Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 7
miöur lítiö af fullyröingum þeirra því aö oröavaliö hefur hvorki komið fyrir í kennslubók hans né vasaoröabók, hvaö þá heyrst á námskeiöinu heima. Eftir nokkurra mínútna raus færast umræöurnar þarna í búöinni af tilfinn- ingasviöinu inn á rannsóknarsviö. íslendingurinn sem nagar sig í handar- bökin fyrir aö hafa ekki geymt bréfiö til mæögnanna í vasa sínum, er nú spurö- ur í þaula um stærö umslagsins og hvernig rithöndin á því hafi litiö út. Þessu er býsna torvelt aö svara fyrir draumlyndan hugsjónamann sem er önnum kafinn viö aö reisa kastala í blálofti hásumarsins miklu ofar jarö- neskum stigahúsum. En áöur en varir eru lagöar á boröiö fyrir framan hann ekki færri en þrjár stæröir umslaga meö mismunandi rithöndum á nafni tösku- búöarinnar. Og meö fyllstu einbeitingu sveimhugans tekst svo giftusamlega til aö unglingurinn fullyröir aö bréfiö í kassa gistihúsins hafi veriö í umslagi af minnstu gerðinni og meö nákvæmlega sömu utanáskrift og hún. „Ágætt,“ segir dóttirin. „Þá er allt í stakasta lagi. Þetta hef ég sjálf skrifaö. Þaö er greinargerö fyrir seldri vöru til tollaranna, sem þeir endursenda mér sföan. Fraukan, sem á þetta hús, hefur áöur stoliö samskonar bréfi frá okkur. Hún reynir aö gera okkur allt til miska sem hún getur. Nú vill hún losna viö okkur héöan úr húsinu til þess aö geta fengiö hærri húsaleigu en viö borgum og hefur þess vegna sagt okkur upp húsnæöinu." Ræöur mæögnanna hafa smám sam- an færst í rólegra horf. Þær tala oröið hægt og meö þagnarbilum milli orö- anna eins og innbornir búöarmenn gera hér oft til skilningsauka þegar þeir eru aö selja útlendingum vöru. íslendingur- inn spyr konurnar hvort þær vilji ekki gera fyrirspurn um bréfiö til forstööu- konu gistihússins, en þær yppta*öxlum í takt og segjast ekki kunna viö þaö. Dóttirin endurtekur þá aö hún viti hvaö lokaða umslagiö hafi haft aö geyma og kveðst geta ráöiö fram úr vandanum meö því aö hringjatil tollbúöarinnar. Þá tekur afkomandi séra Bjarna-Sveinbjarnar í Múla á sig rögg og segir: „Ég skal þá fara upp í skrifstofu og rannsaka máliö fyrir ykkur. Það kemur mér líka viö. Mér hafa oröiö á ófyrirgef- anleg glöp. Aldrei heföi ég haldið aö neitt þvílíkt gæti átt sér staö í þessari paradís." Reiöin rennur á svipstundu af mæög- unum og sama Ijúfmennskan Ijómar af ásjónum þeirra og pilturinn haföi áöur átt aö venjast. Þær þakka vinsemd hans innilega og bjóöa honum drjúgan afslátt af bókatöskunni. En liösemd hans stoöar ekki. Konan í gistihúsinu segist hafa fengiö honum bréfið eins og hann hljóti að muna. Þegar hann biöur hana aö hringja upp á efstu hæö hússins, þar sem sú býr sem á alla þessa miklu húseign, fæst ekki annað svar en þetta: „Ég hef ekki séö neitt bréf til þessarar bannsettrar töskubúöar!" Meö þessi svör trítlar okkar maöur niöur stigann. SVONA LÍÐA þrír dagar óskaplegra, íslenskra heilabrota. Loftkastalar þok- ast jafnt og þétt í átt til jaröar. Heima fengin tungumálakunnátta lækkar í veröi eins og krónan okkar þegar óöappngisfelling geisar. Annars konar máh ísindi: hagkvæmt götumál, jafnvel kynferöismál fara aö gagntaka manninn aö noröan. Undir áhrifum þeirra arkar hann á fund skókaupmannsins í götunni til aö fá sér létta skó til aö stjákla á um strætin og rannsaka mannlífiö þar af eigin sjón og reynd. Framhald á bls. 13 SVISSLENDINGAR OG VIÐ Það er mörgum ráðgáta hve íslendingum, „þessari gáfuöu Þjóð“, gengur illa að skilja suma einfalda hluti. í 40 ár hefur staðið yfir linnulaus glíma um „skiptingu kökunnar“, eins og kjarabaráttan er gjarnan kölluð í seinni tíð, þannig að segja má að þetta sé orðin einskonar þjóðar- íþrótt. Þó er eins og þeir, sem ráða ferðinni í þessum leik, hafi ekkert lært og geti ekkert lært. í hvert skipti, sem sest hefur verið að samingaborði um kjaramálin, hafa legið fyrir trúverðugar skýrslur óvilhallra enbættismanna um þjóðartekjur og aukningar þjóðar- tekna undafarin ár, eða með öðrum orðum, um stærð „kökunnar“, sem skipta átti. Þessar upplýsingar hafa forustu- menn launþega ætíð látið, sem vind um eyru Þjóta, rótt eins og þetta kæmi málinu ekkert við. Afleiðingarnar hafa heldur aldrei látið á sér standa. Strax og samið hefur verið um svo sem 20—40% launahækkun, sem æfinlega er margföld sú hækkun, sem aukning þjóðartekna leyfði, rekur hvað annað, fyrst verðhækkun innlendrar framleiðslu og þjónustu, pá gengis- lækkun, þá verðhækkun erlendra vara o.s.frv. o.s.frv. Innan fárra vikna er svo