Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 10
DOMAR Björn Egilsson frá Sveinsstöðum BÆKUR Hér á landi hefur það lengi veriö siður að skrifa dóma um bækur, sem prentaöar hafa veriö á hverjum tíma. Þessir dómar, sem skrifaðir hafa veríð í blöð og tímarit eru æöi misjafnir, eftir því hverjir hafa skrifað. Sumir eru sanngjarnir og mildir í dómum, en aðrir dæma bækur ofan fyrir allar hellur meö miklu orðbragöi. Ung skáld og rithöf- undar hafa oft fengið aö kenna á hörðum dómum um byrjendaverk sín, þegar þeir þurfa á vinsamlegum leiö- beiningum að halda. Hversvegna er verið að troða niöur hneigð til skáld- skapar hjá ungu fóllki, sem er af guöi gefin? Þeir sem skrifa dóma um bækur nú eru fjöldamargir, heil stétt, sem er einn þráður í því, sem kallaö er kerfi. Þessi stétt mun innan tíðar veröa prýstihóp- ur eins og þegar lægð myndast yfir Reykjanesi. Þessi samtök gætu oröið aö gagni, ekki aðeins varöandi launa- kröfur, heldur gætu þau sett reglur um, hversu mikinn ótuktarskap, mætti brúka í dómum um bækur A fyrsta og öðrum tug þessarar aldar voru fá blöö og tímarit gefin út. Áriö 1907 byrjuöu Nýjar-Kvöldvökur aö koma út á Akureyri, mánaðarrit fyrir sögur kvæöi bókmenntir og fleira. í Kvöldvökunum birtust margir ritdómar um bækur. Flesta þeirra skrifaöi merk- isklerkurinn séra Jónas á Hrafnagili. Hann skrifaöi meö mikilli virðingu um bækur skáldbræðra sinna, Einars Kvarans og Jóns Trausta, en fann þó aö sumu einkum hjá Jóni Trausta. Klerkur þessi skrifaöi líka um Ijóöa- bækur eftir ýmsa höfunda sem honum þótti ekkí mikill skáldskapur. Ekki ráölagöi hann þessum mönnum að hætta Ijóöagerð, en áminnti þá í föðurlegum tón, að vanda sig og gera betur. Þegar öldin var hálf, hafði bókadóm- urum fjölgað mikið og er síðan hefur þeim enn fjölgaö og eru misgóöir eins og áöur er bent á. Kristján frá Djúpalæk og Andrés Kristjánsson eru sanngjarnir og mildir í dómum, en það verður ekki sagt um alla. Ólafur Jónsson skrifaöi í Alþýðubl- aöiö slæma dóma um bækur, en sú áþján hefur nú liöiö hja' Alþýöublaöiö hefur minnkað og Ólafur farinn eitt- hvað annað. Erlendur Jónsson þótti mér slæmur áður fyrr, en hann hefúr mikiö batnaö og „batnandi manni er bezt aö lifa". Ljótasti ritdómur, sem ég hef lesiö er eftir Guðmund G. Hagalín um Sæluviku eftir Indriða G. Þorsteinsson, sem kom út 1951. Sæluvika er fyrsta bók Indriða, smásögur. Hagalín líkir höfundinum viö svín, sem veltir sér upp úr skólpræsi. Aö vísu er sagan Selkolla Ijót. Hún er saga af draug, aö öörum þræöi, en einhver var að velta því fyrir sér, hvort þaö væri ekki bezta sagan í bókinni. í Sæluviku er líka verölauna- sagan Blástör, sem mér finnst vera meö beztu sögum Indriöa og mætti Hagalín vel viö una aö hafa skrifaö þá sögu. Svo liöu fjögur ár og þá kom næsta bók Indriða „Sjötíu og níu af stöðinni". Um þá bók skrifaði Hagalín mikið lof. Þá hugsaöi ég: Hvernig getur maöurinn skrifað svo mikið lof á eftir hinum fyrri ritdómi um bók eftir sama höfund. Guðmundur Hagalín