Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Page 5
Páll Ólafsson skáld (teikn. eftir Sigurð Guðmundsson mál- ara). sr. Arnljótur Óláfs- son (teikn. eftir Sig- arð Guðmundsson málara). þátt um Pál í Sögu íslendinga (VIII., 1.) Jónas lofar Pál með'sterkum orðum og skrifar þá m.a.: „Þingvísan um Arnljót Ólafsson er ef til vill fullkomnasta skáldverk sinnar tegundar.“ Síðan kem- ur vísan í sömu gerð og í formála Gunnars skálds. Jónas kleip sjaldan utan af lofsyrðum, ef honum féll við menn eða verk þeirra. Þegar svo langt er gengið, að vísa þessi er birt í Sögu íslendinga með jafn sterkum orðum og Jónas Jónsson lét þar falla, þá þykir sennilega fjarstæöa aö ætla, aö eitthvað geti fariö á milli mála um uppruna hennar. Þar við bætist, aö langur tími er liðinn frá því, vísan birtist fyrst á prenti. Þrjátíu og fimm ár eru síöan Gunnar Gunnarsson gaf út Ijóðin með fyrrgreindum formála. Kann og vel að vera, að hún hafi áður birtst í greinum í blöðum eða tímaritum, þótt mér sé ekki kunnugt um það. Á þessu tímabili hefur enginn gert athugasemd viö höfundarrétt Páls Ólafssonar á vísu þessari. Fjörlegt sendibréf Nú vill svo til, að á liönum þorra var ég að fletta bréfum séra Björns í Laufási til Páls Ólafssonar og var komin fram yfir sjöunda áratug 19. aldar eða að 4. nóvember 1876. Þá komst ég að raun um, að ekki eru öll kurl komin til grafar, hvað snertir þessa lofuðu vísu. Bréfið er að ýmsu leyti dæmigert fyrir andlegt fjör séra Björns og því freistast ég til þess að birta það í heild, þótt lausn þeirrar gátu, sem hér hefur veriö varpað fram, komi ekki í Ijós fyrr en í lok þess. Þegar í upphafi fellur bréfiö í stuöla: „Elsku Páll! Enginn gáll er á mjer að skrifa, góö nje ill engin vill opnast hugskotsrifa; það er römm þraut og skömm, þann við kost aö lifa. Eitthvað verð jeg við þig þó að klifa. En taktu nú samt ekki undir, þó maklegt væri, sem Mörður við konuna, er sagöi honum bardagann við Rangá: „Klifar þú nokkuð jafnan mannfýla þín.“ Aö öðru leyti sér þú nú hér, hvernig mér lætur að yrkja undir lok míns 53. aldurs- árs. Þegar ég hleypti úr pennanum „Elsku Páll“, þá flaug í hugann „það er enginn gáll á mér aö skrifa núna,“ en varö hér um bil óvart úr því „enginn gáll er á mér að skrifa," líklega af því að hugsunarlausa sálin, sem í mér er, hefur veriö að raula með sjálfri sér Ingólfsminni Matthíasar. Jæja, það eru þá komin þrjú vísuorð og ég hugsa sem svo: Ja, nú verðurðu að halda áfram og pínuna út — og svo sit ég yfir þessu nærri hálfa stund og get ekki gjört það betur, og það er ekki lífsneisti í því, ekki svo mikið sem gröndælskur leirburöarneistl. Ég bið fyrir mér! En hafðu hjartans þökk fyrir bréfið þitt síðast. Þú verður nú að skrifa mér með hverri póstferö; það má vera lítiö í senn. En mér leiðist, ef ég verö bréflaus frá þér vikur eða mánuði samfleytt héðan af. Nú er ekki Björn, ef ekki er Páll, og ég fastaði um hríð fyrir bréf frá þér og er því nú þeim mun soltnari. — Æ, hvernig skyldi þá Birni (Skúlasyni, stúdent og umboðs- manni, föður Ragnhildar, er síðar varð seinni kona Páls B.G.) líöa? Ég hef ekki séö póstbréf enn, þó frétt að slóöinn (þ.e. póstur) hafi komið seint í fyrra kveld, en var sá glópur að eiga ekki ráðinn mann á Akureyri, til að færá mér seðla mína jafnskjótt og þeir kæmu. Mátti þó muna, að svo gengur jafnan um þessa nóvemberför, að póstskrattinn kemur eigi fyr en einhvern síöasta daginn, áður hann skal aptur hverfa. Ég færi þér ekki langfréttir úr suðri