komið að rauntekjur launafólks eru komnar ofan í þaó, sem skýrslur embættis- mannanna sögðu að laun gætu hækkaö, eða jafnvel lægra, vegna þess hve verðbólgan, sem svona launahækkunum óhjákvæmilega fylgja, verkar letjandi á allt hagkerf- ið. Það sem allt of mörgum virðist með öllu fyrirmunað að skilja er, að hór er ekki að verki illska eða úrræðaleysi stjórnvalda, heldur ofur einfalt lögmál, sem gjörsamlega tilgangslaust er að reyna að sniðganga. Það sem þjóðinni áskotn- ast á hverju ári, „þjóðartekjurnar", eru nefnilega ekki bara hugtak, sem hver og einn getur látið sem sér komi ekkert við, heldur gallharður veruleiki, samskonar veruleiki og tekjur heimilisföður, en, eins og margir hafa reynt, kemst enginn heimilisfaðir upp með það til lengd- ar, að skammta heimilinu ríflegri eyðslueyri heldur en raunverlegar tekjur hans leyfa. Hór er orsökin til þess að nú er svo komið að hillir undir sömu ótíðindin, sem gerðust í Þýzkalandi upp úr 1920, að vísu við allt aðrar kringum- stæður. Krónan okkar er að verða gjörsamlega verðlaus og ekkert útlit fyrir neina stöðvun á því, Hún gildir nú aðeins litlu meira en hundraðasta part af krónum frændpjóðanna og aðeins þúsundasta part pess, sem var, þegar sá er þetta ritar var- á miðjum aldri. Þá gat óg keypt tvo Chevroletbíla fyrir þá upphæð, sem nú kostar að fylla benzíntankinn á bílnum mínum einu sinni. Aðrar Vesturlandaþjóðir hafa staðið öðruvísi að þessum málum. Engi þjóð virðist þó kunna eins vel til verka í efnahagsmálum eins og Svesslendingar. Ég man þá tíð, þegar svissneski frankinn jafngilti 72 aurum. Nú kostar hann 200 kr. Eins og öllum er kunnugt eru íbúar Svisslands af þrem þjóöernum og par í landi eru töluð jafnmörg tungu- mál eða jafnvel einu betur. Þjóðin skiptist auk þess í tvo trúarflokka. í öörum löndum hefðu þessar óhag- stæðu aðstæður nægt til þess, að allt væri þar á tjá og tundri, eins og dæmin sanna. En það er eitthvaö annað en að svo sé í Sviss. Man nokkur eftir aö hafa heyrt fróttir frá þessu landj, um óróa eða átök af nokkru tagi? Ég minnist þess jafnvel ekki að yfirleitt sóu nokkurntíma sagðar fróttir frá Sviss. Það virðist fara saman við þennan algera skort á fréttnæmu efni, að það er eins og í Sviss fyrirfinnist engir frægir menn, hvorki á sviði athafna nó stjórnmála, engin „stór nöfn“, og það er því líkast að þar sé landlæg rótgróin skömm á hverskonar tilbeiðslu á fólki. í pessu andrúms- lofti virðast framagosar heldur ekki þrífast. Ýmsum kann að finnast að þetta gæti bent til að einhver deyfð só yfir þjóðlífinu og seinagangur í athöfn- um. En pað er eitthvað annað en að svo sé. Líklega er óvíöa rösklegar staðið að verki. Lítið er um auðæfi í jöröu í Sviss og aðstaða til nýtízku landbúnaðar í slakasta lagi. Akurland er t.d. aðeins fimmtungur þess, sem er í Danmörku. Þrátt fyrir þetta er afkoma fólks betri en í nokkru öðru landi, þjóðar- tekjur á mann hærri en í Banda- ríkjunum, Svíþjóð og Vestur-Þýzka- landi. Ein orsök þessarar einstæðu velmegunar er áreiðanlega að verk- föll eru óþekkt fyrirbæri í Sviss. Kjaramálin leysa þeir, eins og annað, ef eintómri skynsemi, enda hafa þeir aldrei komið sér upp neinum „Guðmundi J.“ Meðal annars fá „mjólkurkýrnar“ líka að lifa góðu lífi, eöa með öðrum orðum: í sviss eru atvinnurekendur ekki meðhöndlaðir eins og fjandmenn þjóöfélagsins, eins og stjórnvöld hér gera nú. Atvinnuleysi þekkist ekki í Sviss og verðbólga er sú minnsta á Vestur- löndum. (Þetta fer ekki sem bezt saman við fullyrðingar Lúðvíks Jósefssonar, að ekki sé hægt að draga eitthvað úr verðbólgunni hjá okkur, án þess til atvinnuleysiS komi.) Loks er svo svissneski frank'mn, að sjálfsögðu, traustasti gjaldmiöill heims. Trúlega ætti að vera hægt að læra sitthvað af pessu fólki. Væri nú ekki ráö að efna til dálítillar nefndar hagfróðra manna (þó ekki úr „málfundafélaginu við AusturvöH") og senda hana til svo sem hálfs árs námsdvalar í Sviss til þess að kynna sér hvernig þar er staðað að verki í efnahagsmálum og hvernig á hinni miklu velmegun Svisslendinga stendur. Ef hór er fyrst og fremst um þaó að ræöa, að í Sviss sé staðið að málum á faglegri og markvissari hátt, heldur en viö eigum að venjast, bæði um löggjöf og hverskonar framkvæmd, ætti þetta að geta orðið lærdómsrík dvöl og okkur gagnleg. Ef hinsvegar svo reynist, að vel- gengni Svisslendinga byggist umfram allt á ráðdeild og skynsemi þjóðarinnar, Þá er ekki gott í efni. Björn Steffensen.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.