Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 11
JEHAN EL SADAT forsetafrú í Egyptalandi Einstakt í aögu Egyptalanda: Karlmennirnir í bæjaratjórninni völdu Jehan sem forseta bæjars tjornar í bænum Shebin el Kom, 145 kílómetrum frá Keiro. þeirra, sem eru minni máttar í þjóðfé- laginu. Jehan og Anwar eru óvenjuleg hjón, einkum þó á austurlenska vísu. Fram- koma hans viö hana einkennist af kurteisi og viröingu, en hún hylur einbeitni sína gjarnan bak við kvenlega framkomu og þægilegt viðmót. Nýtur hún stuðnings forsetans? Hún ráölegg- ur aö spyrja hann sjálfan, og Anwar el Sadat hikar ekki við að svara: Trúarleiötogar okkar, sem eru annarrar skoðunar en þær konur, sem berjast fyrir jafnrétti og þeir hafa mikil völd. Við þörfnumst stuðnings þessara manna til aö halda einingu ríkisins. Á þessum óróatímum er hættulegt að vekja sundrung í þjóðfélaginu. Tökum dæmi af íran. Konur okkar veröa aö sýna þolinmæöi, þar til mikilvæg pólitísk vandamál hafa veriö leyst. Þá getur hæg breyting átt sér stað, einhverskon- ar samruni af gamalli arfleifð og nútíma kenningum. Jehan bætir viö: Karlmenn hafa ráöið lögum og lofum í þúsundir ára; nú vilja konur einnig leggja sitt til málanna. Þaö má þó ekki skilja þannig, aö egypskar konur séu á móti karlmönnum, bætir hún brosandi viö. Sá, sem vill kynnast þessari konu, ætti aö fylgjast meö henni í hópi fjölskyldu hennar; í viöræöum viö for- setann og dætur þeirra, eöa í leik með barnabörnunum. Kona þriöja forseta lýöveldisins Egyptalands er ekki aöeins fögur, heldur hefur hún einnig tilfinn- ingu fyrir því, hvaö mögulegt er, og hvaö er sæmandi hverju sinni. Hún er glæsileg en þó hógvær í senn. Kjólar hennar, sem eru langerma, hylja allt sem gæti vakiö andúö trúarleiðtog- anna. Meö þessum klæönaöi kemur Jehan til móts viö óskir þessara siö- feröispostula Allah, og raunar lifir Jehan samkvæmt siöakenningum trúarinnar. Jehan er virðuleg aö eölisfari og þarf því ekki aö læra þá framkomu, sem þykir hæfa forsetafrú, en hún hefur einnig til aö bera þá einlægni, sem gerir henni kleift að vinna hug og hjarta Egypta. Störf hennar í þágu mannrétt- inda- og félagsmáia eru alþekkt og virt af öllum, jafnt öfgafuilum vinstrisinnum Frú Sadat er framúrskarandi kona og hefur unnid landi sínu mikiö gagn. Hún er fögur og heillandi, vel gefin og treystir sér vel. Hér segir hún fré hlutverki sínu i hinu arabíska karlasamfélagi. sem öfgafullum hægrisinnum í stjórnar- andstööunni. Vinsældir þessarar konu eru öllum augljósar. Greinarhöfundur fékk aö velja þá staði, sem ákveöiö var aö heimsækja, og ákvaö Jehan aö koma okkar skyldi ekki undirbúin; því aðeins þannig feng- ist hin rétta mynd. Farið var m.a. til Shebin el Kom, höfuðborgar fylkisins Minufiya. Borgin er um tveggja stunda akstur frá Kairo. Hér hefur Jehan gegnt störfum forseta borgarráös í mörg ár. Hér nýtur hún virðingar fyrir störf sín í þágu bæjarfé- lagsins en ekki sem kona Egyptalands- forseta. „Ef ég færi hér út í kosninga- baráttu á móti forsetanum, bæri ég sigur af hólmi,“ segir hún stolt. Er það ekki merki um metnaö, aö vilja sanna verögildi sitt í þjóöfélagi, sem hefur útskúfaö konum úr opinberu lífi frá því aö Islam var innleidd í Egyptalandi fyrir 1300 árum? Hvers vegna er Jehan annars svo full athafna- þrár? Hún gefur einfalt svar viö þessu: „Sérhvert þaö verkefni, sem styður konuna í þvt aö gerast óháö karlmann- inum, hjálpar henni aö finna og þroska sjálfa sig. Forsetafrúin berst ötullega fyrir breytingum, sem stuöla aö bættum félagslegum réttindum og þróun Egyptalands í nútímaríki, sem er án alls ofbeldis. í kveðjuskyni segir hún: „Viö höfum fullan skilning á því, aö ísraelsbúar vilja lifa í friöi í sínu landi, en ég vil minna á þaö, aö vinátta og traust er eina leiðin til friöar. Viö völdum þá leiö, er viö fórum til Jerúsalem meö útbreidda sáttarhönd. Nú er komiö aö ísrael aö svara. Til aö minna stööugt á friö og sættir hefur Jehan stillt upp klukku á arinhillunni í vinnuherbergi sínu, en þessi klukka var gjöf frá ísrael til forsetans. Gyllt áritunin á klukkunni gæti einnig átt viö Jehan, en hún er eftirfarandi: „Til Anwar el Sadat, mannsins, sem flýtti klukkifnni". Jehan beitir eór mjög fyrir málefnum barna, og pé sórstaklega munaðarleysingja. Ad undirlagi hennar var tyrata SOS-barnaporpið stofnað í Kairo. í tilraunaatotnuninni í Talah, sem var stofnuð fyrir tilstilli Jehan. í fyrsta sinn í sögu Egyptalands er börnum eyðimerkurbænda veitt kennsla í iðngreinum að aflokinni grunnskólamenntun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.