né vestri. En nærfréttir úr norðri mínu eru þessar: Tíö hin æskilegasta til næstliðinnar helgar; síðan bleytusnjóar nokkrir og illt orðið á jörð; heilsa sæmileg í Laufási sem stendur nema óát í einni kú, svo hún er komin niður úr hálfri nyt og eigi að vita hvar staðar nemur; tvær kýr fyrir skömmu dauðar eftir kálfburð á Grýtubakka: Þar býr Sigurlaug jafnaldra og leiksystir Þórðar gamla Jónassonar að fornu. Sendi hún honum með mér kveðju, er ég fór suður í sumar, og kvaðst eigi mundu renna þótt hann byði henni til fangs, en honum varð til lítilmannlega, er ég bar honum kveðjuna, og lést ófús til að þau reyndu með sér nú framar. Fiskafli hefur verið drjúgur á Eyjafirði í haust, enda gæftir hinar bestu. Ég mun hafa fengiö nær 8 vættum af hörðum fiski, þótt eigi sé enn harðnaður, auk þess sem matur er orðiö og í magann komið. Nýsveinn risinn upp í Borgargerði, sá er Eiður heitir og Þormóðsson; skírði ég hann daginn eftir aö ég götvaði gamla Ásmund að Þverá, föður Einars í Nesi, prúðan öldung og spakan að viti, fríðan sýnum, mikinn vexti, en eigi stórlyndan í fornum skilningi og eigi heldur aö vísu í hinum nýja, því hann er stilltur vel. í húskveðju eftir hann orti ég þetta vers til álykta Guð vor faðir, öllum oss ætíð vertu sól og skjöldur! Hvar sem beljar harmafoss, hvar sem rísa dauðans öldur skýl þú oss af ást og mildi undir þínum friðarskildi. (Textinn var „Héðan í burt með friði ég fer feginn og glaður í Guði") — en í líkræðunni (á eftir texta, orðum Davíðs: „Drottinn vor herra er oss frelsari frá dauðanum) Vor huggan er sú ein, og eigi þvílík nein, að Guö vor allra gætir, að Guð öll mein vor bætir. Því bresta böndin nauða, Guð bjargar oss frá dauða. Og síðustu orð mín, á undan Amen, voru upptekning niðurlagsstefjanna, nema svo fyrir pví, af því það átti þar betur viö, nl: Svo bresta böndin — dauða. Og hér með eru fréttirnar búnar, nei, fréttunum lokið — vildi ég segja. Það er réttara mál. „Ég er búinn að einhverju," tel ég latmæli. Nú, versin voru nógu góð, hvatleg, lífleg, rétt mælt, nærri því snjöll, bráðendis heyrð með góðum framburði. Svona mundi ég hafa lýst þeim hefðu þau verið eftir séra Stefán Thorarensen (prestur og sálmaskáld á Kálfatjörn B.G.). — Já, þá skrifuðumst við á í Ijóðum úr Reykjavík. Ég hafði skrifað honum fyrir þrem árum verstu ámæli, en allskostar að maklegleikum (þær bréfaskriftir heföi ég haft gaman af að sýna þér, hefðu þær ekki verið glataðar mín megin). Nú er ég kom í vík (Reykjavík; séra Björn hafði ferðast til Reykjavíkur sumarið áður, B.G.), reit ég honum fáein orð þægileg og minnti hann á, aö hér (í vík) væri ég kominn, ef hann vildi finna mig eða sækja mig á klár eða knör, sem hann gjörði ráð fyrir í góðbréfi við mig 1871. Hann sendi mér aftur myndir, sína og konu sinnar og hlýlegar vísur meö. En ég gat sent honum mynd mína stundinni áöur en ég fór aftur á Díönu (því þá fékk ég fyrst nokkur smetti mín frá Fúsa (líklega Sigfús Eymundsson)) og með þetta erindi: Þótt aldan skepnu óbilgjörn á úrgum Ránar hesti til norðurkynna keyri Björn og kæfi ‘ann þar á lesti, víst kysi ‘ann sér að Kálfatjörn, sem kærum fagnað gesti, og sefi hans flýgur frár sem örn í fang á staðarpresti. Fornlega kveðið, en stirðlega sem drápa Gunnlaugs Ormstungu. En kveðandina skal ég ábyrgjast, og montinn er ég. — Undarlegt bréf og einkennilegt. Ég þyrfti að fá mér viðaukablað. Nei. ég má ekki vera að því. — Heldurðu að síra Sigurði á Stað sé illa við mig? Jæja. ef svo væri! Heldurðu