Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 9
í hatta staö Imeríku eru að rísa. Og jafnvel í afskekkt- Nýja-Mexíkó og Texas. Á árunum milli 1884 og 1911, seldi einnig þáverandi forseti, Porfirío Díaz, fyrir lítiö verð um fjórðung þess lands, sem eftir var, af því að hann vantaði peninga f ríkiskassann. Kaupendurnir voru bandarísk námufélög eða samtök þeirra, sem þegar tóku aö leita að olíu og málmum og fundu hvorttveggja. En Mexíkóbúar gátu ekki gert annað en að horfa á og gnísta tönnum. Árið 1921 var Mexíkó annað stærsta olíuútflutningsland í heimi — en hafði ekki annaö upp úr því en hiö dapurlega orð að vera „móöir útlendinga, en stjúpmóöir eigin barna“. Olíulindirnar voru nýttar, þangaö til þær voru upp- urnar, og 1930 var Mexíkó orðin nær þýöingarlaus sem olíuframleiöandi. Eignaupptaka Cárdenas forseta, breytti litlu í í þessu efni og þá ekki heldur, þótt hann ræki öll helztu olíufélög og fleiri erlend fyrirtæki úr landinu átta árum síöar. Aö vísu hylltu „Petroleros", sem áöur höfðu lagt niöur vinnu árangurslaust til aö knýja fram hærri laun og bætt vinnuskilyrði, Cardenas sem „libertador", frelsara sinn. En hann gat ekki veitt þeim annaö en stolt yfir því aö vera nú lausir viö arörán útlendinganna. Ríkiseinkafyrirtækiö Pemex skyldi þaöan í frá finna, vinna og selja olíu og gas í þágu landsmanna sjálfra einvörö- ungu. En tvenns konar mexíkanskar ódyggðir háöu brátt rekstri Pemex: óstjórn og spilling. Þegar stjórnmála- menn vildu hygla góöum vinum, var alltaf laust sæti í Pemex eöa þá, aö nýtt embætti var stofnaö þar. Hversu langt óstjórnin gekk, má ráöa af samanburöi Vid múrinn byrjar nýi heimurinn Kúreki rekur nautgripahjörö sína í haga — leifar hins hreina sveitalífs, sem áður var í suðurhéruðum Mexíkó. Þar sem pálmar stóðu í gær, standa í dag reykháfar risastórra efnaverksmiðja. viö Venezuela, sem flutti út tvöfalt meira magn af olíu en Mexíkó 1973. Þá voru 25000 starfsmenn við olíuvinnsluna í Venezuela, en í Mexíkó voru 93000 á launaskrá viö sambærileg störf. Þannig fór í skrifstofuhald og bitlingagreiöslur það fe, sem nauösynlegt heföi verið til tæknilegrar endurnýjunar. Pemex gat ekki einu sinni fullnægt innanlandsþörf- um. Fyrir fimm árum flutti Mexíkó inn 64000 tunnur af olíu daglega. Áriö 1976 skipaöi hinn nýi forseti landsins, José Lopez Portillo, nýjan yfirmann Pemex, og fyrir valinu varö æskuvinur hans, Diaz Serrano. Menn áttu ekki von á miklum breytingum með hinum nýja forstjóra, en hann tók til óspilltra málanna og kom flestum á óvart. Hundruð borturna voru reist víösvegar um landiö og boraö milli 4 og 5 þúsund metra djúpt. Yfir 60 af hundraöi boranna komu niöu á olíu og jarögas. Framleiösla Mexíkó nemur 1.5 milljón tunna núna, og þar af koma þrír fjóröu hlutar frá Tabasco og Chipas. Lífiö í þessum hérööum, sem fyrir svo skömmu voru víösfjarri siömenningunni, minnir helzt á mauraþúfu. Gamalt fólk stendur á milli hænsna, svína og hunda undir pálmablaöaþökum kofa sinna og horfir ráöþrota á tæknivædda veröld, sem þaö botnar ekkert í. Börn leika sér viö læki og tjarnir, þar sem áöur var tært vatn, en nú glitra í öllum regnbogans litum vegna olíumengunar. Það sem nú er aö gerast í Tabasco og Chipas, líkist herför Spánverja fyrir 400 árum. Frá Pemex koma menn í leit aö fjársjóöum, jaröfræöingar, landmælinga- menn, verkfræöingar og bormenn og leggja undir sig ný og ný friðsæl lönd. Meö sama miskunnarleysi og hin blómlega menning Azteka var lögö í rúst á sínum tíma undir tákni krossins er nú frjósamur og heilbrigöur heimur eyöi- lagöur undir merki tæknilegra framfara. í