Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Síða 6
Valgeröur Þóra lífsins °g, skaldskaparins Vistheimiliö Grund í Reykjavík er merkilegur staöur. Þar dvelja aldnir og lasnir. En þar meö eru ekki taldir upp allir eiginleikar fólksins þar til húsa. Flest þetta fólk býr yfir fróöleik, lífs- þroska og frásagnargleöi af þeim toga sem þeim einum hlotnast sem öölast hefur speki lífsáranna. Á Grund er enginn öörum fremri, fólk er aöeins misjafnlega hraust. í stóru, hlýlegu herbergi neöst í vesturhlutanum býr Jóhanna Böövars- dóttir ásamt tveim herbergisfélögum sínum. Jóhanna fæddist 31. janúar 1907 aö Hvammi í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru Guömunda Ólafsdóttir og Böövar Böðvarsson, bóndi og sjómaö- ur. Systkini Jóhönnu voru fjögur, Lauf- ey, Leó Garðar, Andrés Pétur og Laufey Guðrún Steinunn. Laufey dó tólf ára úr lífhimnubólgu og var systir hennar skírö í höfuöiö á henni. Andrés Pétur var gæddur dulrænum hæfileikum. Var hann af þeim ástæöum öðruvísi en meöalmanneskjan og átti erfitt meö aö lifa lífi venjulegs fólks. Elínborg Lárus- dóttir skrifaöi um hann bókina „Úr dagbók miðilsins". Andrés Pétur dó árið 1931. Hann átti eina dóttir, sem var skírö eftir móöur hans, Guðmundu, og er sú listmálari. Fyrir ofan rúm Jóhönnu er forkunnarfagurt, lítiö málverk. Það er eftir Leó Garöar, sem var listmálari af Guös náö. Myndin er af Hvammi. í kringum bæinn og útihúsin eru hin tiginmannlegu, vestfirsku fjöll dregin af mikilli næmni með sérkennilegum bláma. Klettabeltin í þeim eru öll jafnhá. Aftast er jökullinn Gláma í baksýn. Sá jökull var fyrrum fyrir botni Dýrafjarðar en er nú bráðnaöur. Og fyrir framan bæinn á myndinni er iögrænt tún. Þegar þau systkinin voru aö vaxa úr grasi fyrir vestan voru engir bílar farnir að aka milli fjarða þar, — fóik fór fótgangandi yfir heiðarnar á milli þeirra. Leó Garöar var einnig frábær íþróttamaöur. Eitt sinn á þessum árum tók hann þátt í íþróttamóti, sem fram fór á ísafiröi. Stóö hann sig meö miklum glæsibrag og vann alla heiöurspeninga mótsins. Hann fór fótgangandi heim aö Þing- eyri við Dýrafjörö, en þangaö voru þau þá flutt. Á Breiödalsheiöi hné hann niður og andaöist. Draumur Leós haföi alltaf veriö sá aö komast til Danmerkur aö læra aö mála en aldrei varö neitt úr því. Höföu efnaöir menn úr heimabyggð hans haft orö á því ár eftir ár aö styrkja hann til náms erlendis. Leó var mjög vonsvikinn vegna þess. Eitt sinn var hann fyrir sunnan aö sumarlagi. Þá var Jóhanna systir hans einnig flutt suöur, en hún fór frá Þingeyri tveim árum eftir aö hún fermdist til Reykjavíkur aöa fjórtán ára. Leó ætlaöi aö hjóla austur aö Þingvöllum meö vini sínum Brynjólfi Þóröarsyni. Þegar þeir voru komnir í Ártúnsbrekku breytti Leó skyndilega um skoöun og sagði: „Ég ætla meö Gullfossi vestur í kvöld til hennar mömmu". Gullfoss var þá í strandsigl- ingum. Þá var móöir þeirra mjög veik af krabbameini í brjósti. Leó var yfir henni síöustu