Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 5
mundi kjósa, aö húsið væri ööruvísi hannað og maður þyrfti ekki að ganga í skurðstofugallanum í gegn- um dagstofu sjúklinga. Á handlækn- ingadeild er allt í einni bendu; slysatilfelli, bráöþjónusta, skurðað- gerðir, legudeild — og illmögulegt að halda þessu aðgreindu. Hver einasti sjúklingur hlýtur að veröa mikið var við allt, sem fram fer og meðal annars sjá þeir, hvaö lækn- arnir eiga erfiöan vinnudag. Samt er ég á þeirri skoöun, að þetta hafi ekki slæm áhrif á sjúklingana. En sam- kvæmt nýjustu forskriftum um sjúkrahúsbyggingar, er gert ráð fyrir því aö sjúklingarnir séu sem mest út af fyrir sig og viti sem minnst af öðru því, sem fram fer á sjúkrahúsinu." Gauti telur, aö sér hafi gengið vel að verða Akureyringur. Honum þykir vænt um fólkið og staðinn, telur sig fá góðan hljómgrunn og finnur sig allsstaðar velkominn. Og hann hefur ekki hug á að fara annað. Starfið tekur tíma hans allan og þátttaka í félagslífi, sem nóg er af á Akureyri, hefur orðið lítil. Ástæöan, segir Gauti, er ein- faldlega læknaskortur. Hann var um tíma í Rotaryklúbbi Akureyrar og erföi formennsku í Rauðakross- deildinni eftir forvera sinn, Guð- mund Karf, — en varð aö hætta hvoru tveggja vegna annríkis. Gauti er einungis félagi í Vísindafélagi Norðlendinga; kveðst þykja að því heiður og hafa ánægju af. af því talsverður heiöur.“ „Ég fer auövitað illa meö tímann eins og fleiri", segir Gauti, en eftirlætistómstundaiðja hans er að ganga suðvestur af bænum; þar er maður strax kominn út í óspillta, fallega náttúru, en Gauti kvaöst þó líta öllu fremur á sig sem göngu- mann en náttúruskoðara. Gauti: „Maður þarf að taka sér tíma, helzt á hverjum degi, til líkamlegs viðhalds. Ég geri það með æfingum, svo og gönguferðum. En í keppnisíþróttum hef ég ekki verið síðan ég glímdi með Ármanni á menntaskólaárunum. Sumarleyfi hef ég ekki getað tekið nema takmarkað og innan viö helming af því, sem ég hef átt rétt á. En þegar ég hef komizt í sumarfrí, þá hefur leiðin legið eitthvað út fyrir landsteinana með þaö fyrir augum að hvíla sig og nota tímann um leið til þess aö afla sér viöbótarþekkingar." „Læknar munu eiga kost á náms- fríi annað hvert ár til aö viðhalda menntun sinni, eða er þaö ekki rétt? Það mun þó vera miðað við sérfræðinga, sem ekki eru um leið embættismenn á sjúkrahúsum. Hvernig hefur þú reynt að rækja þína viðhaldsmenntun, síðan þú tókst við sjúkrahúsinu?“ „Ég hef litið á þaö sem kvöð aö fara utan ekki sjaldnar en tvisvar á ári — og þá eina til tvær vikur í senn — til þess að fylgjast meö og sjá allskonar nýjungar í handlæknis- greinum. Þetta er nauðsynlegt af tvennum ástæöum. í fyrsta lagi til þess að verða var við nýjungar. í ööru lagi til þess aö kynnast og njóta þess aö fá frá fyrstu hendi og án tafa upplýsingar um reynslu af þessum nýjungum, sem ella tæki miklu lengri tíma. Meö því að sækja þing, eða heimsækja stofnanir og sjúkrahús er miklu auðveldara aö kynnast þessu en meö lestri bóka og blaða. Taliö hefur verið, aö það taki sérfræðing 10 ár aö lesa allt það, sem út er gefiö á einu ári í sérgrein hans einni saman. Sá sem ekki sinnir náms- ferðum og ætlar að fylgjast meö á þann hátt að lesa, mundi óhjá- kvæmilega forpokast, — kannski á fimm árum. Almennt er þessu ótrú- lega vel sinnt og þar af leiðandi eru íslenzkir læknar mjög vel menntaðir og halda menntun sinni vel við. Svo heitir, að sérfræðingar fái tveggja vikna námsfrí á tveggja ára fresti samkvæmt samningum. En þetta ætti öllu fremur að vera skylduákvæði; enda er hér ekki um frí að ræða, heldur púlsvinnu. Og tvær vikur á tveggja ára fresti; — þaö er einfaidlega ekki nóg. Samt hefur þetta verið kallað „óráðsía" og jafnvel „fríðindi“, en það er á alger- um misskilningi byggt.