Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Qupperneq 13
síður bakgrunnurinn. Vera má að ég hefði einnig getað ort ijóð, þó aö ég hefði verið búsettur í borg, en það hefðu ekki oroiö þau Ijóð, sem ég skrifa nú.“ Við höfum víst ekki umgengist náttúr- una meö varfærni? „Vegna umgengni sinnar við náttúruna munu mennirnir fá reikning sem erfitt verður að greiða. Enginn getur brotið lögmál náttúrunnar án þess að taka út sína refsingu. Hugsaðu um hvað allt í sköpunarverkinu er undarlega samtengt. Jafnvel þó við röskum ekki nema litlum hluta þess, bitnar það á heildinni." En við getum líka orðið fyrir innri skemmdum? „Það getum við. Það er til dæmis hættuleg þróun, að allir sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn og sjá aðeins sömu myndina. Það getur leitt til einstefnu og sljóvgaö hæfileikann til að skapa mynd í eigin huga á grundvelli orösins. Með því aö veita viðtöku slíkri mergð mynda, sem tilreiddar eru af öðrum, getur manneskjan gert sína eigin andlegu tilveru að eyði- mörk. Þetta á ekki aðeins við um sjón- varþið. Einnig þækur geta verið ofhlaðr.ar myndum. Það mega ekki vera fleiri myndir en svo, að ímyndunaraflinu gefist tækifæri til að skapa sínar eigin myndir,“ sagði skáldiö hugsandi. Sá sem komist hefur í kunningsskap við Jan-Magnus Bruheim, bæði með per- sónulegu vinfengi og með því að lesa það sem hann hefur skrifað, honum kemur ekki á óvart, aö hann skuli hafa snúið sér til barnanna í drjúgum hluta skáldskapar síns. Bæöi sem maður og skáld býr hann yfir sérstökum eiginleikum til þess að komast í náiö og einlægt samband við yngstu kynslóöina. Skáld meö svo sterka tilfinningu fyrir grundvallarverðmætum mannlífsins, veit að sjálfsögðu hversu mikilvægt það er að tryggja framtíð þessara verðmæta í vitund uppvaxandi kynslóðar. Hann er einn af fremstu barnabókahöfundum Noregs á okkar dögum. í augum Jan-Magnusar er það mikilvægt að vinna hina ungu til fylgis við sjálft Ijóðíð, þannig aö þeir geti tendraö og þroskaö hæfileika sína til aö meðtaka það sem póisían býður upp á. Jan-Magnus Bruheim hefur verið kenn- ari í 5 ár. En hann var byrjaður að skrifa fyrir börn áður en hann gerðist kennari. Öngvu að síður telur hann að samvistirnar með nemendunum og öðrum börnum einnig, hafi orðið sér til andlegrar frjógv- unar. Vissulega hefði Jan-Magnus getað haidið áfram sem kennari þar sem honum hefði gefist tækifæri til áhrifa og skipu- lagningar í stórum skólum. En sem kfnnara var honum það hugleiknast að komast í náiö samband við hvern einstak- an nemanda. Þessu marki gat hann betur náð í litla sveitaskólanum, þar sem nemendafjöldinn var ekki of mikill. Þetta var sjónarmið Jan-Magnusar þrátt fyrir að einmitt um það leyti var fjölmennisskóla- kerfið í mestum uppgangi meðal Norð- manna. Núna á hann orðið margfalt fleiri skoðanabræður í þessum efnum en áður fyrr. Þegar ég sjálfur var að feta mín fyrstu skref út á braut skáldlistarinnar, varð það mér mikil gleði að fá að kynnast Jan-Magnus Bruheim. Ég skal gjarna játa það nú: Svo mikil var virðing mín fyrir þessum nafnkunna rithöfundi, að ég vogaöi mér ekki að ganga fram og heilsa upp á hann fyrsta skipti sem ég fór á samkomu til að hlusta á upplestur hans. Síðar fékk ég reynslu fyrir því að maöur- inn með risháu einmanalegu Ijóöin, bjó yfir fágætu vináttuþeli. Enginn er fjær því að taka sjálfan sig hátíðlega en hann, og gnótt hefur