Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Síða 4
Sr. Björn Halldórsson í Lauf- ási (Teikn. eftir sr. Boila Gústafsson). Eftir sr. Bolla Gústafs- son f Laufési Pennavinir „Ekki er bréfinu trúandi fyrir neinu," ritar Páll Ólafsson skáld og umboösmað- ur á Hallfreðarstööum á einum stað og bætir við: „síst blessuðu háðinu, sem getur þó verið svo saklaust." Fáa penna- vini átti Páll einlægari en skáldið í Laufási við Eyjafjörð, séra Björn Halldórsson. Hygg ég að ekki sé ofmælt, að bréf Páls hafi vart getað komist í öruggari hendur, því af bréfum séra Björns má ráða, að hann hefur gætt þess vandlega aö brenna hvern þann miða, sem vinur hans sendi að austan og bað um, aö ekki færi lengra. Svo gætinn hefur séra Björn verið í orðum, að ýmsum þeim, sem fjallað hafa um ævi Páls Ólafssonar eöa skáldskap hans, hefur ekki verið kunnugt um, hversu mikil áhrif séra Björn hafði á skáldið og hvern stuðning hann veitti því. Kemur á daginn, að Páll hefur ósjaldan sent séra Birni Ijóð og lausavísur í bréfum til umsagnar. Séra Björn lét þá í Ijósi uppörvandi hrifningarorð yfir því, sem honum þótti vel gert, en skirrðist aldrei við að gagnrýna hitt af fullri einurð, sem honum þótti miður fara, enda fóru saman hjá honum haldgóð þekking og næm smekkvísi. Menntun séra Björns var ósvikin og akademiskur andi svífur yfir rituðu máli, sem hann sendi frá sér, hvort heldur voru blaðagreinar eða sendibréf. Hann var lærisveinn Sveinbjarnar Egils- sonar úr Bessastaöaskóla (1840—’44) og hélt áfram alla ævi að byggja á þeim grunni, sem þar var lagður. En Sveinbjörn lagði þegar á þeim tíma stund á málvís- indi og alla ævi vann hann að þeirri endurreisn íslenskrar tungu, sem þjóðin býr að, meðan hún verður töluð og rituð. Fáum árum eftir að séra Björn yfirgaf Bessastaði hóf hann þýðingu á kvæði Tegnér’s um Axel. Fágun og vandvirkni, er einkenna það þýðingarbrot, bera því vitni, aö þýöandinn hefur góöan skóla að baki auk meöfæddra hæfileika. Eftir aö hann var sestur að í Laufási fylgdist hann sem kostur var á meö hræringum í heimi bókmennta innan lands sem utan. Kemur m.a. í Ijós í bréfum, að hann hafði lært að meta erlend stórskáld mörgum árum áður en þau náöu nafnfrægð í heimalandi sínu (sbr. bréf séra Matthíasar Jochumssonar til Þórhalls biskups Bjarnasonar, 4. nóv. 1911). Séra Björn finnur til þess, að Páll Ólafsson geldur þess nokkuö, að hafa farið á mis viö þá menntun, sem hæföi © gáfum hans. Hann hvetur því Pál til þess, aö senda sér orö og setningar úr fornum skáldskap (Eddukvæðum), þyrfti hann á skýringum aö halda. En af bréfum séra Björns og við samanburð hefi ég komist að raun um, að Páll Ólafsson hefur farið að ráðum vinar síns og breytt orðalagi í Ijóðum, sem birtust í blöðum eða síðar í Ljóðasafni Páls, sem Jón Ólafsson gaf út um síðustu aldamót. Að hinu hef ég og komist viö könnun bréfanna, að Páll Ólafsson hefur ekki ávallt verið svo gætinn sem vinur hans og þá ekki brennt miðum, sem séra Björn bað hann lengstra orða að eyða, þar sem efni þeirra kæmi þeim félögum einum við. Enn eru varð- veitt