Cactus í Chiapas héraöi er stærsta olíuhreinsunarstöö í Suöur-Ameríku. Og nú er verið aö reisa aöra slíka enn stærri í Tabasco — hina stærstu í heimi. Ákafinn viö að tileinka sér hin skyndilegu auöævi í mynd olíu og gass er svo mikill, aö enginn tími gefst til umræöna, hvaö þá aðgeröa varöandi umhverfisvernd. Milljónir rúm- metra af gasi, sem ekki næst aö vinna, blandaö olíu, sem ekki er hægt aö skilja fullkomlega frá gasinu, brennur í ægilog- um undir berum himni. Svört og eitruö, græn ský skyggja oft á sólu, og djöful- legur brennisteinsþefur fyllir loftiö dag og nótt á stórum svæöum. Hin félagslegu vandamál, sem fylgja olíuvímunni og þá sérstaklega í höfuö- borg Tabascahéraös, Villahermosa, eru ekki síöur uggvænleg en mengun um- hverfisins. Því aö meö olíuæöinu kemur ekki aöeins fólk, sem táknar vinnu og tekjur fyrir borgina. Fjöldi verkamanna kemur þangaö hvaðanæva af landinu meö allt sitt hafurtask og oft alla fjöl- skylduna. Þær vonir, sem mexíkanska ríkiö bindur viö olíu og gas, eru aö sjálfsögöu einnig vonir þúsunda fjöl- skyldufeðra, sem telja, aö þeirra bíöi vinna fyrir sunnan. Þeir eiga bágt meö að skilja, aö aöeins einn af hverjum sjö umsækjendum fái vinnu. Og aö þaö muni ekki breytast í náinni framtíð. Þeir skilja þaö heldur ekki, aö til dæmis í Cactus, þar sem 11000 verkamenn vinna viö byggingu stórrar verksmiöju, muni ekki þurfa síöar meir nema 1500 manns til aö halda henni gangandi. Þeir sem vinna fá þarna fá 2500 til 5000 pesos í reiöufé hálfsmánaöarlega, og þaö er margfalt á viö þaö, sem menn fá fyrir störf í öörum heföbundnum greinum. Og margir kunna ekki meö peningana aö fara. Þeir sem drekka á næturkiúbbunum í Villahermosa eru eins og ógnvekjandi tákn: Velmegunin, sem olían hefur fært olíuköllunum, merkir fyrir alltof marga þeirra aöeins leiöindi og lifrarveiki. En þessi neikvæðu atriöi breyta engu um þá staðreynd, aö Mexíkó hefur í fyrsta skipti í sögu sinni fengið tækifæri til aö sigrast á fátækt og basli og umfram allt aö öölast aöra stööu sem nágranni Bandaríkjanna en hins lítilsvirta og auömýkta vesalings. Aö vísu eru þær tölur og staöreyndir, sem gefa til kynna stöðu Mexíkó, síöur en svo uppörvandi: íbúafjöldinn, sem nú er um 60 milljónir, mun hafa tvöfaldast um aldamótin. Nær helmingurinn er innan viö 15 ára aldur, en þaö er hlutfall, sem aðeins er óhagstæö- ara í Bagladesh. Annar hver maöur hefur ekki nóg aö borða. Um 40 af hundraöi vinnufærra manna eru atvinnulausir. Ríkisskuldir hafa aukizt gífurlega, og viöskiptahallinn viö Bandaríkin ein nam tveim milljöröum dollara á s.l. ári. Og nú syndir þessi öreigi allt í einu í hafi af olíu og gasi, og þaö einmitt á sama tíma og nágranni hans, mesti olíubruölari allra tíma, lokar benzínstöövum á helgum. Þaö var því von, aö hann legði viö eyrun, er Portillo, forseti Mexíkó, birti upplýsingar sínar um hina miklu olíufundi. En brátt dró úr bjartsýni Bandaríkja- manna, því aö Portillo sagöi einnig skömmu síðar: „Maðurinn getur ekki boröað meira en hann getur melt, því að ella veröur hann veikur. Og þannig er þaö einnig meö þjóðarbúskap okkar". í þess- um efnum ætla Mexíkómenn að fara að öllum meö gát, foröast rányrkju og byggja upp. Framleiðsluafköstin eru nú 1.5 milljón tunna á dag, og þau á ekki aö auka nema upp í 2.2 míiljnnir tunna í árslok 1980. Og eitt er víst: Þeir hafa lítinn sem engan áhuga á því í Mexíkó aö leysa olíuvandamál hins volduga granna síns í noröri. Fremur láta þeir olíuna hverfa í reyk, þangaö til þeir geta sjálfir hreinsaö hana og nýtt. Svá — úr Stern.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.