Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Síða 11
Þegar Herbert von Karajan er á plötuumslaginu, þykir víst að innihaldið sé vandað. þeim, til þess aö geta notið lífsins svo sem veröa má. Um þaö segir hann: „Áöur fyrr á árunum gekk ég að alltof mörgu gefnu. Lífiö missti dálítið af gildi sínu. Nú, þegar ég er rúmlega sjötugur, lít ég jafnvel á smáatriöin sem ævintýri og meira en nokkru sinni áður hungrar mig í aö stjórna músik“. En þaö getur tekiö á taugarnar aö lifa lífinu út í æsar og ganga á fullu, jafnvel þótt þaö sé einmitt þaö, sem menn hungrar og þyrstir í aö gera. Karajan hefur brennt kertinu í báöa enda á stundum og eitt sinn kom þaö fyrir á æfingu í Berlín, aö hann hné niöur á stjórnpallinum og valt ofaní hljóm- sveitargryfjuna. Skiljanlega kom mikið fát á „skipshöfnina" — menn héldu aö skipstjórinn væri allur. En hann hafði aðeins gengiö einum of langt; verið úti Herbert von Karajan er það sem Danir kalla „levemandu og hann notast ekki við annað en dýr leikföng. Mér er hann með tvö þeirra: Annarsvegar lúzusjaktina og hinsvegar Porsche-sportbílinn. aö skemmta sér tvær nætur í röö til aö halda hátíðlegt, aö stórri upptöku var lokið. Hann hresstist brátt aftur: „Hring- meistarinn í Karajan-Sirkusnum" eins og hann er stundum kallaöur, gekk brátt á fullu á nýjan leik. Aldurinn hefur samt haft þá breytingu í för meö sér, aö hann reynir ekki lengur aö vera í öllu — og allstaðar: stjórna konsertum, í sjónvarpi, í upptökum og jafnvel í kvikmyndum. Hann hefur dálítiö mildast og er hrífandi persóna, þegar hann vill þaö viö hafa og svo stór, aö hann getur leyft sér þann munaö aö hrósa öörum hljómsveitarstjórum, — Sir Thomas Beecham til dæmis, — en kollegar hans eru víst þekktari fyrir ýmislegt annaö en aö hrósa hverjir öörum. Síöastliöiö sumar var Karajan geröur aö heiðursdoktor viö Oxford-háskóla, sem hann mat mikils, þótt „agaleysi" Bretans fari annars í taugarnar á honum. (Hann ætti aö kynnast íslendingum.) En þegar menn voru rétt að byrja að lyfta glösum í Oxford, sáu þeir hvar Karajan stakk af frá öllu saman á þotunni sinni eins og hvítur stormsveipur. Karajan hefur um sig einskonar hirð, sumir segja aö þar sé leyfarnar af prússneskum hernum og aö í húsa- kynnum Berlínarsinfóníunnar ríki ennþá andrúm hins gamla Þýzkalands, þar sem skipunum er hlýtt og ekkert múöur. Sjaldan kastast í kekki; þó kemur þaö fyrir og frægt er þegar tenórsöngvarinn Réne Kollo kastaði handriti sínu aö Lohengrin aö fótum „Msestro". í annan staö er nefnt til dæmis, þegar verið var aö æfa Hetjulíf Richards Strauss og Karajan leiðrétti fjórða hornleikarann. „Maestro" svaraöi hornleikarinn, „ég leik þaö þannig fyrir Richard Strauss og þaö þýöir ekki fyrir neinn aö biðja mig um að breyta því“. Þögn féll á hópinn; síöan svaraöi Karajan brosandi: „Þá get ég víst ekki haft á móti því, eöa hvaö?“ Hann er sem sagt ekki ósveigjanlegur, en venjulega er húsbóndavald hans heldur ekki véfengt. Bæöi vita menn um hæfni hans og svo er hitt einnig mikils metið, að hann á mestan þátt í aö þeir hafa hærri laun en þekkist í nokkurri annarri hljómsveit. Þó Karajan sé næstum þýzkari en allt sem þýzkt er, er hann ekki þjóöverji aö uppruna. Karajanis-fjölskyldan átti heima í Grikklandi, en fluttist til Austur- ríkis og varö von Karajan. Þar gerðust forfeður Herberts dugandi kaupsýslu- menn, en faðir hans var skurölæknir og lék á klarinett í tómstundum. Mjög gladdi þaö hjarta læknisins, hvaö drengurinn Herbert sýndi snemma framúrskarandi hæfileika í píanóleik. Hin rétta hilla var meö öörum orðum ekki vandfundin. Nákvæmni Karajans er við brugðið. Eftir nýlega upptöku á Magnificat eftir Bach og kemur út á þessu ári, sagöi hann: „Músík Bachs er næstum alltaf í takt viö hjartsláttinn. Jógaiökanir hafa hjálpað mér aö skynja minn eigin hjartslátt, — í öllum líkams- hlutum. Hljómsveitarstjórar hafa