hann af góðlátri kímni. Hann hefur sjaldgæfa hæfileika til að skapa kringum sig ákjósanlegt andrúmsloft. Sólargeisli skín ævinlega á þær stundir, þegar Jan-Magnus Bruheim er með í félagsskapnum. Guðm. Daníelsson þýddi. Litið inn í Bökaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Engum blandast hugur um að bóka- verzlanir gegna mikilvægu hlutverki í þjóðfélaginu. Þær annast dreifingu á íslenzkum ritverkum, sem er auðvitað mikilvægur hlekkur í menningarlífi hverrar pjóðar, en auk pess eru pær eins og „opinn glú i“ til hins menntaða heims og gera almenningi kleift aö fylgjast með pví sem efst er á baugi á bókmenntasviðinu hvarvetna um lönd. Þaö er því mikils um vert að sæmilega sé búiö aö þessum rekstri svo hann geti sinnt hlutverki sínu sem bezt. Hér á landi eru víst reknar fleiri bókabúðir en í nágrannalöndum okkar, þegar tekið er tillit til mannfjölda og sæmir það vel bókaþjóðinni. Þar sem bezt lætur má líkja þessum verzlunum við menningarstöðvar þar sem menn koma og grúska í hillum, hittast og ræða málin og gefa sér gott tóm til að kynnast því sem á boðstólum er. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar er elzta bókaverzlun í Reykjavík, en hún var stofnuð árið 1872. Fyrstu árin var hún við Lækjargötu en fluttist síðar í Austurstræti þar sem hún er enn, að vísu í nýjum og betri húsakynnum. félagi þeim sem er fryggur hana kjösa Segja mætti langa og merka sögu um stofnandann Sigfús Eymundsson, en það verður ekki gert hér. Öllum sem til þekkja er Ijóst að þar fór hinn ágætasti maður sem lét til sín taka á mörgum sviðum þjóðlífsins. Áriö 1886 hóf Sigfús bókaútgáfu jafn- hliða verzlunarrekstrinum og kostaði kapps um að gefa út vandaðar bækur sem höfðu ótvírætt bókmenntalegt gildi og fræðibækur sem gátu komið almenn- ingi aö gagni. Pétur Halldórsson, síöar borgarstjóri, keypti bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og útgáfuna áriö 1907 og rak fyrirtækið með miklum myndarbrag í mörg ár.- Árið 1960 keypti Almenna bókafélagið bókaverzlunina og var þá reist yfir hana hið nýja hús þar sem verzlunin starfar nú. í vetur var húsnæöi verzlunarinnar enn fært út og þjónustan aukin og í tilefni þess var forstjórinn Brynjólfur Bjarnason beð- inn aö segja svolítiö frá rekstrinum eins og hann er núna. „Almenna bókafélagið var stofnað 1955 og rekur í dag bókaklúbb, almenna bókaútgáfu og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Verzlunin hefur þurft stöðugt aukið rými og er nú á þremur pöllum. í kjallara er ritfangadeild og erlendar bækur að hluta. Á síöasta ári fékk bókaverzlunin umboð fyrir Pen- guin-bækur sem er eitt stærsta útgáfu- fyrirtæki á kiljubókum í heimi og hefur verið innréttaður sérstakur hluti í kjallar- anum fyrir þær bækur. Á fyrstu hæð eru eingöngu íslenzkar bækur eins og mörg undanfarin ár en í lok nóvember var lokiö við stækkun á verzl- unarrýminu á götuhæö þegar anddyriö var flutt fram að gangstétt og það rými tekið undir erlendar bækur. í sumar er fyrirhugað að þar verði komið fyrir landkynningarbókum og fleiru sem ætlað er sérstaklega erlendum ferðamönnum." „Hvort leggið þið meiri áherzlu á að hafa á boðstólum erlendar eöa íslenzkar bækur?