Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 13
eina sem hann kæri sig um sé að fá hana óspillta til baka. Bob og Suze tóku saman aftur eftir að hann kom heim úr Evrópuferöinni. Sam- komulagið var heldur stirrt. Suze kvartaði yfir því við vini sína að hún fengi ekki að lifa neinu lífi fyrir sjálfa sig. Hún fékk sér vinnu á vetingahúsi bara til aö hafa eitthvaö að gera. „Þú þarft ekki að gera þetta. Ég á nóg af peningum. Ég vil ekki að þú vinnir,“ sagði Bob þá og hann vildi heldur ekki aö hún færi á námskeið í málaralist. Vinir þeirra héldu því fram að Bob yfirgnæfði Suze algjörlega. Yfirleitt var Bob mjög kaldur á yfirboröinu en þegar hann var í nálægö Suze þá lét hann tilfinningar sínar óspart í Ijós. Hann átti það til að öskra, grenja og gráta stöðugt í lengri tíma. Helst vildi hann hafa hana hjá sér öllum stundum. „Það er aðeins ég og þú gegn öllum heiminum," sagði hann. Hugur Dylan’s gerðist smám saman fráhverfur ádeilukveðskapnum. Morðið á Kennedy forseta í nóvember árið 1963 undirstrikaði þá hættu sem var því samfara að vera mikið í sviðsljósinu og gagnrýna ýmsa vankanta á hinu banda- ríska þjóöskipulagi. Bob Dylan söng á hljómleikum í miðríkjunum, á laugardeginum eftir morðið. „Ég varð að fara upp á sviöið því hljómleikunum var ekki hægt aö fresta. Andrúmsloftið var þrungið spennu og sársauka. Mér til ánægju sá ég að hvert sæti var skipað í hljómleikahöllinni. Opnunarlagið var „The Times They Are A-Changin“ og ég bjóst við því að fólkið kastaði steinum í mig. Þetta lag var einum of mikið eftir morðið en mér fannst ég verða að syngja það því það var ómissandi í hljómleikaprógramm mitt." Another side of Bob Dylan. (ágúst 1964): Á þessari hljómplötu er ekki að finna eitt einasta ádeilulag. Dylan var búinn að fá nóg af að semja um þjáningar annarra og nú var komið að þjáningum hans sjálfs. Suze Rotolo ákvað að segja endanlega skilið við Bob og besta leiðin fyrir hann til að bera smyrsl á særðar tilfinningar var að semja Ijóð þar sem hann reyndi að ná sér niður á Suze. Einn partur af hefnd hans gagnvart henni var aö afneita trú hennar á baráttu fyrir betra þjóðskipulagi. Mannleg samskipti eru í brennidepli á þessari þlötu og Dylan tekst að þjapþa saman helstu hlutum sem skipta máli í sambandi við samskipti kynjanna. Hefnd hans er fullkomnuð þegar hann lýsir orsökum skilnaðarins við Suze. Hann skellir allri sökinni á afbrýðisemi systur Suze sem átti að hafa veriö völd að því að spilla um fyrir þeim. Carla systir Suze var nefnd allskyns ónöfnum svo sem sníkjudýr, leiðindaskjóöa og skass. Bringin’ it all back home. (Mars 1965.): Bítlarnir höfðu mikil áhrif á Dylan og tónlist þeirra endurvakti áhuga Dyl- an’s á því að veröa rokkstjarna. Hann kom sér upþ rokkhljómsveit og fyrsta hljómplata hans með rafmagnaðri tónlist varö fyrsta platan með honum sem seldist í yfir milljón eintökum. Lagið „Mr. Tambourine Man” lýsir vel þeirri stefnubreytingu sem tónlist og textagerð Dylan’s höfðu tekið. Margir aðdáendur Dylan’s halda því fram að lagiö fjalli um reynslu af eiturlyfjanotkun. Fylgifiskar frægðarinnar höfðu þau áhrif á líf Dylan’s að hann gat aldrei um frjálst höfuð strokið. Hann var á sífelldum hjómleikaferðum og þreyta sú og streita sem fylgdi þeim varð til þess aö hann tók að neyta eiturlyfja. Ein pilla til að vekja hann upp og önnur til að róa hann niður. Bob Dylan lýsti stefnu sinni eða stefnuleysi í samtali við vin sinn: „Ég hætti að hugsa um þjóðfélag sem slíkt. Ég er ekki hluti af neinu þjóðfélagi. Allra síst „þeirra” þjóðfélagi. Þú sérö að enginn sem fer með völdin þarf að hafa áhyggjur af einhverjum sem