Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Síða 3
 Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og athafnamaður málar WC á kamarinn, sem íslenzka ríkið lét reisa á þingvöllum. Konferensráð og kammer- herrar á leiðinni til Geysis 1907. Að neðan: Ungir sem gamlir stóðu með hendur í vösum að horfa á kónginn ríða yfir Ölfusárbrúna 1907. Eins og fram hefur komið í fréttum, á Kaupmannahafnar- háskóli 500 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni var rektor skólans, dr. med. Erik Skinhöj á feröinni hér en Ellerhöj söguprófessor var einnig gestur hér af sama tilefni og flutti hann erindi í Norræna húsinu um upphaf þess skóla, sem var háskóli íslands í margar aldir. Meö þessa dáindismenn fóru framámenn Háskóla íslands austur á Þingvelli, en einnig til Geysis og Gullfoss. Það var síöla aprílmánaðar á höröu vori, — og þó áöur en maífrostin byrjuöu og allt fraus saman á nýjan leik. Um þetta leyti voru „fastir liöir eins og venjulega" hvað vegina áhræröi; reynt aö paufast áfram á drossíum yfir hvörfin, — elleg- ar yfir malarbyngina, sem sturt- aö er í hvörfin og ekki hirt um aö moka úr. Svo kom þar austur í Grímsnesinu góða aö ekki voru aörir kostir fyrir hendi en leggja í foraöiö — og meö þeim afleiö- ingum að drossían lá á kviönum og heföu farartæki Friöriks 8. hér um áriö ekki látið þann farartálma aftra sér. Nú uröu allir aö fara út í svaöiö aö ýta. Rektorinn Ijómaði af gleöi, þegar hann óð út í aurinn, því þetta var svo ævin- týralegt. Hann ýtti af öllum kröftum og ekki lágu þeir heldur á liði sínu Guölaugur Þorvalds- son fráfarandi háskólarektor, Guömundur Magnússon núver- andi rektor, Þórir Kr. Þórðarson, Gunnar Guðmundsson læknir, Sönderholm í Norræna húsinu og Ellerhöj prófessor. Einn maö- ur tók þó ekki þátt í þessu björgunarstarfi. Þaö var Guö- laugur Tryggvi Karlsson, sem gætti einskis annars en ná sem . flestum heimildamyndum. Allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó eins og þar stendur. Guö- laugur Tryggvi er hestamaöur og kom danska rektornum uppá hross samkvæmt eindreginni ósk. Hrossiö ku vera ættaö frá Finnboga í Heklu^ en eftir útliti þess aö dæma hefur Guölaugur Tryggvi verið oröinn eitthvaö tæpur meö hey undir voriö. G. Að neöan: Blööin ræddu um, að menn hefðu verið heimóttar- legir og með hendur í vösum. Hér bíöa Flóamenn eftir kónginum viö Ölfusárbrú. i. Jón úr Vör VÍS UR LÍF í rauninni var líf mitt ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyröi nema ég, dagar mínir, stuttir og langdregnir, vísur sem rímuöu ekki. SPURT OG SVARAÐ 1. Ekki þarf aö gylla gull, gulliö þaö er nógu bjart. Alltaf veröur bulliö bull þótt búiö sé í rímaö skart. 2. Þörf mína aö tala þaggar ei ótti né hel. En þegar ég er dauöur skal ég þegja lengi og vel. jfi j / Oskar Magnússon frd Tungunesi FERÐAMENN Nú kveöja feröalangar bleika björk, sem bauö þeim hvíld viö ungu brjóstin sín. Vor hestaskál er gulliö gleöivín í grænni vin í lífsins eyöimörk. Þótt naum sé stund vér grípum gleöihnoss er gægist morgunn inn um skýjarof því feröamalinn þyngja ekki um of þær ölmusur, sem lífiö réttir oss. Vér tæmum full er dagsins dýra vín í dropum rauðum fyllir næturskál, því stundargleðin gestsins arinbál — er gjall og aska er morgunstjarnan skín. ( / austri rofnar myrkur næturmúr og mánasigöin vesturhimin sker, en skál er tæmd og bikar brotinn er, — þeim bikar enginn framar sýpur úr. Hver gjörö er spennt og tekið þétt í taum, en tregi slítur gömul brjóst og ung, því aldrei fæöist þögn svo djúp og þung sem þögnin eftir dáinn veisluglaum. Að baki hraþar stjarna í stjörnumar — sem steypist glötuö sál í myrkraál — Vér hefjum för því út er brunnið bál og blessum þaö sem einu sinni var. ZZ)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.