Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 3
Fonda í hlutverki Barbarellu 1967 og til hægri í Cat Ballou. Elísabet Jökulsdöttir LÍTIÐ BARÁTTULJÖÐ tileinkaö vinstri-intellektúalkllkunni í reykjavík Vaknaöu! Klukkan nálgast níu og byltihgin er aö hefjast Hana! Reyndu aö drulla þér frammúr Þú getur allavega lagt þig þegar þú kemur heim klukkön fimm. HÆTTU AÐ HUXA Hættu aö huxa vinur huxun leiöir aldrei til neins þú átt aö gera Vera Bíddu ekki eftir neinu þaö er veriö aö bíöa eftir þér stattu þig Komdu Þaö er ekkert aö óttast í lífinu nema óttann sjálfan ekki hika Þú ert Þú ert búinn aö velta þér nógu lengi uppúr eigin sleni stattu upp Sjáöu Með hálfu fjalli skal ég gefa þér heilan skóg árnar renna allar til sjávar og voriö kemur á sínum tíma andaöu. Meðal þess sem Jane Fonda hefur gengið í gegnum er að verða eiginkona Roger Vadim, fyrrum eiginmanns Birgitte Bardot, og um svipað lcyti var Fonda víðfrægt kyntákn og einskonar Bardot vestra; upphcfð sem henni finnst nú lítils virði. aöskilja vinnuna, fjölskylduna, stjórnmái- in o.s.frv., eins og algengt er aö menn geri; ég kæri mig ekki um aö lifa lífinu í aöskildum pörtum.“ Þau Fonda og Tom Hayden eru nú búin aö vera glft í sex ár og engin merki þess aö hjónabandiö muni rofna. Þykir þetta merkilegt í Hollywood. En þau eru trúlega samrýmdari en gengur og gerist þar í borg, hafa sameiginlega hugsjón og vinna aö henni saman enda þótt þau skipti meö sér verkum daglega, hann er í pólitíkinni alla daga en hún sér um heimiliö — eldar og kaupir inn, ekur börnunum í skólann og þar fram eftir götunum. Þau búa spart miðað viö efni, aö vísu í einbýiishúsi en þaö er lítið og enginn íburöur Innl. „Viö viljum lifa óbrotnu lífi,“ segir Fonda. „Við gætum aö sjálfsögöu flutt í Beverly Hills ef okkur sýndlst. En ég fæddist til auðs og munaöar og mér leiddist þaö alla tíö aö lifa í þessari sérstöku veröld sem auöugt fólk byggir og er utan viö allt annaö í heiminum. Þaö er ekki eölilegt og mér féll þaö aldrei." Maöur hennar fæddist hins vegar til sárrar fátækar og honum er meinilla viö þaö aö berast mikiö á. Hayden berzt gegn áhrifum risafyrirtækja — og ffyrir sólarorku Fonda hefur orðiö manni sínum aö miklu liði á framabrautinni, ekki aöeins vegna þess hve miklar tekjur hún hefur heldur líka vegna vinskapar síns viö frægöarfólk í kvikmyndaheiminum. í kosningabaráttunni 1976 voru t.a.m. Brenda Vaccaro og Donald Sutherland og fleiri á borö viö þau aö útbýta kosningapésum fyrir Hayden, og Groucho gamli Marx reis upp úr körinni til þess aö koma fram á framboösfundi Framhald á hls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.