysi, lystar- leysi, höfuðverkur, hjartsláttur, and- þrengsli, niðurgangur eða harölífi, getu- leysi og kyndeyfð og svo framvegis nær endalaust. Sá sem þjáist af dulbúnu þunglyndi, kvartar við lækni sinn auk líkamlegra þjáninga yfir vanstillingu, sljóleika, leti, þreytu, lystarleysi, svefnstyggð og þvíum- líku, en þegirað minnsta kosti í fyrstu yfir sektarti.jfinningu og vonleysi, sjálfsásök- unum, gráti og sjálfsmoröshugleiöingum. „Og þannig er mylla sjúkdómsgreiningar- innar innan líffærafræöinnar sett í gang,“ segir Luth læknir. Þar með hefst alls herjar rannsókn meö öllum þeim ráöum, sem tiltæk eru, og þá er gjarna reynt að komast að niðurstöðu meö útilokunarað- ferðinni, en þunglyndið finnst ekki. Á „líffræðilegum umbrotatímum", en til þeirra má telja kynþroskaárin, með- Marilyn Monroe. Churchill. Hemingway. göngutíma, fæðingar og sængurlegu sem og einnig umbreytingarár konu og blæð- ingar, er þunglyndi vissulega algengara en ella. En sálrænar truflanir af þessum sökum hjaðna yfirleitt af sjálfu sér, og þeim má finna ýmsar Sénnilegar, líffræði- legar S'kýringar. En annars dylja geðlæknar mikið af úrræðaleysi sínu bak við þokumóðu flókinna fræðiorða. Geðlæknisfræöin virðist sækja hægt fram frá hinum meiri háttar villum til hinna minni. Þannig var það ekki fyrr en nýlega, að það þykir óyggjandi, að hvers konar þunglyndi geti birzt grímuklætt. En nú er öllum sérfræð- ingum Ijóst, hversu hverfult og marg- breytilegt eðli þunglyndisins er og ferill þess óendanlegur. Sá hópur sálkönnuöa, sem fremur vill styðjast við náttúruvísindi, kvartar yfir því,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.