Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 11
André Castelot segir frá Dr. Jón Gíslason þýddi Hver dagur er dagur TcikninK aí höll Fouquct. Ilún var fullbyKKð árið 1G53 ok þótti hið mcsta mannvirki að öllum fráganKÍ <JK innri húnaði. minninga Fouquet, yfirfjármálastjóri og banka- stjóri ríkisins, tekur á móti Lúóvík XIV meó hneykslanlegri viðhöfn. Þaö er móógun við hina konunglegu hátign, móögun, sem verður orsök þess, aó Fouquet veröur aö sæta ævilöngu fang- elsi og allar eigur hans eru gerðar upptækar. 7. marz 1661 var Mazarin í andarslitr- unum og lét kalla á skriftaföður sinn. „Yðar hágöfgi,“ sagði skriftafaðirinn við hann, „þér veröið að skila öllum eignum yðar, sem eru illa fengnar.". „Guð minn góður, ég hef fengið allt frá konunginum!“ „Hvað, sem því líður, þá verður að gera greinarmun á því sem konungurinn hefur gefið yður, og hinu, sem þér hafið sjálfur gefið sjálfum yöur.“ ,,/E, tautaði Mazarin, hvíslandi, þá veröur aö skila öllu . . .“ Og hinn aðframkomni maður spuröi þennan sama dag, hikstandi og með hryglu, skriftaföður sinn, rétt eins og um væri að ræða algera hliöstæöu við framangreint samtal: „Ætti ekki að ráöleggja konunginum að reka hans hágöfgi Fouquet?" Daginn eftir, þegar kardínálinn haföi gefið upp öndina, spurðu ráöherrarnir, sem héldu, að konungur mundi útnefna einhvern þeirra sem forsætisráöherra: „Yðar hátign, til hvers eigum við framvegis að snúa okkur?“ Hinn ungi konungur, tuttugu og þriggja ára að aldri, leit á þá hinn rólegasti og svaraði: „Til mín.“ Síðan sneri hann sér að Fouquet: „Og þér, herra yfirfjármálastjóri, ég bið yður að nota herra Colbert, sem kardín- álinn sálugi mælti meö við mig. Leiksviöiö breytist: Ég mun framvegis framfylgja öörum meginreglum í stjórn ríkja minna og meðferð fjármála minna.“ Veizlan mikla í Vaux Þannig bauð hann Fouquet byrginn. En Fouquet var alltof gagntekinn af sjálfum sér til að geta gert sér grein fyrir því. Að hans mati var Lúðvík XIV bara hæfileika- laus strákhvolpur, sem hafði hvorki hug né dug til aö hefja sig til flugs af eigin rammleik. En hvað, sem því leið, þá hófst „Öldin mikla“, (þ.e. gullöld franskrar menningar og bókmennta á valdatíma Lúövíks XIV) þennan morgun, eins og Paul Morand hefur orðað það. Eins og Chatelain sagði forðum, var Fouquet ekki mikilmenni, en stórhuga. Quo non ascendam? — Hversu hátt mun ég ekki verða hafinn? — Það voru einkunnarorð hans. Þessi orð, sem lýstu miklu stærilæti, voru fyrrum letruð stór- um stöfum á verslunarskilti klæða- og skókaupmannsins Francois Fouquets, afa Nikulásar. Á skiltinu var spörfugl, sem í kringlóttu búri sínu snerist um öxul: Quo non ascendam! Hvaö fann Lúðvík XIV Fouquet til foráttu? Áreiðanlega hvorki meira né minna en þaö, sem heföi mátt gefa öllum að sök, sem þá önnuðust fjárreiður konungs. Kerfið, sem þá var beitt, leiddi sjálfkrafa til alls konar fjármálaspillingar og misferlis. Skattar — Georges Mongré- dien, sem gerþekkir XVII öldina, hefur lýst því snilldarlega — voru þá seldir á leigu. Með öðrum orðum: Þeir voru innheimtir með milligöngu ieigutaka, sem keyptu þessi sérréttindi á uppboðum