Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 3
Jón úr Vör 1 Konferensráð og kammer- herrar á leiöinni til Geysis 1907. Eins og fram hefur komiö í fréttum, á Kaupmannahafnar- háskóli 500 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni var rektor skólans, dr. med. Erik Skinhöj á ferðinni hér en Ellerhöj söguprófessor var einnig gestur hér af sama tilefni og flutti hann erindi í Norræna húsinu um upphaf þess skóla, sem var háskóli íslands í margar aldir. Meö þessa dáindismenn fóru framámenn Háskóla íslands austur á Þingvelli, en einnig til Geysis og Gullfoss. Það var síðla aprílmánaöar á höröu vori, — og þó áður en maífrostin byrjuðu og allt fraus saman á nýjan leik. Um þetta leyti voru „fastir liðir eins og venjulega" hvað vegina áhrærði; reynt aö paufast áfram á drossíum yfir hvörfin, — elleg- ar yfir malarbyngina, sem sturt- aö er í hvörfin og ékki hirt um að moka úr. Svo kom þar austur í Grímsnesinu góða aö ekki voru aörir kostir fyrir hendi en leggja í foraðið — og með þeim afleið- ingum að drossían lá á kviðnum og hefðu farartæki Friðriks 8. hér um árið ekki látið þann farartálma aftra sér. Nú urðu allir aö fara út í svaðiö aö ýta. Rektorinn Ijómaði af gleöi, þegar hann óö út í aurinn, því þetta var svo ævin- týralegt. Hann ýtti af öllum kröftum og ekki lágu þeir heldur á liöi sínu Guölaugur Þorvalds- son fráfarandi háskólarektor, Guðmundur Magnússon núver- andi rektor, Þórir Kr. Þórðarson, Gunnar Guömundsson læknir, Sönderholm í Norræna húsinu og Ellerhöj prófessor. Einn mað- ur tók þó ekki þátt í þessu björgunarstarfi. Það var Guð- laugur Tryggvi Karlsson, sem gætti einskis annars en ná sem . flestum heimildamyndum. Allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó eins og þar stendur. Guö- laugur Tryggvi er hestamaður og kom danska rektornum uppá hross samkvæmt eindreginni ósk. Hrossiö ku vera ættað frá Finnboga í Heklu^ en eftir útliti þess að dæma he'fur Guðlaugur Tryggvi verið orðinn eitthvað tæpur með hey undir vorið. G. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og athafnamaður málar WC á kamarinn, sem íslenzka ríkið lét reisa á pingvöllum. Að neðan: Ungir sem gamlir stóðu með hendur í vösum aö. horfa á kónginn ríða yfir Ölfusárbrúna 1907. Aö neðan: Blöðin ræddu um, að menn hefðu verið heimóttar- legir og með hendur í vösum. Hér bíða Flóamenn eftir kónginum við Ölfusárbrú. VÍSUR LÍF j / rauninni var líf mitt ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyröi nema ég, dagar mínir, stuttir og langdregnir, vísur sem rímuöu ekki. SPURT OG SVARAD Ekki þarf aö gylla gull, gullið þaö er nógu bjart. Alltafverður bullið bull þótt búið sé í rímað skart. 2. Þörf mína að tala þaggar ei ótti né hel. En þegar ég er dauöur • skal ég þegja lengi og vel. Oskar Magnússon frá Tungunesi FERDAMENN Nú kveðja ferðalangar bleika björk, sem bauð þeim hvíld viö ungu brjóstin sín. Vor hestaskál er gullið gleöivín ígrænni vin í lífsins eyðimörk. Þótt naum sé stund vér grípum gleðihnoss er gægist morgunh inn um skýjarof því ferðamalinn þyngja ekki um of þær ölmusur, sem lífið réttir oss. Vér tæmurh full er dagsins dýra vín í dropum rauöum fyllir næturskál, því stundargleðin gestsins arinbál — er gjall og aska er morgunstjarnan skín. í austri rofnar myrkur næturmúr og mánasigðin vesturhimin sker, en skál er tæmd og bikar brotinn er, — þeim bikar enginn framar sýpur úr. Hver gjörð er spennt og tekið þétt í taum, en tregi slítur gömul brjóst og ung, þvíaldrei fæðist þögn svo djúp og þung sem þögnin eftir dáinn veisluglaum. Aö baki hrapar stjarna í stjörnumar — sem steypist glötuð sál í myrkraál — Vér héfjum förþvíút er brunnið bál og blessum það sem einu sinni var. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.