Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 12
jaf R HUGSAÐ FYRIR ARATUGNUM Búizt er við gagngerum breytingum á amerískum bílum á næstu árum samkvæmt fyrirmælum frá yfirvöldum þar í landi. Hjá Chrysler hefur orðio sú breyting á, að í æðstu stjórn þessa risafyrirtækis er komin Lee laocca, sem áður var forstjóri hjá Ford. Nú er taliö að laocca vilji gera eitthvað „stórt" hjá Chrysler, sem felst í aö gera eitthvað „smátt". Fyrst veröur raðist á gerðirnar Cordoba, Magnum, Le Baron og Diplomat og koma pær í smækkaðri mynd 1980 meö 6 eöa litlum 8 strokka vélum. 1982 mun Chrysler koma meö stærstu geröirnar endurhannaöar, Þar á meöal New Yorker og Newport. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir hefur ekki fundizt betri lausn á bílstýri en stýrishjólið, sem búiö er að vera lengi á meðal vor, eöa næstum frá pví bílar voru fyrst upp fundnir. Hinsvegar er sífellt verið aö breyta niöur- röðum á stjórntækjum og mælaboröi. Meö nútíma tölvutækni hefur færzt í vöxt, að mælar eöa vísar hverfi, en bess í stað birtast upplýstar tölur á dökkum fleti. Þannig er Það til dæmis í mælaborðinu að ofan til hægri og tilheyrir Aston Martin Lagonda. Stýrishjólið er aðeins tengt stýrislegunum á einum stað líkt og lengi hefur átt sér stað hjá Citroen. Aö ofan til vinstri er framúrstefnustýrishjól úr Bertone Sibilo. Yzta borö hringsins snýst — paö er stýrið. En í miðjunni er komiö fyrir viðvörunarljósum og upplýstar tölur sam- kvæmt tölvuupplýsingum eru parna í staö venjulegra mæla. Neðst: Stýri og mæla- borö úr Lancia Megagamma, Þar sem Ijós og tölur veita allar upplýsingar um hraöa, eyöslu og km eldsneyti, sem eftir er í tanknum o.fl. Hjá Mitsubishi í Japan er framleiddur smábíllinn Colt — jafn stór og Fiat 128 til dæmis. Hann er í stórum dráttum sam- kvæmt hinni vinsælu formúlu, sem nú er að verða alls ráðandi í smærri bílum: Framhjóladrif, pverstærö vél, lúga í afturenda og aftursæti, sem hægt er aö leggja niöur. Uppá síðkastið hafa sumir japanskar gerðir komiö meö 5 gíra kassa, sem er hagkvæmt í þá veru, að Þaö sparar bensín, einkum í lengri akstri. Colt er aftur á móti meö 8 skiptingar, eöa öllu heldur: Hástig og lágstig á hverjum gír. Og til Þess að skipta milli stiga, er sérstök gírstöng við hliöina á aöalstöng- inni. Þetta mun gert meö tilliti til orku- sparnaðar. Vill ekki einhver bíll fyrir 120 milljónir ísl. króna? Ótrúlegt er en satt aungvu aö síður, aö hægt skuli að selja oinn bíl á slíku verði. Þessi dýrseldi gripur heitir Spark Turbo, er bandarískur og aö segja má eftirlíking á ýmsum frægum gerðum, sem fram komu fyrr á öldinni. Aflgjafinn er 8 strokka Cadillacvél með forbjöppu: allt sem venjulega er krómað, er hér gullclogíó en sími og bar er meðal pess, sem á að gera gripinn útgengilegan. Yfir framsætinu er blæjuÞak. I ráði er að 50 slíkir bílar verði framleiddir næstu 6 árin. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.