ekki, að Jón bróðir þinn verði bráðum dæmdur til óbóta? — Já, mjer er um og ó um Ljót, jeg ætla ‘ann bæöi dreng og prjót; pað er í honum gull og grjót, hann getur unnið tjón og bót. Nei, nú er ég að liðkast; en ég er nýbúinn að syngja sálm, og dóttir mín er að lesa kvöldlestur í Mynster, því lesarinn reri í nótt er var og sefur nú. Sof vel þú! Vaggi þér englar í væra drauma; heilsi þér friður að helgum morgni! Nota bene, það er laugardagskvöld. Konan biður að heilsa. — Guð gefi þér allar góðar stundir, en láti þig samt aldrei verða skuldlausan, svo þú deyir ekki á undan mér. Ég er svo eigingjarn, að ég vil ekki lifa þig. Og nú er ég korninn aftur í slóðina mína fyrstu, sem villtur maður. „Upphaf og endir ævi manns. Öðru hvert nálægt veitir," segir í Stúrmshugvekju- sálmum. Margt gutlar á mér — Guð veri hjá þér. Björn Halldórsson". Niðurlag Það var regla séra Björns, að láta pappírinn ráða lengd sendibréfsins, nema með fáum afbrigðum. Hann braut blaðið og þéttritaði fjórar litlar síður. Rithönd hans var svo fíngerð, að honum tókst að koma ótrúlega miklu efni fyrir á knöppu bréfsefni. Þannig lenti þetta „fullkomn- asta skáldverk sinnar tegundar" éins og af tilviljun inn í sendibréf, rétt þegar fjórðu síðunni var að Ijúka. Jón bróöir Páls hefur verið nýlega kominn úr landrannsóknarför til Alaska og um það bil að takast á hendur ritstjórn Skuldar, þegar bréfið var ritaö. Settu þeir bræður upp prentsmiöju á Eskifirði. Þar var þetta „stærsta blað á íslandi" fyrst prentað. Jafn(ramt þessu hefur Jón þá verið að undirbúa aukin stjórnmálaafskipti sín, en hann varð þingmaður Sunnmýlinga, 1881 (kosinn 1880). Þegar séra Birni kemur Jón í hug. minnugur ærslamesta þáttar í lífi hans, sem þá var um það bil að Ijúka, þá er ekki óeðlilegt að Arnljótur sé skammt undan. enda er hann þá að hefja stjórnmálabar- áttu sína fyrir austan. Séra Björn var vel kunnugur ferli séra Arnljóts og af skoðun- um hans má ráða, að honum hefur þótt, að ekki væri alltaf hægt að treysta því, hverja stefnu pereatsforkólfurinn kynni að taka. Um gáfur séra Arnljóts hefur hann aldrei efast, Sem nærri má geta hefur Páll Ólafsson kunnað að meta þessa frábæru vísu vinar síns og ekki getað á sér setið að koma henni á flot, enda stóð ekki á byr. Hins ber svo að gæta. að sennilega hefur honum þótt, að það gæti skaðað mannorð klerksins í Laufási, ef upp kæmist, að hann sendi frá sér svo svæsna kersknisvísu. En áreiðanlega hefur Páll aldrei ýtt undir þá skoðun, að hann væri sjálfur höfundur vísunnar. Það hefði þó horft öðru vísi við, því eins og Gunnar skáld Gunnarsson komst réttilega að orði um kveðskap Páls: „Vísur, sem hefðu verið mannskemmandi, komnar frá öðr- um, veröa það einhvern veginn ekki úr hans munni." Ósjaldan minnir séra Björn Pál á það í öðrum bréfum, að hann þegi yfir háðvísum og kátlegum kvæðabálkum, sem hann sendir honum til skemmtunar. Einhvern tíma hafði séra Björn sent háðkviðlinga um séra Þorstein Pálsson á Hálsi austur að Hallfreðarstöðum og gleymt að taka fram. að þeir mættu ekki fara lengra. Leiddi það til þess, að kviðlingarnir bárust aftur að austan með vinnufólki og séra Þorsteini til eyrna. Urðu af því nokkrir fáleikar milli þeirra grann- anna, séra Þorsteins og séra Björns. Sendi séra Björn Páli vini sínum all bituryrt bréf fyrir lausmælgi hans. Því er næsta skiljanlegt að Páll skyldi gæta þess svo vel, að minnast aldrei á höfund vísunnar góðu. — ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.