Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 4
afar geðugu samfélagi."21 Og enn tíu árum síðar segir hann í öðru viðtali, þar sem hann ræðir margvísleg siðræn efni við Randi Bratteli, konu forsætisráðherra Noregs: „Ég hafði einu sinni áhuga á mormónum og fór tvisvar til Utah. Ég skrifaöi líka bók um þá og kallaöi Paradísarheimt... Því miður eru engir mormónar á íslandi; ég hefði glaöur stutt þá.“ Ummæli sem þessi koma vel heim viö ýmislegt í Paradísarheimt, ekki síst hinn alkunna póst þar sem Þjóörekur biskup segir við Steinar: „Mormón verður sá einn sem hefur kostað öllu til,“ og dregur síðan upp átakanlega mynd af hörmungunum sem landnemarnir urðu að reyna.23 En margir mormónskir lesendur, jafnvel bókmenntafólk, hafa átt bágt með aö sætta sig við það, að í myndinni af fyrirheitna landinu eru skoplegir drættir, svo sem smjörpappírinn utan um hatt Þjóðreks biskups, fáránleg barnsskírn úti í miðju jökulfljóti, alltsjáandi augað á framhlið samvinnuverslunarstofnunarinn- ar, saumavélin sem tákn um sigur Alvisk- unnar („þurfa skal mikla heimspeki til að jafnast á við saumamaskínu"),24 eða mótmælagöngu eiginkvennanna gegn afnámi fjölkvænis. En þó slíkir drættir í lýsingunni hafi komið frönskum gagnrýn- anda til aö kalla Paradísarheimt „frábæra ádeilu á ofstæki og umburðarleysi,"25 vakti annað fyrir Laxness. Hann hefir oftar en einu sinni — í bréfum til Karls Kellers og Rays C. Johnsons (trúboðsstjórans í Noregi) og í viðtali við mig — látið í Ijósi vonbrigði sín yfir því hvernig bókinni var tekið hjá mormónum.26 Þegar Paradísar- heimt kom út á ensku árið 1962, tók Laxness svo til orða: „Mig lángar aö láta í Ijósi þökk mína (til vina í Utah) um leið og ég bið afsökunar fyrir mart sem í þeirra augum hlýtur að vera barnalega yfir- borðskent og framandlega frásagt efnum sem þeim eru meira en a|kunn. Samt vona ég að ekki mormónar einir, heldur og aörir lesendur sem fyrir sitt leyti trúa á Landiö Fyrirheitna, og hafa meira að segja kannski fundið það, ættu ekki að fara í grafgötur um, hvað ég er aö fara.“27 En eitt og annað í Paradísarheimt hlýtur samt að vefjast fyrir mormónskum lesendum sem ekki þekkja til baksviðs sögunnar og stööu hennar meðal ritverka Laxness, og til að greiða úr þeim vanda, og svo sem eins og sögunni til afbötunar, er fernt sem mig langar að taka fram. Það er fyrst, að kímni Laxness er einkennileg- ur og torræður þáttur í svo til öllum skáldverkum hans. Skáldorka hans þrífst á því að kímni og háð togist á við geðraun og harm. Gagnrýnendur hafa oft bent á þessa „tvísýni“ hans og brotið heilann um jafnvægið — stundum hárfínt, stundum þvingað — milli skopleiks og harmleiks — jafnvægi sem haldið er allt til enda án þess (eins og svo margan hendir) aö hallað sé mundangi á annan hvorn veginn. Til dæmis hefir Peter Hallberg, sem ef til vill hefir skrifað manna best um bækur Laxness, þetta að segja um niöurlagiö á Sjáffstæðu fólki: „Þegar öll kurl eru komin til grafar, er ekki gott að segja, hvort telja beri að [saganj endi vel eða illa frá bæjardyrum höfundar séð.