Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1979, Blaðsíða 10
f Hvar eru nú birnurnar? Karldýrin og kvendýrin eiga erfitt með aö finna hvert annað á Þessum endalausu ísbreiðum. Karldýrin leggjast ekki í dvala, en kvendýrin fæða unga sína í lokuðum snjóhelium. Þær eru góðar mæður. Um voriö er svo lagt af stað í langa ferö, bangað sem selirnir halda sig. lönd höföu bannaö bjarnarveiðar og ásökuöu nú Bandaríkjamenn og Norð- menn, sem notuöu þyrlur og smáflugvélar við veiöarnar, fyrir þaö, að drepa þeirra bjarndýr. Nú er þó álitiö öruggt, aö ísinn reki en ekki birnirnir. Ottokar Skal, sem þekkir heimskautiö mjög vel, heldur því fram, aö birnirnir viti vel, hvar þeir séu, þrátt fyrir allar hreyfingar íssins. í dag er álitiö, aö bjarndýr haldi sig aöallega á fimm eftirtöldum stööum: Á Svalbaröa, Franz-Joseph-landi og á austur Grænlandi. Á svæöinu viö Hudson flóann. Á heimskautasvæöinu, sem tilheyrir Kanada. í noröur Kanada og í austurhluta Alaska í vesturhluta Alaska og í noröurhluta Rússlands. Vísindamenn eru nú aö kanna þær leiðir, sem birnurnar fara til hinna sameig- inlegu fæöingarstaöa. Birna nr. 1795 er notuö í þessum tilgangi. Hún gekk 85 kílómetra leiö yfir Behringshaf frá Alaska til Síberíu og fór aö meöaltali 12 kílómetra á dag. Allar hreyfingar birnunnar á þessari löngu leiö voru mældar og rannsakaöar. Hún lenti meira aö segja í fjörugu ástarævintýri, sem varö ekki án afleið- inga. Fylgst var meö birnunni frá NASA gerfitunglinu Nimbus 1 í gegnum Biotele- Eftir að vísinda- menn hafa svæft bjarndýrið er kom- iö fyrir einskonar háisbandi með senditæki, sem gerir kleift að fylgj- ast með ferðum dýrsins. metrie, en þaö er ný tækni, sem var fundin upp fyrir geimferöirnar. Þessi tækni felur þaö í sér, að hægt er aö fylgjast með öllu starfi líkamans meö því, aö festa sérstakt senditæki á viökom- anda. Tveir prófessorar vipna saman aö þessari tilraun; amerískur prófessor Don- ald Skoog, sem dvelur í Point Barrow í nyrstu héruðum Alaska og Rússi dr. Jewgeni Syrojechowski, sem vinnur aö rannsóknum í Síberíu. Síöustu fréttir herma, aö birnu nr. 1795 líöi vel, og aö hún sé stödd 60 mílur fyrir norðan strönd Síberíu. Birnan er meö senditæki um hálsinn og sendir þaö fjóröa hvern dag upplýsingar um líöan hennar. Þrátt fyrir alla þá tækni, sem NASA hefur yfir aö ráöa, var þetta erfitt verkefni. Líffræöingurinn Jack Lentfer, sem er einn af fremstu sérfræðingum í rannsóknum á bjarndýrum, varö oft aö fara meö þyril- vængju út í kuldann á ísnum, til aö fylgjast meö birnunni. Hann varð m.a. eitt sinn aö deyfa hana meö deyfiskoti, til aö geta flutt hana í sérstakar rannsóknarstofur, þar sem henni var haldiö í þrjár vikur. Þegar öllum þessum tilraunum er lokiö og birnan er komin á leiðarenda munu Rússar taka viö henni til frekari athugun- ar. Þá loksins losnar hún viö hálsbandiö, sem veröur oröiö 50.000 dollara viröi, rannsóknarkostnaöur innifalinn. Þessi sameiginlegu