stendur fyrir utan þjóöfélagið og myndast við að gagnrýna það. Það þýðir ekkert fyrir þig að gagnrýna þjóðfélag sem þú ert ekki hluti af og að vonast til að geta betrumbætt það. Ég ætla allavega ekki að eyða mínum tíma í það. Eg yröi örugglega myrtur ef ég reyndi það.” Highway 61 Revisited (Ágúst 1965).: Meö þessari plötu hætti Dylan endanlega að vera reiður þjóðlagasöngvari og geröist rokkstjarna þess í stað. Um þessa stefnubreytingu sína sagði hann „Ég spila á hljómleikum og spyr sjálfan mig“: „Myndir þú koma og sjá mig í kvöld?” og sannlega myndi ég svara: „Nei ég myndi ekki koma. Ég myndi frekar gera eitthvað annað. Og þetta annað er rokk. Ég myndi frekar vilja sjá mig spila rokk. Þannig er það frá mínum bæjardyrum séð. Ljóð mín eru myndir og rokkið mun hjálpa mér til að mála myndirnar með fallegum litum.” Dylan sló hressilega í gegn með lagi sínu „Like a Rolling Stone”. Lagið komst í efsta sæti bandaríska vinsældalistans og nú náði Dylan til miklu stærri hóps fólks. „Ég samdi það eftir að ég kom heim frá Englandi,” sagði hann í viðtali við Jules Siegel. „Það var tíu síður. Það fjallaöi um hatur mitt á vissum hlutum. Að lokum hætti það að vera hatur og þaö varð hefnd. Það sagði einhverjum eitthvaö sem hann ekki vissi og það var heppið. Ég haföi aldrei hugsað mér það sem söng fyrr en einn dag þegar ég settist við þíanóið og sá hvítan pappír nótnabókar- innar sem mér fannst syngja: „How does it feel?” á hæggerðan hátt. Það var eins og aö synda í hrauni. Hanga í greinum birkitrés. Renna til, sparka í tréð og hitta nagla með fæti þínum. Sjá einhvern þjást án þess að geta komið í veg fyrir það.“ Blonde on Blonde. (Maí 1966.): Dylan var búinn að vera giftur Söru Lowndes í nokkra mánuði þegar Blonde on Blonde kom út. „Bob þarfnaðist Söru ákaflega," sagði náinn vinur hjónanna. „Höfuð hans var snarruglaö vegna allrar pressunnar sem hvíldi á honum, allra brjálæðislegu hlut- anna sem gengu á umhverfis hann og hún kom honum niður á fasta jörð." Hún var dulræn, áhugasöm um Zen Búddisma og hafði ótal svör við gátum sem Bob hafði velt fyrir sér. Húh var mjög þægileg í umgengni og óeigingjörn. Hún reyndi ekki aö kafa ofaní höfuð Dylans á þann hátt sem margir gerðu vegna þess að það skipti hana engu máli. Og Bob þarfnaðist konu sem reyndi ekki að ógna honum. Hún virtist vera fær um að gefa sjálfa sig honum á vald og sinna sérþörfum hans. Þar fyrir utan var hún mjög falleg og mjög viðkvæm.” Strax eftir brúðkaupið fór Dylan í erfiöa hljómleikaferð. Rithöfundurinn Siegel slóst í för meö Dylan í Kanada til að viða að sér efnivið í tímaritsgrein. Siegel var sleginn þegar hann varð vitni að atburði í Vancouver sem varpaði Ijósi á þörf Dylans fyrir einkalíf og samúðar- fullan skilning Söru konu hans. Hún heimsótti Bob í Vancouver til að geta verið viðstödd hljómleika hans. Þau voru inni í búningsherbergi rétt fyrir sýningu og Bob var alveg miður sín vegna þess aö tveir kanadískir rithöfundar ætluöu að taka viðtal við hann og honum fannst hann verða að fela Söru fyrir þeim. Dylan fór að stórum skáp og opnaði dyrnar. „Sara,“ sagði hann. „Þegar þeir koma þá vil óg aö þú farir hérna inn.” Sara leit stríönislega á hann án þess að mótmæla. Þá byrjaði Dylan að hlægja að fáránleika þessarar athafnar. „Blonde on Blonde” fjallar að nokkru leyti um heimsspeki Zen Búddismans. Manninn skortir í rauninni ekki neitt; maðurinn er heill, fullkominn hringur sem ekki er hægt að draga frá eða leggja við. En manninum er kennt að halda að líkami hans og hugur séu aðskildir frá öðru lífi og hann tekur að burðast með hugmynd- ina um „Egóið” eða sjálfið. Þessháttar