vikuna sem hún liföi. Meöan hann sat yfir móður sinni dauösjúkri, málaði hann mynd út um gluggann á herbergi hennar. Myndin var dökk eins og dapur hugur Leós hefur veriö eins og á stóö. Hálfum mánuði eftir aö móöir hans lést fór hann á íþróttamótiö á ísafiröi. Mörg erfiljóö voru ort eftir Leó Garöar og í einu þeirra segir: „þú studdir aöeins hönd á hjarta og hneigst og mæltir: þaö var gott“. Þaö voru andlátsorð hans. Jóhanna fékk snemma yndi af Ijóðum og skáldskap. Fyrsta Ijóðiö sem hún man eftir aö hafa lært, er eftir Guö- mund Friðjónsson og heitir „Ekkjan við ána“. Jóhanna kann kynstrin öll af Ijóöum og svarar oft fyrir sig í bundnu máli og meö tilvitnunum í innlend og erlend skáld. Þekking þessarar lítt skólagengnu konu á bókmenntum er ótrúleg. Hún segir aö biblían sín sé skáldskapur Sigurðar Nordals, Ijóö Einars Benediktssonar og bók ind- verska þjóðarleiðtogans Gandhi á dönsku: „Mine forsöger með sandhed- en“. Hún á mörg úrvalsrit sem hún ann; meöal þeirra eru Ijóöabækur eftir Grím Thomsen, Einar Benediktsson og Einar Kvaran, Áfangar eftir Sigurö Nordal, Hundraö bestu Ijóö eftir íslenska höf- unda, Ijóöabók meö þeim kvæöum sem íslensk skáld hafa ort til mæöra sinna, svo eitthvaö sé nefnt. Þessar bækur og fleiri hefur hún viö hliöina á koddanum sínum og grípur til þeirra á nóttinni, ef svefninn lætur standa á sér. Ég var svo lánsöm aö vinna eina viku á ganginum, þar sem Jóhanna dvelur. Þaö eru dásamlegar stundir aö sitja hjá henni og leyfa henni aö láta gamminn geisa í Ijóöum og skáldverkum. „Deutsche Gedichte“ eru í náttborðshillunni hennar og þegar ég spyr hana hvernig hún lesi þýsku svarar hún um hæl að vanda: „Þýddi Magnús Ásgeirsson ekki indvesk, rússnesk, frönsk og fleiri Ijóömæli á íslensku"? Þá veröur manni svarafátt eins og oft þegar rætt er viö Jóhönnu. Einn daginn rétti hún mér ferðatösku fulla af bókum og baö mig aö koma í geymslu fyrir sig. Ég fékk meö hennar leyfi að blaöa í bókunum. Þarna voru fyrstu bindi tímaritsins „Rauöir Pennar“ meö þýöingu Jóns Pálssonar frá Hlíö á grátklökkri sögu hins rússneska skáld- jöfurs Maxim Gorki: Bitur kvöl, fyrstu Ijóð Steins Steinars, ein fyrstu skrif Kiljans, stjórnmálaskrif séra Sigurðar Einarssonar um sósíalisma og margt fleira. Aftast í einu ritanna stendur aö Jón Pálsson frá Hlíö hafi áöur þýtt og gefið út margar smásögur eftir Gorki. Hjá Jóhönnu Böðvarsdóttur á Grund Jóhanna á einnig Ijóö Böövars frá Hnífsdal: „Ég þekki konur....“, Ljóö frá ýmsum löndum eftir Magnús Ásgeirsson, fyrstu Ijóöabók Steins Steinars og fjöldan allan af bókum á ýmsum erlendum tungumálum. Hún sagði þetta væri aðeins lítill hluti þeirra bóka sem hún ætti. Jóhanna var flutt suöur þegar móðir hennar og bróöir dóu fyrir vestan. Eftir það bjó fjölskyldan aldrei saman. Móöursystir Jóhönnu hér fyrir sunnan, tilkynnti Jóhönnu andlát móöur hennar og hálfum mánuöi síðar bróöurins. Eftir þetta hrökk Jóhanna alltaf viö, þegar hún sá þessa frænku