“28 Allar skáldsögur hans eru ráðgátur að þessu leyti. Laxness dáði Maxim Gorki fyrir að snerta „helgustu og viðkvæmustu strengi í hjarta lesandans“ meö því að skyggnast inn í „örlög manna, hversu lítilmótlegir sem þeir kunna að virðast, þangaö til hann fær samúð með þeim,“29 og Charlie Chaþlin fyrir að geta tjáö „daþurlegt skyn á mannlífið“ með því að tefla saman skörpum andstæðum, „blanda saman því skoplega og því átakanlega, með brosi sem brýst í gegnum tár.“30 Laxness er írónisti, glöggskyggn á hverskyns ósam- ræmi, og hann hlífir engu, hversu heilagt Musteri mormóna í Saltsævarborg í Utah. sem þaö kann að vera — ekki fornsögun- um, ekki kristinni trú, ekki jafnaðarstefn- unni, og alls ekki sjálfum sér — við þessari „tvísýni“ samúðar og háös. Eins og Hallberg segir, „glittir aftur og aftur í hrosshóf góðlátlegrar íróníu."31 Listfengi Laxness fellur undir þaö sem Wayne Booth kallar „lífssýn sem tekur yfir íróníur en grefur ekki endanlega undan sjálfri sér með íróníu,“32 en þar sem ofið er saman nærfærni og írónía, Ijóöræna og háö, er erfitt að dæma um tóninn. Ef til vill varpar fátt meira Ijósi á hlutverk kímninnar í Paradísarheimt en orö sögunnar sjálfrar þegar Steinar (sem nú heitir Stone P. Stanford, tígulsteinagerðarmaður í Síon) kemur að skoða hálfhrunið hús hjá konu einni sem vandlætingasamir grannar hafa útskúfað vegna þess að dóttir hennar átti vingott við lúterstrúarmann. í stuttu samtali við konuna lætur Steinar svo um mælt — með orðalagi sem ber meira í sér en hann veit af og vísar fram á við til bókarloka — að vissulega þarfnist húsið viðgerðar, en „það liggur ekki alténd í augum uppi hvar á að hefjast handa þegar maöur hefir fyrir sér hruninn vegg,“ en síðan segir höfundur: „Konan svaraði ekki neinu en horfði á manninn úr fjarska sálarinnar í þeirri djúpu og tárafullu þögn mennskrar tilveru sem ekkert fær rofiö nema hlátur.“33 Mormónskir lesendur sem þykkjast við háðið í lýsingu Laxness á Síon verða að vita það, að írónía og háð eru samkenni allra skáldsagna hans, hvar sem þær gerast og um hvað sem þær fjalla, en alls ekki sérstaklega kvödd til í þessari bók með það fyrir augum að grafa undan mormónum. Eins og Gorki og Chaþlin hefir Laxness ríka samúð með mannlífi þessa heims. í öðru lagi nýtir Laxness sér óspart en af skáldlegu hugarflugi rit lítt kunnra manna sem þó eru til nægar heimildir um. Þannig er megingangurinn í fjórsögunni Heimsljós og margt í fari söguhetjunnar Olafs Kárasonar unniö upp úr óprentaðri ævisögu og dagbókum íslenska alþýöu- skáldsins Magnúsar Hjaltasonar. Svipað er um Paradísarheimt. Mormónskir les- endur þurfa að vita að meginþráður sögunnar og mörg einstök atvik eru fengin úr ritum Eiríks á Brúnum (1832—1900), en hann var maöur sem sögur fóru af í lifandi lífi og alkunnur at barnslega einföldum ferðasögum og öðr- um sjálfsævisögulegum ritum.34 í fyrstu feröasögu sinni segir þessi sunnlenski bóndi frá því þegar hann seldi danaprinsi hest á þúsund ára landnáms- hátíö íslendinga árið 1874 og rekur með leiðindanákvæmni söguna af för sinni til Danmerkur tveim árum síöar og móttök- unum hjá kóngafólkinu þar, sem gaf honum áritaöar Ijósmyndir af sér. Árið 1879 settist