rannsóknarstörf stórveldanna gefa gott fordæmi. Ef til vill tekst þeim aö varna því, aö hvítabjörninn deyi út. Hún er fögur kona og heillandi, auk þess er hún dugleg og vel gefin. Þaö er eins og geisli af henni einhverjum innri krafti. Ekki gengst hún upp viö þaö aö vera „the first lady“ Egyptalands, sem kona egypska forsetans. Hún er alltaf jafn eölileg og blátt áfram og ávinnur sér þannig viröingu gagnrýnenda. Jehan el Sadat er hjartahlý kona, opin fyrir nýjungum og full áhuga og lífsgleöi, hún hefur sjálfsöryggi, án þess aö vera hrokafull og virkar róleg og yfirveguö. Ekki virðist þessi kona vera í tímaþröng, þótt hún hafi átjan stunda vinnudag, og þó er einhver órói, sem einkennir hana. Ekkert er líklegra, en aö þessi athafnaþrá Jehan hafi haft áhrif í hjónabandi þeirra Anwar el Sadat, og þannig óbeint áhrif í stjórnmálum Egyptalands. Hver er þessi kona, sem á helstu mótstööumenn sína meöal Ulma, „vitringa Islarn", sem vilja halda göml- um siövenjum og fordæma allt jafnræði kvenna. Þeir vitna ennþá í fjóröu súru kóransins, hinnar heilögu bókar Múhameöstrúarmanna, þar sem stend- ur aö þaö eigi aö taka karlmenn fram yfir konur, því jafnvel Allah gaf karl- manninum meiri vitsmuni en konunni. Jehan fæddist 2. júní 1933 í Kairo. Faðir hennar, Sawat Raouf, var ráöu- neytisstjóri í Heilbrigðismálaráöuneyt- inu, og kom frá smábænum, Ben Suef, um 124 kílómetrum suöur af Kairo. Móöir Jehan er ensk. Hún býr hjá Sadat-hjónunum í húsi þeirra viö Níl. Ef til vill hefur sú staöreynd, aö móöir Jehan var útlendingur, valdið því, aö sjóndeildarhringur Jehan víkkaði snemma. Jafnvel þótt foreldrar Jehan hafi lítinn áhuga haft á stjórnmálum, fékk hún mikinn áhuga á því, sem gerðist á opinberum vettvangi og þroskaöi þaö hjá henni sterka þjóöern- iskennd. Hún.hlustaöi spennt á sögur frænku sinnar, sem gift var liösforingja í flughernum, en hún vissi mikiö um hina leynilegu uppreisnarmenn, og átti raun- ar einn þeirra, Anwar el Sadat, eftir að hafa mikil áhrif í lífi Jehan. Jehan var ekki nema 16 ára þegar hún í maí 1949 giftist major Sadat, sem var 15 árum eldri og ráöahagurinn þar aö auki gegn vilja foreldra hennar. Majorinn var, ásamt Gamal Abdel Nasser, einn af félögum úr hópnum „frjálsir liösforingjar“, sem steypti Faruk konungi af stóli 23. júlí 1952 og stofnaöi lýðveldi í Egyptalandi. Þrátt fyrir þaö, aö Jehan hafi eytt^ fyrstu árum hjónabandsins í hópi upp- reisnarmanna er hún mjög kvenleg í sér og þráir fyrst og fremst aö lifa venjulegu og hamingjusömu hjónabandslífi. Svona ung aö árum varð hún fyrst aö læra aö lifa viö hinar óvenjulegustu aöstæöur, og þaö tókst henni. Augljós samheldni ríkir í hjónabandi Jehan og Anwar el Sadat. Þessi gagnkvæmi skilningur endurspeglast einnig í fari Jehan; hún er viðmótshlý, og er jafn- framt fær um aö sýna þann kraft og þá hjartahlýju, sem nauösynleg er til aö sinna málum veikra og fátækra og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.