Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 2
Rektor Kaupmanna- hafnarháskóla brýzt ásamt fylgdarliði austur að Geysi — Myndasaga. Skinhöj reynir þann gráa viö Fákahesthús- in: Æ, líklega er illskárra aö reyna aö komast petta á bíl Reynt aö koma blikkbeljunni aftur- ábak uppúr hvarfi í Grímsnesinu. Guölaugur Þorvalds- son og Erik Sönder- holm ýta, en Skinhöj (í brúnum jakka) leggur til atlögu. Formúlan er frá Kína: Bara nógu marga í verkiö, pá hefst paö. Ólafur Ketlisson kem- ur parna aö og hlýtur aö hafa líkaö vel aö sjá pessa hvítflibbamenn vinna, — minnugur pess pegar hann rak Jónas frá Hriflu páver- andi ráöherra, til pess aö bera gærupoka yfir samskonar hvarf á svipuöum slóöum. Æ, pessir íslenzku vegir, — óg er farinn heim. 1907 - HEI - 1979 fUR EITTI BRE í I I 1VAÐ :YST ) 1 Oft er brosaö aö þeirri sýnilegu vanþróun, sem birtist á myndum frá aldamótunum síöustu og árunum þar á éftir. Eftir konungskomuna til íslands 1907, var útgefin vönduð bók á dönsku íslandsferðin, þrýdd fjölda Ijósmynda, sem gefa ekki hætishót eftir svarthvítum myndum, og á vorum dögum væru prentaöar á samskonar pappír. Feröin austur aö Geysi og Gullfossi haföi veriö vel undirbúin og öruggir góöhestar valdir undir hátignirnar, sem höföu allskonar fína titla Konferensráö, etatsráö, konsejlpresident, kammerherra, og svo voru þar að sjálfsögöu ráöherrar. Á myndunum sjáum við þessa fínu herra á hestbaki og er yfirleitt hvorttveggja, að hestarnir eru framlágir og knaparnir sitja þá meö litlum glæsibrag. Kamarinn handa kóngi og öörum hátignum varö aö flytja á hestvagni. A leiðinni um Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss, um Hreppa og Skeið, aö Þjórsárbrú og suöur var ekki eitt einasta hótel. Ekkr heldur eitt einasta veitinga- hús. Ekki vegur aö ööru leyti en því, aö árið áöur og um voriö haföi veriö rudd braut fyrir hestvagna og síöar var kölluö Konungsvegurinn. Konungur gat því kosiö um aö hristast og skakast á hestvagni, eöa sitja á hesti, — og aö sjálfsögöu kaus hann hestinn. Kotungsbragur og auömýkt gagnvart yfirvaldinu einkennir fólkiö, sem sést á þessum myndum og safnaöist saman til þess að líta dýröina. Þó er greinilegt, aö miklu meiri reisn er þar yfir konum; karlarnir standa aftur á móti eins og illa geröir hlutir meö hendur í vösum og heimóttarlegir. Síöan eru liöin 72 ár, — og hvað hefur breyzt? Á leiðinni sem konungsfylgdin fór 1907 er hægt að fá inni yfir blásumariö á Þingvöllum, Laugarvatni, viö Geysi og á Flúðum. Á Selfossi eru tvö hótel í símaskránni og þaö þriöja í Hverageröi. Verulega fallegt og frambærilegt veitingahús er ekki til á þessari fjölförnustu feröamannaleiö landsins, en Eden í Hveragerði kemst þó næst því aö vera í áttina. Friðrik konungur 8. mundi á því herrans ári 1979 fara þessa leið í bíl og ekki þyrfti aö hafa aftanívagn meö kamri. Munurinn á farartækjunum er aö sjálfsögöu gífurlegur, — en munurinn á vegun- um er hinsvegar sorglega lítill. Meö öörum orðum: Vegur í nútíma skilningi hefur enn ekk' veriö lagöur á þessari leiö, nema úr Fteykjavík austur aö Þjórsá. En þaö er annar sýnilegur munur: ísiendingar standa ekki lengur heimótt- arlegir og hoknir í hnjáliöunum einhversstaöar álengdar, þegar gesti ber aö garöi, — hvort sem þeir eru meira eöa minna tignir. Þeir líta á erlenda menn sem jafningja; koma fram viö þá sem frjálsbornir menn og kannski er þetta veigamesta breytingin frá 1907. Vanþróunin er þó enn viö lýði á sumum sviðum og tekur á sig hálf grátbroslegar myndir. Framar öllu ööru á þaö viö um vegina og kemur berlega í Ijós af nokkrum myndum frá í vor, sem eru merkilegar aö því leyti, aö þar er enn um aö ræöa móttöku og ferðalag austur aö Geysi og Gullfossi meö danska heiðurs- gesti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.