sína, því hún hélt hún myndi færa sér andlátsfregn. Jóhanna vann ýmisskonar störf frá barnsaldri. Systir hennar fluttist einnig suður og lifir enn. Tvö sumur vann Jóhanna í Valhöll á Þingvöllum. Jóhannes Kjarval bjó þá í Valhöll til þess aö geta málað. Eitt kvöldiö kom hann seint heim meö olíumálverk inn í Valhöll og dró þá upp málingarpensil og málaöi kruss og þvers yfir málverkið, sem hann haföi veriö að mála. „Af hverju geriröu þetta, maöur"? spurði Jóhanna hann þá. „Af því að þaö er ómögulegt", svaraði meistarinn. Kjarval teiknaöi mynd af Jóhönnu, sem hangir fyrir ofan rúmiö hennar viö hliöina á málverki Leós Garöars. Myndin af Jóhönnu er dregin fáum en skýrum strikum. Hann spuröi hana hvort hún vildi ekki hafa blóm t hárinu og eru blóm í höföi hennar og fyrir framan andlit hennar eins og fiörildi. Andlitsmyndin er teiknuö á hliö og er mjög greinilegt svipmót meö meö þessum fáu strikum og Jóhönnu. Hláturinn í munnvikinu sést greinilega. Ef til vill heföi íslenska þjóðin oröið auðugari ef þessi kona hefði fengið að nema bókmenntir og heimspeki viö einhvern háskólann í heiminum. Öll hennar menntun eru tvö ár í barnaskól- anum á Þingeyri viö Dýrafjörð. Eitt er víst aö hún hefur meöfæddan hug vísindamannsins. Hún íhugar spurning- ar eins og af hverju Einar Benedkitsson lýsi Agli Skallagrímssyni þannig: „Með heilanum Egill hataði og unni“ og af hverju hann lýsi Birni Gunnlaugssyni á þessa leiö: „Aldrei var tengdari hugur né hjarta/ háspeki lífsins stóö af enninu bjarta". Og lýsing Einars á Jóni Vídalín er henni kær: „Hann talaði vonlausum trú og kjark/ á tungu sem hjartað skildi,/ þar reisti hann sér andlegt aöalsmark,/ sem aldrei máist af skildi". Jóhanna hefur yndi af ástaljóöum. Vísurnar um Snjáku Einars Benedikts- sonar eru henni hjartfólgnar. „Mörgu hef ég freiðu fljóöi fagnaö, sem mitt hjarta kætti, en aldrei slíkri ég áöur mætti, ástagyðju af holdi og blóöi. Vilji ég lýsa vexti og slíku, veröa æöstu heitin aö lasti. Og ég mæli í augnakasti, orölaust drottins verki ríku“. Svo eru það hin undirfögru ástaljóð eftir Grím Thomsen: „Þeir sem státnir staupum hringiö/ og stærsta metið gleði þá/ er þiö kátir og kenndir syngiö/ kossa ég þekki munngát á/ Þiö hafið í lundi ei setiö svölum,/ svanna hjá um aftanstund,/ og við kliö í næturgölum,/ náttlangt hjalaö frítt viö sprund./ Mig þú hefur meinglöö armi,/ mjúkum stutt þar viö ei tæpt,/ og einatt þér í björtum barmi,/ böl og raunir mínar svæft./ Á vara þunna bergi ég brunni,/ burt hef ég margar sorgir kysst,/ ég lífsins dögg þér drakk af munni,/ en drakk þó aldrei mína lyst./ Þegar kraftar líkams linna,/ lífs er úti brýnan stinn,/ vörum dreypa í vara þinna,/ vil ég bikar enn eitt sinn“. Jóhanna kann einnig vísu eftir Þorstein Erlingsson til Jóhannesar Nordals þáverandi íshússtjóra í Reykja- vík. íshúsiö hét Herðubreið og stóö viö Tjörnina og var geymsla á frystu kjöti:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.