mis- munandi tíöan hjartslátt eins og fram kemur, þegar þeir stjórna, og þegar ég stjórna meö réttu tempói, er allur líkaminn eitt meö músíkinni. Þegar ég hlustaði fyrst á þessar upptökur í St. Moritz, brá mér illilega í brún; allt virtist vitlaust. Síöar skildi ég, aö St. Moritz er hátt yfir sjó og hjartslátturinn þar af leiðandi hraðari þar. Tempóiö virtist rangt í St. Moritz, en rétt í Berlín." Karajan hefur sett á laggirnar sér- staka rannsóknastöð viö háskólann í Salzburg og til þess aö fá endanlega prófun á tímaskyni sínu, hefur hann Á æfingu: Karajan gerir fleira en sveifla tónsprotanum. enda hefur hann fleygt honum frá sér hér tilþess að sýna ópersöngvara hvernig hann eigi að leika sjálfsmorð í óperunni Salome. látið tengja sig þar viö tölvu, hvernig sem þaö er nú hægt. Árangurinn varö víst allt af því ótrúlegur: Aðeins 2% frávik frá hárréttu tímaskyni. Miöpunktur Karajan-veldisins er í Salzburg, þessari austurrísku Mekku tónlistarinnar. Þar er „Maestro" fæddur og ein aöal gatan þar heitir Karajan Strasse. Þar stendur sá innfæddi fyrir páskahátið ár hvert, þar sem aögöngu- miöinn leggur sig á 28 þús. ísl. krónur. Og þeir sem eru nógu múraöir, geta gerst áskrifendur aö snældum, sem „Maestro" hefur sjálfur áritaö. Plötuútgáfan er eins og stóriönaður; sífellt er verið aö taka myndir af Karajan meö tónsprotann og þessar myndir veröa síöan einskonar tákn- myndir fullkomleikans. Sjálfur velur hann allar myndir til birtingar og aðeins einu sinni varö honum á í messunni. Þá var hann myndaöur í níöþröngum leður- galla, en Ijósiö skein á hann aftan frá og neöan frá. Hann leit út eins og popp- stjarna og þeir alvarlegri í bransanum voru stórhneykslaöir. Viö hverja einustu upptöku fyrir hljómplötu er jafnframt til staöar áhöfn, sem kvikmyndar allt heila gillið. Eftirkomendurnir munu ekki þurfa aö kvarta yfir því, aö ekki séu til nægilegar heimildir um Herbert von Karajan. Auk þess er hann með puttana í kvikmynda- gerö og kvikmyndasamsteypan Cosmotel, sem hann á hlutdeild í, er staösett í Sviss, en í nánum tengslum við þýska sjónvarpiö. Meira en 20 kvikmyndir hafa verið teknar upp á síðkastiö, þar sem allt snýst um Herbert von Karajan. Ýmsar gamansögur ganga um Karajan og þeir sem öfunda hann pínulítið hafa sérstaka ánægju af þeim. Og öfundin lætur ekki á sér standa, þegar önnur eins velgengni er annars vegar. Einn af þeim sem pota í Karajan meö söltum athugasemdum er kollega hans í Vínarborg, hljómsveitarstjórinn Joseph Kribs. Þegar hann eitt sinn fékk slæman mat um borö í flugvél, sagöi hann stundarhátt: „Herra minn trúr. Þeir hljóta að hafa Karajan í eldhúsinu til aö geta búiö til annan eins mat.“ Og önnur, sönn eöa login, sem eignuö er „Maestro" sjálfum: Hann var að koma af konsert í Carnegie Hall í New York, komst uppí leigubíl og bílstjórinn spuröi: „Hvert ætlaröu lagsi?“ „Skiptir ekki máli,“ átti Karajan aö hafa svaraö: „ég er Herbert von Karajan og menn bíða allsstaðar eftir mér með óþreyju“. Með aimennari hljómtækjaeign, hefur plötuútgáfan oröiö stóriðnaður, sem skilar ótrúlegum hagnaöi. Þaö á sér ekki hvaö síst staö, þegar heimskunn „nöfn“ koma saman og Karajan stjórn- ar. Þá er allt gulltryggt í bak og fyrir. Dæmi um þesskonar arövænlega sam- vinnu er þegar þrír heimsfrægir Rússar tóku lagið saman: Svatoslav Richter á píanó, Rostropovits á celló og Oistrakh á fiölu. Þeir léku Triple Concerto eftir Beethoven undir stjórn Karaians og tíu prósentin, sem hann fékk sinn hlut- fyrir aö Ijá nafn sitt og stjórna. námu hálfri milljón þýzkra marka, eða 87 milljónum ísl. króna. Þaö er einfalt reikningsdæmi, að þessi eina plata virðist hafa skilaö 870 milljónum króna. Af því má sjá, aö fleira er matur en feitt ket og margar þangverksmiöjur yröum viö aö setja upp á Reykhóium til aö lafa í þessu. GS tók saman.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.