Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Page 2
I
kjarkmikil leikkona með
JANE Fonda var við kvikmyndatöku úti
á víðavangi Þegar við hittum á hana.
Þetta var uppi á hæð í Utah; pað var
snjór yfir öllu, alskýjað og næðingur og
pað var í pann veginn að fara aö snjóa
aftur. Þetta var á milli atriða og Fonda
hímdi Þarna og skalf af kulda. „Eg er að
drepast úr kulda,“ sagöi hún. „Kvik-
myndaleikur er nú ekki alltaf neitt
sældarlíf.“
Okkur fannst Þó ekki sérleg ástæða
til að vorkenna henni. Peningar geta,
eins og alkunna er, bætt mönnum
ótrúlegustu ópægindi. Jane Fonda er
ein vinsælust leikkona í Hollywood um
Þessar mundir. Tekjur hennar nema svo
sem einni milljón dollara á ári, og
tilhugsunin um Það ætti aö ylja henni
nægilega, jafnvel í köldustu útisenum.
Myndin sem hún var aö leika í heitir
The Electric Horseman, og er fimmta
myndin hennar á tveimur árum. Þetta er
nokkurs konar rómantísk gamanmynd.
Fonda leikur á móti Robert Redford en
hann leikur kúrekastjörnu sem komin
er af blómaskeiði sínu og framfleytir sér
með pví aö auglýsa morgunmat.
Hann veröur allt í einu hundleiður á
lífinu, stelur stóðhesti, frægum stólpa-
og verölaunagrip, og Þeysir á fjöll upp
en Fonda, sem leikur sjónvarpsfrétta-
mann, veitir honum eftirför. Geta menn
rétt ímyndað sér hvernig pað fer.
Sögupráðurinn er sem sé ekki ýkja
merkilegur, en framleiöendur myndar-
innar treysta Því aö Redford og Fonda
dragi fólk aö eins og vanalega.
Kölluð landráöamaður
Fonda hefur unniö mjög stíft upp á
síökastiö og er þaö, aö sögn, einkum
vegna þess aö eiginmaöur hennar þarf
mjög á fé aö halda; hann heitir Tom
Hayden og er stjórnmálamaöur, er að
ryöja sér braut og mun ætla langt. Fonda
kvað hann ætla aö bjóöa sig fram til
embættis 1982 en tiltók ekki embættið.
En svo vill til aö 1983 fer fram kjör til
©
ríkisstjóraembættis í Kaiiforníu. Núver-
andi ríkisstjóri S.l. Hayakawa og Hayden
eru gamlir andstæðingar frá því þeir
kepptu um sæti í öldungadeildinni 1976,
og reyndar lengur því Hayakawa var
rektor Ríkisháskólans í San Francisco
þegar Hayden var þar viö nám og
stofnaði svonefnd Samtök stúdenta um
lýðræðisþjóðfélag.
Fonda sjálf er ekki lengur jafnvirk í
stjórnmálum og hún var. Hún lætur sér
mikið til nægja nú orðið aö kosta
kosningabaráttu eiginmannsins. Hún
segist þó enn vera umbótasinnuð í
þjóöfélagsmálum. „Og þaö má segja,“
segir hún, „að ég taki nokkurn þátt í
stjórnmálum meö því aö leika stööugt í
kvikmyndum. Þaö er útbreidd skoöun hér
í landi aö kvikmyndaleikurum sé hættu-
legt aö taka virkan þátt í stjórnmálum,
einkum aö vísu ef þeir eru umbótasinnaö-
ir. Þeir verði útilokaöir. En mér hefur ekki
reynzt þetta svona. Það er kannski af því
að mér kom aldrei til hugar í alvöru aö ég
þyrfti aö gjalda stjórnmálaþátttöku minn-
ar og hélt áfram eins og ekkert heföi í
skorizt."
Meöan stóö á Víetnamstríðinu haföi
Fonda sig mjög í frammi og rak áróöur
fyrir málstaö Norður-Víetnams. Hún geröi
sér jafnvel ferö til Noröur-Víetnams til aö
lýsa samstööu sinni meö kommúnistum,
og má nærri geta hvernig þetta mæltist
fyrir í Bandaríkjunum. M.a. var ráöizt aö
henni í ræöum í fulltrúadeild Bandaríkja-
þings, hún kölluö landráöamaöur og þess
krafizt aö hún yröi svipt ríkisborgararétti.
Byggingaverkamenn í New York sem
löngum hafa þótt harðir hægrimenn
hengdu brúöu geröa í mynd hennar uppi
á vinnupöllum utan á skýjakljúfi, hópur
manna í Maryland, er þótti yfirvöld ekki
nógu ströng í þessu máli sem og mörgum
öörum, ályktaöi á fundi aö Fonda ætti
skiliö aö skorin væri úr henni tungan, og
geröi henni orö þess efnis aö hún væri
um þaö bil aö segja sín síðustu orö, og
svo mætti lengi telja. Því er ekki heldur
aö neita, þrátt fyrir þaö sem hún sagöi
Jane með Henry föður sínum og til hægri; Áróðursganga, þar sem afskipti Jane Fonda af
Víetnamstríðinu eru fordæmd.
gallharðar sannfæringar
áöur, aö margir í Hollywood sneru viö
henni baki. Þar í borg þykir ekki gott aö
lenda í pólitískum hneykslismálum og
eiginlega verra en allt annað nema ef
vera skyldi þaö aö fá bréf frá skattinum
meö vinsamlegum óskum um skýringar á
undarlegu misræmi á skattframtalinu.