a.m.k. 70 til 80 bréf frá séra Birni til Páls, sem rituð eru á árabilinu 1852 til 1882, þ.e.a.s. á prestskaparárum séra Björns í Laufási. Síðasta bréfið var ritað á Akureyri (hjá Friðbirni Steinssyni bóksala) þann 8. nóvember 1882, rúmum mánuöi fyrir andlát séra Björns, en hann varð bráðkvaddur heima í Laufási þann 19. desember. — Þessi bréf eru gagnmerk heimild um listamann, sem var flestum mönnum næmari á hræringar tímans og gleggri í mati á mönnum og málefnum. Hann kaus að starfa í kyrrþey, þótt vegtyllur væru oft í boði, en hafði eigi að síður áhrif á fullhuga þá, sem stóðu í eldlínunni í frelsisbaráttu íslendinga á ofanverðri 19. öld. Hann var m.a. kennari Tryggva Gunnarssonar og systkina hans. Síðar urðu þeir útgeröarfélagar, áttu saman hákarlaskip, en séra Björn var talinn einn mestur forgöngumaður þess fyrirtækis. Stjórnmálaáhuga séra Björns gætir mismikið í bréfum hans til Páls, enda ekki óeðlilegt að skáldskapur sæti þar í fyrirrúmi. Er ekki ósennilegt, að hann hafi fengið útrás fyrir pólitískan áhuga í bréfum til annarra vina sinna (t.d. Tryggva Gunnarssonar), sem höfðu meiri áhuga en Páll, er þótti atkvæðalítill stjórnmálamað- ur, þegar hann sat á Alþingi. Séra Arnljótur fer í framboð Páll Ólafsson var þingmaöur Norðmýl- inga 1867, varaþingmaður 1873, en ári síðar kosinn alþingismaður Norömýlinga og sat á þinginu 1875, sem var fyrsta löggjafarþing eftir að Kristján IX. konung- ur færði íslendingum stjórnarskrána. Sagði Páll af sér þingmennsku eftir það þing. Til marks um aðgerðarleysi hans á þingi var gerð af honum skopmynd þar sem hann hafði stein í munni. Við þingmennsku af Páli tók hagfraeöingurinn og presturinn, séra Arnljótur Ólafsson á Bægisá. Hafði hann áratug fyrr verið þingmaður Borgfirðinga 1858—’67. Séra Arnljótur var framfarasinnaður gáfumað- ur og frábær hæfileikamaöur, en allt frá því hann var forsprakki uppþotsins (Pere- atsins) við Lærðaskólann í Reykjavík á öndverðu ári 1850, gætti jafnan nokkurrar tortryggni í hans garð og þótti mönnum sem erfitt væri að sjá fyrir, hverja stefnu hann tæki sem stjórnmálamaður. Magnús Jónsson prófessor orðar það þannig í Sögu íslendinga, að hann hafi veriö „sérkennilega laginn á það að vera ósigursins megin". Sú ástæöa lá til þess, að hann féll í kosningunum í Borgarfirði, að hann hafði snúist á móti Jóni Sigurðs- syni í stjórnarskrármálinu 1865 og ’67. Áöur haföi hann veriö andstæðingur Jóns í kláðamálinu og hlaut af því vinsældir. En nú hafði hann verið utan þings í 10 ár, þegar hér var komið sögu. Nokkru eftir að framboð Arnljóts var ákveðið, komst á flot kviðlingur austur á Héraði og efuöust fæstir um uppruna hans og þóttust þar kenna mark þeirrar snilldar, sem engum manni á Austurlandi var gefin í jafn ríkum mæli á því sviði skáldskapar á ofanverðri 19. öld. Svo aftur sé vitnað til Magnúsar Jónssonar í Sögu íslendinga, ritar hann um skáldskap Páls: „Vísur hans fljúga um landiö og eru nálega aldrei eins, ef tveir menn fara með, en þær gera hann landskunnan áður en hann eiginlega veit af því, að hann er að yrkja. Hann minnir í þessum vísum ekki svo lítið á Stefán Ólafsson í Vallanesi, og er fulltrúi Austfjaröastílsins, kerskni- vísnastílsins, um allt, sem fyrir ber.