“ „Sjúkrahús eru undarlegur heim- ur, en það finnið þiö uggiaust ekki, sem vinnið þar. Kannski á þessi svokallaða læknarómantík sinn þátt í því, að stéttaskipting hefur víst verið eitthvaö rótgrónari á sjúkrahúsum en annarsstaðar í þjóðlífinu". „Ég vil nú mótmæla því, að stéttaskipting sé mjög harðvítug á íslenzkum sjúkrahúsum og tel aö hún sé ekki fyrir hendi á þann neikvæða hátt, sem liggur að baki, þegar rætt er um stéttaskiptingu. Til dæmis hef ég aldrei orðiö var við það á íslenzku sjúkrahúsi, að neinn sýni öðrum hroka. En einhver veröur að gefa fyrirmæli og það er í verkahring læknisins. Áður hafa samskipti lækna og starfsfólks, eða lækna og sjúklinga kannski veriö óþarflega hátíðleg og formföst, en umgengnisvenjur hafa hinsvegar sveiflast svo mjög, að það er komin slagsíða á hinn bóginn og þetta er nú oröiö óþarflega laust í reipunum og skólakrakkalegt." „Mér skilst að Svíar hafi nýverið lagt niður þéringar á sjúkrahús- um“. „Já, þaö er rétt. Þéringar viðgeng- ust á meðan ég vann þar og mér þótti aldrei óþægilegt að þéra annaö starfsfólk en læknana. Reyndar var algengast að ávarpa í þriðju persónu fremur en aö þéra eins og gert hefur veriö á íslenzku. Hjúkrunarkonurnar sögðu við okkur: „Vil doktorn vára sá vánlig . . .“ og á stofugangi sagði maður ekki: Hvernig hafið þér það í dag, herra Svenson, heldur: „Hur már disponenten i dag? . .. hvernig hefur forstjórinn það í dag? Það er semsé mikiö um aö titlar séu notaöir og mörgum þykir þetta ópersónulegt og kaldranalegt, en ég vandist því og kunni því vel. Samt sé ég ekki, að við værum bættari með þá formfestu, sem ríkti á sænskum sjúkrahúsum, þegar ég vann þar, og augljóst, að því yrði ekki breytt, enda þótt einhver fyrirskipaöi það. Til að draga þetta saman vil ég segja, að mér líkar stórvel þaö form samskipta, sem ríkir á milli mín, starfsliðs og sjúklinga. Sjálfur ræði ég einslega við hvern einasta sjúkling, svo aö segja um leiö og hann útskrifast af sjúkrahúsinu eöa þá af göngudeild- inni og verð áþreifanlega var við, hvaöa hug þetta fólk ber til sjúkra- hússins og starfsliðsins þar.“ „Stundum tekst þó kannski ekki alveg eins og skyldi — og þá á ég viö almennt hjá læknum. En það heyrist lítiö af alvarlegum umkvört- unum og þaðan af síður að mála- rekstur verði, eða hvað?“ „Já, þaö er rétt, að lítið er um kvartanir eftir spítalavist, enda veit fólk ekki hvert það á að snúa sér með umkvartanir. Sannleikurinn er þó sá, að hægt er að snúa sér til yfirlæknis á hverri deild, til sjúkra- hússtjórnar, eöa landlæknis. Þær umkvartanir, sem eiga sér stað hér á landi, eru aðeins brotabrotabrot af því sem gerist í öðrum löndum og er það þó varla vegna þess, að íslend- ingar hafi svo miklu meira langlund- argeð og umburðarlyndi en aörir. Ef viö lítum á heilbrigðisþjónustuna í þessu Ijósi, getur hún ekki veriö mjög slæm, til dæmis miðað við Svíþjóð, þar sem umkvartanir eru algengar, ellegar Bandaríkin, þar sem þetta er hrein landplága og oft Gauti Arnþórsson í fullum herklæð- um við upphaf skjaldkirtilsaðgerðar. rekið með fjárhagslegan ávinning í huga.“ „Er ekki hætta á, að samskipti lækna og sjúklinga veröi of ópers- ónuleg og vélræn á stórum sjúkra- húsum og að sjúklingurinn fái ekki þann sálræna styrk, sem kynni að veröa af góðu sambandi viö lækn- ana?