Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Síða 11
 Mikil vanÞekking er ríkjandi á kynferöismálum í Sovétríkjunum að sögn bókarhöfundar- ins, sem vitnað er í í greininni. Aðstæður fyrir blómlegt ástarlíf eru varla fyrir hendi — ekki einu sinni í almenningsgörðunum — en paö sem Rússar afreka á þessu sviði í sporvögnum og neðanjarðarlestum, leika ekki margir eftir peim. Lörus Salömonsson: FJALLAFEGURÐ Höítur: Hringhenda Heiðan kalla himin má og hæðir mjallar-túna. Ó, hve fallegt er að sjá upp til fjalla núna. Esjan mjallar-búning ber, björt og falleg svona, Akrafjallið ánægt sér út til snjallra sona. Fjöllin gægjast gyllt á brá í geisla-sæjum hökli. Glampar hlæja örir á öldnum Snæfellsjökli. Nú sést varla nokkurt ský, nú aö hallar kveldi. Hvíla fjalla hvarmar í hvítum mjallar-feldi. HRINGFERÐ LÍFSINS Höttur: Langhending hringhend Morgunsólin opnar augun, undan Njóla flýtir sér, Drottins skóli Ijóssins laugun lifgar hóla, tind og sker. Dagur rís í dýröar hreimi, dásemd lýsir fögur svið, Paradísar hag í heimi hugur kýs að búa við. Allt sem lifir fer á fætur, fegurð hrifin strá og blóm, allt sem bifast á sér rætur, eilífö skrifar lífsins dóm. Dagur líður, kvöldiö kemur kyrrt um tíðar möndul sinn, döggin blíö viö blómin semur, blærinn hlíöar strýkur kinn. Nóttin klæðist dökkum dúkum, dagur næði tekur brátt, þokan læðist létt aö hnúkum líkt og klæði fúagrátt. Aftur morgnar yfir tindinn, ekkert spornar, sól, viö þér. Aldrei þornar upphafslindin endurbornu lífi hér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.