Eiríkur að í Mosfellssveit (þar sem Laxness óx uþþ), og þar gerðist hann mormóni. í fyrstu haföi hann látið sann- færast af þýðingu og endursögn Þóröar Diörikssonar á A Voice of Warning eftir Þeim íslendingum, sem settust aö í Spánarforksveit, hefur verið reistur pessi veglegi minnisvaröi. Parley P. Pratt (sem hann keyþti fyrir flösku af ódýru brennivíni og kallaði „það besta og þarfasta kaup, sem ég hefi keypt á æfi minni“),35en að lokum fann hann sig knúinn til aö ganga í mormónakirkjuna vegna þess „ósjálfráða haturs, sem lagt er á mormóna."36 Eiríkur flutti með fjölskyldu sína til Utah árið 1881 (kona hans andaöist í North Platte á leiðinni); hann dvaldist þar í átta ár og fór á þeim tíma trúboðsferö til íslands, en gekk síöan úr kirkjunni og sneri heim alfarinn áriö 1889. Síðari feröasaga hans og allmörg smærri rit segja frá þessu. Það sem eg vil sérstak- lega benda á hér er það, að ef Steinar á aö fara eins að og Eiríkur, sem er fyrirmyndin að honum, og hverfa aftur til íslands, verða atvik skáldsögunnar sjálfr- ar að gefa tilefni til þess. Tilefnið er að finna í óljósri og neikvæðri reynslu Steinars, en það er látið ókannað. Hann snýr heim til íslands sem trúboði en ekki sem frávillingur. í þriðja lagi vil eg benda á, að ef það hefði vakað fyrir Laxness, sem hann fortekur með öllu, að hæðast að trú og samfélagi mormóna, skorti ekki vopn í ritum Eiríks á Brúnum. Þótt Eiríkur sælist ekki eftir að níða samfélagiö sem brugðist hefur vonum hans, getur hann þess þó til dæmis, að stundum sé eldri eiginkona látin víkja fyrir annarri yngri.37 Hann segir frá dönskum kunningja sínum, „skikkan- légum og greindum," sem gekk svo fram af í fyrsta skipti sem hann kom í musterið (Eiríkur kom þar aldrei) að hann „fór ekki einasta út úr húsinu, heldur fór hann litlu síöar úr þeirra trúarbrögðum."38 Skæðast þessara vopna hefði sennilega verið frásögn Eiríks af því, hvers vegna hann sagði skilið viö mormóna. Hann lýsir því hve ráövilltur hann varö þegar hann í fyrsta skiþti, seint á árinu 1888, rakst á þá kenningu í blaðagrein að Adam væri guö. Hann leitaði ráða hjá landa sínum, hápresti sem Magnús hét, og greinir frá samtali sínu við hann. Magnús las fyrir hann úr verkum Brighams Youngs og vottaði að víst tryði hann því að Adam væri guð og að það heföi verið hann sem gaf Mósesi boðorð- in, hann sem Stefán sá við hægri hönd guðs, og hann sem var holdlegur faöir Jesú. Eiríkur þakkaði honum fyrir hrein- skilnina og hélt því síðar fram aö Magnús hefði hlotið þungar átölur fyrir að hafa Ijóstrað upþ þessari vitneskju lið fyrir lið. Hann segir: Nú gekk ég heim og þótti mér vera orðiö vont á passanum hjá þeim íslendingum hefur ugglaust litizt vel á skilyrði til sauðfjárbúskapar í Utah. bar bjuggu menn stórt og Eiríkur frá Brún- um starfaði par hjá bónda, sem átti tíu Þúsund fjár. Þessi nútíma bóndi viröist eiga álitlegan hóp líka. síöustu daga heilögu, er sig kalla, og fór ég aö fækka ferðum til kirkju, því mér leizt illa á blikuna. Nokkrum tíma eftir þetta var ég heima í húsi mínu og veit ekki fyrri til ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.