var snöggur í geði á fyrri tíð. Ég held að hann hafi verið reiöur þegar hann skrifaöi ritdóminn Ijóta. Menn mega ekki skrifa dóma í þungu skapi. Ekki þarf að kynna Helga Sæmundsson. Hann er alinn upp á brimströnd fyrir austan fjall. Þar rís brimaidan stundum hátt og hefur sett svip sinn á sálarfley Helga, því hann er stórkostlegur i frásögnum. Skagfirzk Ijóð komu út árið 1957. í þessari bók eru kvæði og stökur eftir 68 höfunda. Helgi Sæmundsson skrif- aði dóm um bókina, sem er stórkost- legur og ætla ég að rifja upp nokkur atriöi úr honum „Feðginin Emma Fr. Hansen og Friðrik Hansen eru mér hinsvegar aufúsugestir, og sama er aö segja um Helga Konráðsson og Pétur Hannes- son. Þau yrkja öll af hjartans þörf og gera lesandanum kynningarstundina bærilega. Vísurnar í bókinni valda sárustu vonbrigðum, ef stökur þriggja manna eru undanskildar. Þar á ég viö Harald Hjálmarsson, ísleif Gíslason og Stefán Stefánsson. Þeir hljóta, aö dæmast í hópi slyngra hagyröinga, þótt mistækir séu. Ennfremur kemur staka eftir Guðlaugu Guönadóttur og önnur eftir Sigurð J. Gíslason skapgóðum lesanda eftirminnilega á óvart. Þetta mun samt lítil uppskera af jafn stórum akri. Raunar má vel vera aö systkinin Hallgrímur Jónasson og Ólína Jónas- dóttir njóti gamallar frægöar hjá sum- um, en vísur þeirra í bókinni sæta litlum tíöindum. Skagfirdirtgar hafa talið íslendingum trú um einstaka hagmælsku fólksins Þar norður frá. Við hvað er þá átt? Kannski eru hagyröingarnir í Skagafirði fljótír aö kasta fram stökum — talandi skáld? En góðu vísurnar þeirra hafa lent utan viö þessa bók". Meistari Helgi nefnir nöfn ellefu höfunda í Skagfirzkum Ijóðum og eru sumir þeirra mistækir eða sæta litlum tíðindum. Ljóð 57 höfunda eru ekki umtalsverö og gagnslaus, aö því er virðist. Svo er þessi dæmalausa staö- hæfing að Skagfirðingar hafi taliö íslendingum trú um. — Voru það allir Skagfiröingar, eða hverjir þá, sem gáfu íslendingum trúna? Ekki veit ég hvort Helgi Sæmunds- son er „endurskoðunarsinni", en ætla má að hann hafi komist til nokkurs þroska síðan hann var ritstjóri Alþýðu- blaðsins fyrir tuttugu árum og þess-. vegna gæti hann endurskoðað dóminn um Skagfirzk Ijóð. Geri Helgi það vil ég ráöleggja honum aö lesa aftur, Ijóö eftir Albert Sölvason sjómann og smið á Sauðárkróki og Andrés Björnsson útvarpsstjóra. Á Ijóðagerö þessara höfunda eru enginn vettlingatök. Þegar Helgi Sæmundsson er búinn aö endurskoða og milda dóminn um Skagfirzk Ijóð kemst hann í samræmi viö umhverfi sitt á fyrri tíð. Þá hefur brimaldan falliö á fjörusand. Seint á árinu 1978 kom út bók eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöð- um „Þar sem bændurnir brugga ífriöi". Þar segir frá því þegar áfengi var bruggaö í sveitum, selt og drukkiö og leitun lögreglumanna aö bruggi. Þessi bók er skáldsaga fræöandi um þetta tímabil. Ég sem þetta rita er kominn þaö til aldurs, aö ég man vel bruggöld- ina, sem var frá 1930 og fram undir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.