“ Mikill sannleikur felst í þessum ummæl- um séra Magnúsar og jafnframt leiða þau hugann aö líkunum á því, að Páli hafi oftar en einu sinni veriö eignaðar vísur annarra höfunda, vegna þess að hann „gerir sér engar skáldagrillur, varpar frá sér vísum, eins og hann viti varla af því sjálfur og án þess að hiröa um, hvort þær geymast eða gleymast” (M.J.) Þrír sannfærðir skáldskaparunnendur Svo sem kunnugt er ritaði Benedikt Gíslason frá Hofteigi ævisögu Páls Ólafs- sonar. Kemst hann svo að orði, þegar hann fjallar um endi stjórnmálaferils hans: „Var þar með að mestu lokið afskiptum Páls af stjórnmálum, þótt jafnan sæist það hvar hann var fyrir að hitta, í stjórnmálabardaganum, og hann legði lóð sitt á metaskálar með eða mót vissum mönnum, en ósjaldan var sá bardagi harður í Norður-Múlasýslu. Voru það þá stundum vísur, eins og vísan fræga um Arnljót prest Ólafsson, sem tók við af Páli 1877, sem Páll lagði til mála: Mér er um og ó um Ljót, ætla hann bæði dreng og þrjót. í honum er gull og grjót, hann getur unniö tjón og bót. Er vísan innsýn í vitsmunum um aö- stöðu þingmanna, er svo oft virðist erfitt að meta það, hverja hæfileikana þeir nota, og fljótt geti munað illu til góðs og góöu til ills. En ekki er auövelt aö telja vísuna veruleg meömæli með séra Arn- Ijóti frá Páls hendi.” Hér kemur í Ijós, að ekki hvarflar að Benedikt, að þessi vísa geti veriö eftir annan höfund og hann er alls ekki einn um þá skoðun. Hins ber þó að geta, áður en lengra er haldiö, að vísuna er ekki að finna í Ljóðmælum Páls, sem út voru gefin, eins og fyrr greinir, af Jóni Ólafssyni á árunum 1899 og 1900. Þar skrifar Jón um bróður sinn í síðara bindinu, en víkur þar hvergi að þessari vísu. Árið 1944 voru Ijóðin gefin út að nýju í einu bindi og öðruvísi raöað af Gunnari skáldi Gunn- arssyni, sem ritaði allýtarlegan formála um Pál og skáldskap hans. Þar segir Gunnar um skammarvísur Páls: „Páli þarf ekkert að vera illa við mann til þess að yrkja um hann níð. Þetta er leikur eins og annað. Strákurinn er uppi í honum: „Hafðu þetta!” Hann er viðbúinn að fá svar í sömu mynt — og svara aftur. í bókina mun vanta sumar af beztu kersknisvísum Páls. Ég hef ekki tekið inn í lesmáliö önnur af Ijóöum hans en þau, er prentuð voru áður í Ljóðmælum I og II, þar á meðal þessa um séra Arnljót: Mér er um og ó um Ljót, ætla’ hann vera dreng — og þrjót. í honum er gull — og grjót, getur unniö tjón og bót.” Það sannast skemmtilega á frásögnum þeirra Benedikts frá Hofteigi og Gunnars Gunnarssonar, sem séra Magnús hélt fram um meðferð manna á vísum Páls, er flugu um landið og voru nálega aldrei eins, ef tveir menn fóru með. í annarri braglínu hefur Gunnar sögnina „vera” í stað fornafnsins „bæði“ hjá Benedikt og sleppir auk þess „hann” í seinustu línu. Jónas Jónsson frá Hriflu hefur sennilega lesiö formála Gunnars, þegar hann ritar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.