“ „Á sjúkrahúsinu hér á Akureyri eru samtals 120 sjúklingar og þar af eru 35 á handlækningadeild. Það er ekki mikill fjöldi og við stöndum því miklu betur að vígi meö persónulega þjónustu, enda tel ég að hún sé rækt. Aö mínu áliti er stofugangur alveg úrelt aðferö til þess að kanna ástandiö. Sjálfur geng ég aldrei stofugang með halarófu af fólki á eftir mér. Þess í stað legg ég áherzlu á það við alla læknana, aö þeir geri sér far um að hitta sjúklingana oft á hverjum degi, — helzt einn og einn sér, þó þannig aö nauösynieg hvíld sjúklinganna sé ekki trufluð. Þennan hátt hef ég á meðal annars vegna þess, að það er miklu auðveldara fyrir sjúklingana að tala um vanda- mál sín undir fjögur augu, heldur en í áheyrn fjölda manns. Þar að auki bið ég læknana að hitta sjúklingana, bæði á matartímum, — til þess að sjá hvernig þeim gengur aö nærast, — og á heimsóknartímum, til þess aö geta þá um leið rætt við ættingja og aðstandendur. Ég vil, að sjúkl- ingarnir geti treyst því, að viö séum ekki meö neitt baktjaldamakk við aöstandendur; aö viö séum ekki að segja þeim eitthvaö allt annaö en sjúklingarnir hafa fengiö aö heyra frá okkur. „Ert þú einn af þeim læknum, sem aðhyllast að segja sjúklingi allt af létta, jafnvel þótt það séu mjög erfið tíðindi?“ „Já, ég er fylgjandi aö segja sjúklingi allt af létta og að það sé hann sjálfur, sem hafi úrslitaáhrif á, hvaða aðferð sé beitt, og aö menn þurfi aldrei aö ganga undir aögerð, sem þeir hafa ekki sjálfir óskaö eftir.“ „Er þetta ekki matsatriðí hverju sinni og fer þá kannski eftir sálar- styrk sjúklingsins?“ „Jú, þegar um er að ræða sjúk- dóm með alvarlegar horfur, þá er það alltaf gífurlega mikið matsatriði, hvernig á að segja frá hlutunum, hvaöa oröfæri á aö nota og í hvaö miklum smáatriöum á að útskýra sjúkdóminn og horfurnar. Þarna lendir læknirinn í erfiöu hlutverki, en það er geysilega mikið undir æfingu komið hvernig hann kemst frá því. Helmingur læknanna á deildinni hjá mér er kornungur og þetta kunna menn ekki nógu vel í upphafi, — og kannski aldrei. Kjarni málsins er sá, að þaö verður aö vera samkvæmni í orðum og gerðum. Og aðeins í undantekningartilvikum segjum viö aöstandendum annaö en sjúklingn- um sjálfum. Það á til dæmis viö, þegar börn eiga í hlut. Að öðru leyti segir maöur sjúklingi nákvæmlega það, sem um er spurt. Slæmum fréttum er hinsvegar aldrei þvingað uppá einn eða neinn; til dæmis að eitthvað sé ólæknandi, eða hann eigi skammt eftir ólifaö. Þaö er einfaldlega ekki hægt vegna þess aö maöur veit það aldrei til fulls. Oft lifa sjúklingar miklu lengur og við betri heilsu en viö óttuðumst að gæti átt sér stað og stundum á sér staö undursamlegur bati, þegar manni virtist lítil von.“ „Hver er þá kjarni lækniskúnst- arinnar, ef svo mætti segja?“ „Mesta kúnst læknisins er að tala viö sjúklinginn; öll lyf og apparöt koma þar langt á eftir. Ég held að allir vel innrættir og vel gefnir unglingar geti orðið góðir læknar. Maður kemst ekki hjá því að tilkynna vondar fréttir. En hjá okkur á handlækningadeildinni er þaö ein- falt. Við gerum sjúklingnum grein fyrir því fyrir aögerö, hversvegna hann þurfi að ganga undir hana og við segjum honum frá hugsanlegum afleiöingum af þessari aögerð. Á eftir er sjúklingnum svo sagt frá því hvaö fannst og hvernig okkur gekk að komast fyrir það. Fái sjúklingurinn aö hafa frumkvæöi, — og búiö aö stofna til trúnaðartrausts áöur, — þá er þetta mjög auðvelt og hrein undantekning ef það gengur ekki eins og bezt verður á kosiö“. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.