með því skilyrði að greiöa ríkinu leigu. Leigutak- arnir greiddu ráðherrunum sömuleiðis þóknun. Þetta var venja. Og hinn stór- 17. ágúst 1661 Fouquet (málvcrk eítir Le Brun) Ilann var lóKmaöur 17 ára að aldri. furðulegi kjallari Mazarins, sem var troð- fullur af kvartélum, troöfullum af gulli, átti þangaö rætur að rekja! Þar að auki var í öllum samningum rífleg þóknun (þ.e. mútur) handa hans hágöfgi. Opinber lán þekktust þá ekki. Samt sem áður þurfti ríkið stöðugt að vera að taka lán, þar sem fjárhirzlur konungs voru eðli málsins samkvæmt alltaf tómar. Langt var síðan Sully hafði tekizt að spara sjö hundruð þúsund franka á fjárlögum, sem námu áttatíu milljónum franka. Þetta vand ræðaástand virtist þeim mun óskiijan- legra, eins og forseti sagði, þar sem Frakkland var sigursælt út á við. Skýring þess, aö Frakkland var á heljarþröm inn á við, var sú, að það var ofurselt ránum og þjófnaði fjármálamanna. Það voru reynd- ar fjármálamenn á borð við Fouquet, sem lánuðu hinum skuldum vafða ríkissjóði fjárfúlgur þær, sem hann hafði stöðugt þörf fyrir. En það skal skýrt tekið fram, að lánstraust konungs var algerlega á núlli. Þeir urðu stöðugt vandfundnari lánar- drottnar, sem féllust á að lána ríkisstjórn- inni beint og milliliðalausf einn grænan eyri. Hins vegar veitti hans hágöfgi Fouquet konungi lán úr sínum eigin sjóði, ellegar hann fékk sjálfur aö láni fjárfúlgur þær, sem konung vanhagaði um, því að hann (þ.e. Fouquet) átti miklu lánstrausti að fagna. Árið 1657 þótti mönnum eðlilegt og siðferðislega laukrétt, að kardínálinn krefði Fouquet um hlutdeild í greiðslum, sem runnu til hans sem lánardrottins ríkissjóðs og manninn, sem birgði herinn upp að matvælum. Fouquet var í vandræðum með reiðufé. Datt honum þá í hug að bjóða herra sínum hlutdeild í fjáröflunaráætlun sem var talsvert óvenjuleg: framleiðslu smápen- inga. Menn halda, að þá sé að dreyma! En þaö var ekki nóg með það! Þá var lánardrottnum heimilt og lögum sam- kvæmt að taka 5,22% vexti, en ekki meira. Ef teknir voru hærri vextir, taldist það okur. Hins vegar var talið eðlilegt — og framkvæmdin byggðist á gagnkvæmu samkomulagi — að hluti lánsfjárins yrði ekki greiddur. Lúðvík færði það lánar- drottni sem eins konar gjöf. Á þennan hátt ruku raunverulegir vextir upp í 15—18%. Ekki batnaði þetta kerfi við það, að Fouquet var í senn sjálfstæöur bankastjóri og bankastjóri ríkisins. La- visse hittir beint í mark, er hann oröar þetta þannig: „Fouquet veitti lán sem prívatmaður og greiddi sjálfum sér sem yfirfjármálastjóri. Þannig var nokkur vandi að gera greinarmun á ríkissjóði konungs og hinum digra einkasjóöi hans hágöfgi yfirfjármálastjórans. Og menn voru þeim mun fúsari til aö auka þetta samkrull, af því að þeim var Ijóst, að fjármálum konungs var stjórnað af hans hágöfgi Nicolas Fouquet. Ekkert af hinu fram- angreinda var þá ólöglegt! Paul Morand hitti naglann á höfuðið, þegar hann lét svo um mælt, að kastala- höfðinginn í Vaux væri óheiðarlegur sómamaður. Hann hefði þurft að vera meira en lítið staðfastur og ratvís á vegi Franihald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.