“ — „Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar hefur haft það markmið að leiðar- Ijósi aö hafa á boöstólum allar fáanlegar íslenzkar bækur og rit. Þetta er að sjálfsögöu mikil kvöð, þar sem verzlunin þarf þess vegna að eiga jafnan fyrir nægar birgðir. Hins vegar er því ekki að leyna að sala á íslenzkum bókum fer að mestu fram samkvæmt hinu sér-íslenzka fyrirbæri að þær seljast nær eingöngu í desember. Ellefu mánuði ársins er deildin því rekin með miklu taþi (þ.e. ef frá er talinn sala skólabóka í september). Því hefur verið lögð á það áherzla að auka erlendu bókadeildina. Þar kemur reyndar fleira til. Menn lesa almennt og meira erlend tungumál en áöur. Útgáfa á kiljum hefur aukizt mjög undanfarið erlendis og nú er boðið upp á tiltölulega ný rit í kiljubroti og því á lágu veröi. í þriöja lagi höfum við oröiö varir við vaxandi þörf hjá viðskiptavinum okkar á því að við útvegum bækur um ákveðna málaflokka og sérfræðibækur. Nú er svo komið að búöin skiptir við yfir 500 erlend bókaforlög um allan heim." „Hvernig er sá bókakostur valinn?“ „Við fáum á hverjum degi innkaupalista frá erlendum bókaforlögum eða heildsöl- um. Bækur eru valdar eftir þessum listum og lögð er áherzla á aö fá nýjar skáldsög- ur eftir þekkta höfunda, metsölubækur, ævisögur, sagnfræðibækur, listaverka- bækur og svo mætti lengi telja. Reyndar höfum viö í tilraunaskyni lagt áherzlu jafnframt á bækur um kvikmyndir og þær virðast hafa fengið góðar viðtökur. Til þess að fullnægja óskum viðskipta- viria um ýmis sérfræðileg efni, s.s. sál- fræði, hagfræði, félagsfræði svo nokkuð sé nefnt, fáum við ýmsa aðila með sérfræðiþekkingu til. að fara yfir inn- kaupalistann og velja bækur, en Pen- guin-útgáfufyrirtækið hefur einmitt geysi- mikið úrval slíkra bóka. Listinn liggur reyndar frammi fyrir hvern sem er, sem hefur áhuga á að benda á góðar bækur eða panta sjálfur." „Nú er verzlunin hér í miöbænum og margir segja aó allt líf sé að hverfa héðan. Ertu sammáta því?“ „Nei, ég er það ekki. Á þessum stutta tíma sem ég hef starfað hér, sé ég mikla breytingu til batnaðar. Það er greinilega að færast meira líf í miðbæinn og ég tel það ekki síst útimarkaðinum á Lækjar- torgi að þakka. Fólk er farið að leita meira hingað niður eftir og fjölmenninu fylgir það að menn vilja sýna sig og sjá aðra. Eg tel það afar lofsvert framtak sem menn hafa lagt á sig til að koma upp þessum útimarkaði og halda starfseminni uppi í vetur — stundum í snjókomu og roki — til að festa hana í sessi. Ég tel að þeir hafi þar komist yfir erfiðasta hjallann og nú sé allt auðveldara á eftir. Viö höfum frá upphafi tekið þátt í þessari starfsemi, — leigt eitt borð. Þetta framtak hefur orðið til þess að fleiri aðilar halda útifundi hér og hljómsveitir kynna hér nýjar plötur og fleira mætti telja. Bókaverzlunin hefur að vísu fengið úthlut- að lóð í Mjóddinni í Breiðholti og þar er fyrirhugað að byggja, en það er ekki vegna þess að við séum að missa trú á Kvosinni, heldur aðeins til að færa út kvíarnar og auka þjóhustuna." „Á bókin örugga framtíö fyrir sér að þínu mati?“ „Það held ég tvímælalaust. Bókin á að vísu í harðri samkeppni við ýmsa fjölmiðla og keppir um frítíma fólks. Bókin er afar tryggur félagi þeim sem hana kjósa — lætur lítiö yfir sér, en er alltaf við hendina, þegar á er kallað. Bókin krefst nokkurs af lesandanum, því hann verður að helga sig athöfninni, vera sjálfur skapandi, eigi boðskapurinn að komast til skila. Svo lengi sem sú fyrirhöfn er talin nokkurs virði, mun bókin halda velli." Gömul mynd af bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.