óreiða leiðir til hugmynda á borð við „þetta er mitt og þetta er þitt”. En maðurinn getur ekki vitað meininguna með lífinu með því að stjórna ytri aðstæðum, með því aö skiþuleggja stofnanir, skrifa lög eða siðferöisreglur. Maðurinn verður að snúa sér að sínu innra sjálfi, hinu yfirnáttúrulega guðlega eðli eða tilgangi jarðlífsins. Búddistar kalla það uþpljómun. John Wesley Harding. (Janúar 1968.): Þetta var fyrsta platan sem kom frá Dylan eftir að hann hafði slasast alvarlega í mótorhjólaslysi nálægt heimili sínu í Woodstock í New York fylki. Hann hélt kyrru fyrir á heimili sínu í níu mánuði eftir slysið og sá orðrómur gekk fjöllunum hærra að hann væri allur. Hjómplatan „John Wesley Harding” afsannaði þó þann oröróm. Ljóð Dylans voru nú full af trú á Guð, ásamt sjálfskönnun og samúðarkennd. Þau voru útlegging Dylans á Biblíunni. Söngv- ar skrifaðir eins og dæmisögur um fall og endurfæðingu eins manns — Bob Dyl- ans. Dylan segir svo frá sjálfur: „Áður en ég gaf John Wesley Harding út uppgötvaði ég dálítið um alla söngva sem ég hef samið áður. Ég komst að því að í hvert skipti sem ég notaði orö eins og „hann” og „það” og „þeir” og ég talaði um annað en fólk, þá var ég í rauninni að tala um engan annan en sjálfan mig. Ég hafði þá vitneskju í höfðinu þegar ég hljóðritaði John Wesley Harding. Þú sérð, ég haföi í rauninni aldrei gert mér grein fyrir því að ég var að skrifa um sjálfan mig í öllum þessum lögum. Líf Bob Dylans frá 1969— Allt frá mótorhjólaslysinu hefur Bob Dylan gengið í gegnum nokkuð sem nokkrir hafa kallað hamskipti. Til að greiða úr óreiðunni sem frægðin olli í lífi hans snerist hann til trúar forfeðra sinna, gyðingatrúarinnar sem hann hafði fram aö þeim tíma afneitað. Hann hefur lagt stund á hebresku og heimsótt ísrael margsinnis. Dylan hefur alltaf fundið fyrir því að hann er útlend- ingur í vélamenningu nútímans. í gegnum tíðina hefur hann reynt að svara spurn- ingum á borð við: „Hver er ég? Hvað er tilveran?” Dylan hefur verið og er enn að leita að persónulegu hjálpræði. Sú leit hefur leitt Dylan til trúarbragða. Ekki trúarbragöa kirkjustofnana, heldur trúar- bragða hins innra sjálfs sem býr með okkur öllum. Einkalíf Dylans hefur verið heldur stormasamt undanfarin ár. Sara kona hans hefur tvívegis skiliö við hann. í fyrra skiptið tók hún hann í sátt eftir aö hann hafði samið gullfallegt lag til hennar þar sem hann kveðst ekki vera hennar verður en samt megi hún aldrei yfirgefa hann. Það er lokalagið á einni bestu plötu Dylans hin síðari árin, plötinni „Desire.” Dylan hlýðir engum mannlegum sið- venjum og það sannaðist best á því hvernig hann hefur komið fram við konu sína og börn. Hann bauð konu nokkurri næturgist- ingu í höll sinni í Los Angeles og hélt þar fram hjá eiginkonu sinni sem svaf undir sama þaki. Morguninn eftir settist Dylan og næturgagnið að morgunverðarborði en það sátu einnig eiginkona hans og börn. Það kom til hjónasennu sem endaði með því að Dylan kastaði eiginkonu sinni á dyr. í laginu „Is your love in vain" af plötunni Street Legal, talar Dylan um það að hann þarfnist einveru og hún hafi engan rétt til að trufla hann þegar hann liggur í myrkruðu herbergi og kannar völundardjúþ sálar sinnar. Getur þú skilið þjáningar mínar? Eða er ást þín aðeins hégómi. Byggt á ævisögu Bob Dylan eftir Anthony Scaduto. Bob Dylan og Suze Rotolo sambýl- iskona hans. Myndin var notuö á plötuumslag „Free Wheelin’ Bob Dylan“ sem kom út 1963. Dylan aö skemmta á Isle of Wight Festival fyrir um þaö bil 200,000 áhorfendur. (1969). THE WmEWMEELm’

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.