Margir töldu aö ferill Fonda væri á enda.
„Sumir umgengust mig líkt og ég heföi
tekiö holdsveiki,“ segir hún. „Eg skal játa
aö þaö fékk nokkuö á mig, vegna þess aö
ég haföi þekkt margt þetta fólk frá því ég
var barn aö aldri.“
í metum hjá
gagnrýnendum
Áöur en hún sneri sér aö stjórnmálun-
um haföi hún verið gift Roger Vadim,
þeim er „uppgötvaöi" hana; menn minn-
ast hennar væntanlega úr myndum á
borö viö Cat Ballou og Barbarella, hún
'valsaöi þar um í stuttum pilsum og
leöurstígvélum og voru yfirleitt ekki
geröar miklar kröfur til hennar um leik.
Ennþá síður hafa menn átt von á því aö
hún léti til sín taka í pólitíkinni. En álit
manna á henni er mjög breytt frá því
þetta var. Nú orðiö er hún í talsverðum
metum hjá gagnrýnendum; þeir líkja
henni t.a.m. oft viö Liv Ullman. Nú í ár
fékk hún svo Academy-verölaunin fyrir
leik sinn í aöalhlutverki í myndinni
Coming Home. Afstaöa hennar í Víet-
namstríðinu hefur alls ekki staöið henni
fyrir þrifum. Kvikmyndaframleiöendur eru
jafnvel farnir að gera sér mat úr henni.
Coming Home fjallar um áhrif Víetnam-
stríösins á samband kafbátsforingja og
konu hans. Fonda framleiddi hana á eigin
kostnað. Hún heppnaöist og lagöi Fonda
þá strax fé í aöra mynd sem nú er í bígerö
og nefnist The China Syndrome. Er
ráögert aö hún veröi frumsýnd í ágúst.
Hún fjallar um slys í kjarnorkuveri og fékk
eins og aö líkum lét mikla auglýsingu fyrir
fram þegar óhappiö varö í kjarnorkuver-
inu í Harrisburg í Pennsylvaníu. Fonda
heldur því fram aö þar hafi veriö breitt yfir
glæpsamleg mistök og full ástæöa sé til
aö halda málinu vakandi.
Fonda er í félagi viö ungan kvikmynda-
geröarmann, Bruce Gilbert, um fyrirtæk-
iö. Þau þóttu ekki líkleg til stórræöa í
kvikmyndaframleiöslu þegar þau byrjuöu,
en þeim hefur gengið allt í haginn hingað
til. „Viö förum þannig að,“ segir Fonda,
„aö viö veljum efni sem okkur er
hugstætt og semjum um þaö söguþráö.
Síöan förum viö aö svipast um eftir
handritshöfundi til þess aö færa söguna í
skipulegan búning.” Næst ætla þau aö
efna í gamanmynd meö ívafi ádeilu og á
aö fjalla um einkaritara, sem eru fjöl-
mennir í Bandaríkjunum. Sú mynd á aö
heita Frá níu til fimm.
Fonda hefur tvisvar fengiö Academy-
verölaunin (önnur fyrir leik sinn í saka-
málamyndinni Klute), og hún hefur yfir-
leitt reynt aö velja sér myndir þótt hún
hafi líka stundum leikiö í heldur ómerki-
legum myndum. „Ég leik í tveim myndum
á ári aö jafnaöi," segir hún, „og hef
yfirleitt veriö svo heppin aö komast í
myndir um efni sem voru mér hugstæö
og ég taldi mikilsverð. Ein var t.d. Júlía,
önnur var Comes a Horseman. Þetta
voru fremur alvarlegar myndir hvort
tveggja. Californía Suite var hins vegar í
léttari dúr, en hún var góö engu aö síður.
Þar lék ég hlutverk konu sem var
ákaflega ólík mér og ólík öllum öörum
sem ég haföi leikiö. Mér geöjaöist alls
ekki að manngerðinni. En mér þótti mikil
reynsla aö leika hlutverkiö, af því aö ég
þurfti að reyna svo mikiö á mig til þess aö
samlagast því. Þar reyndi verulega á
hæfileika mína.“
Vill vera og vinna
heima hjá sér
Fonda setur yfirleitt þaö skilyröi er hún
tekur aö sér hlutverk, aö myndin veröi öll
tekin í Hollywood, og þaö var undantekn-
ing er hún fór til Utah þegar The Electric
Horseman var tekin. Hún kvaöst vilja
vera heima hjá sér, „mér er illa viö þaö aö