Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 13
Honda Pidude Ný gerð fró Honda heitir Prelude og er eins og hinar gerdirnar með hverstæðri fjögurra strokka vól og framhjóladrifi. Honda Accord er framúrskarandi vel teiknaöur bíll, en hér sýnist öllu fremur reynt aö vekja upp minningar um sportbíla eins og peir voru fyrir nokkrum árum: Tveggja dyra, búnir leðursætum sé bess óskað og reynt að láta eigandann halda, að tækið sé eitthvað „persónulegt“. Bíllinn á aö seljast á sama verði í Bandaríkjunum og Honda Accord og stæröin er svipuð, en pessi rúmar ekki eins mikinn farangur. Gluggaflöturinn pykir í pað lægsta uppá útsýni aö gera, en mælaboröið er frábærlega vel útfært eins og í Accord. Vólin er 90 hestafla og 5 gíra kassi. Meöal nýunga telst pað, að hraðamælir og snúingshraðamælir eru á sama öxli. Þetta er nánast bíll fyrir tvo: aöeins smábörn geta verið í aftursætinu. Mercedes Benz er meöal peirra, sem koma til móts við orkukreppuna meö smærri og léttbyggðari gerðum. Enda pótt ekki verði annað séö, en pessi Benz sé stór og mikili, er sú ekki raunin. Hann hefur reyndar ekki sést í umferö ennpá, en í Stuttgart er unniö aö smíði hans. Hann veröur búinn 75—115 hestafla bensínvél og verður spameytinn. Þrátt fyrir paö á ekki aö fara á milli mála, aö hér er Mercedes Benz á ferðinni. Búist er við Þessari gerð á markað 1982. Bandaríska bílablaðið Motor Trend velur á ári hverju bíl ársins meðal amerískra bíla og einnig meðal peirra innfluttu. Átta sérfræöingar á vegum blaðsins taka Þá bíla, sem koma til greina, í gagngera prófun og meöai Þeirra innfluttu varð niöurstaðan sú, aö japanski sportbíllinn Datsun 280ZX var kjörinn bíll ársins. Næstir komu BMW 7331, Fiat Strada og Porsche 928, — allt mjög ólíkir bílar og misdýrir. Datsun 280ZX er meö klassísku sportbílalagi og framúrskarandi aö búnaði og frágangi. Vélin er 6 strokka, 5 Iftra og búinn er hann 5 gíra beinskiptingu, en sjálfskipting fáanleg. Dómnefndin var sammála um, að Þessi bíll væri ótrúlega gallalaus. Eftir 1980 kemur Rolls Royce í nýjum búningi, sem fljótt á litiö viröist æði líkur Mercedes Benz, — aö leyti en því, aö hinn klassíski Rolls-vatnskassi veröur áfram á sínum stað. Vólin veröur Rolls-V-8, sem notuö hefur veriö frá 1961, General Motors leggur til sjálfskiptinguna og hugsanlegt er aö notað verði loft- og vökvafjöörunarkerfið úr Citroen, sem gerir mögulegt aö hækka bílinn eöa lækka. Meðal nýrra japanskra bíla, sem vakið hafa athygli er Toyota Celica Supra, — ný gerö af Celica og einkennist af Því ööru fremur, aö bíllinn hefur verið lengdur. Þaö er töluverður elegans oröinn yfir pessum bíl, eitthvað sem minnir jafnvel á Jaguar. Vélin er sú sama og í Cressida, 110 hestöfl, en auk pess að Supra búinn allskonar lúxus svo sem aflstýri, en verðiö liggur ekki fyrir. DATSUN 280ZX Saab er að sækja sig og kynnir og auglýsir (heimspressunni pann nýja Saab 900 TURBO af feiknar krafti. Á sama tíma og flestir bílar minnka, stækkar Saab og pessi er heilu feti lengri en Saab 99, sem allir pekkja. Auk pess er ýmsar breytingar: Nýr undirvagn, ný miðstöö, meira rými að innan, stærri framrúða, nýtt mælaborð og nýtt útlit á fram- og afturenda. Allt á paö að standa til bóta. Saab 900 Turbo er með forpjöppu, sem er aðal trompiö. Eins og aðrar gerðir frá Saab, er hann með framhjóladrifi og ýmist tveggja eða fjögurra dyra — einnig með stóra lúgu á afturenda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.