Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 4
Aö verða læknir af guðsnáð er að öllum líkindum eitthvað, sem ekki verður lært, hvorki af bókum né öðruvísi. Kunnátta í fræöigreininni og vitneskja um allt það nýjasta á því sviöi, hrekkur ekki til, ef þann rétta neista vantar. Það minnir á orð Páls postula um kærleikann; til einskis er barizt, sé hann ekki með. Læknar hafa — kannski í ein- hverskonar nauðvörn — gripið til þess að sveipa sig dularhjúpi og oröiö óaðgengilegir. Það á ekki einungis viö, þegar blaðamenn eru annars vegar, en einnig gagnvart fólki almennt. Almennt umkvörtun- arefni sjúklinga er, að erfitt sé að komast í samband við lækna, eða „fá eitthvað uppúr þeim“ eins og það er kallað. Sumir læknar aðhyll- ast þá stefnu, aö sjúklingi beri að segja allt af létta um sjúkdóm hans, — en til eru þeir sem ennþá hallast aö því aö segja sem minnst. Bæði þetta, heilbrigöisþjónusta almennt og ýmislegt annað, sem snertir dagleg vandamál læknis, bar á góma þegar ég ræddi við Gauta fullyrt, að við skömmtum stærri sneiö af þjóðarkökunni til heil- brigöismála en annarsstaðar þekk- ist. islenzkir læknar hafa verið mjög ginnkeyptir fyrir vinnu í Svíþjóð, meöal annars vegna að- stöðumunar að því sagt er. En hvernig var þá, að koma úr þessari dýrð og taka við embætti yfirlæknis á Akureyri? Gauti: „Umskiptin voru ekki eins óskapleg og kannski mætti halda. Ég var búinn aö starfa á Akureyri sem læknastúdent í þrjá mánuöi; þekkti vel Guömund Karl yfirlækni, fólkiö og staöinn. Mér þótti þessi umskipti fyrst og fremst spennandi og ánægjuleg og fannst alls ekki, aö sjúkrahúsiö væri illa búiö eöa frum- stætt á móti því sem ég haföi kynnst í Svíþjóö. Ég tel, aö heilbrigðisþjón- usta sé betri hér en víöast annars- staðar; meira tillit tekiö til félags- legra aðstæöna í sambandi viö innlögn og útskrift sjúklinga, — hægara að ná í lækni, aö minnsta kosti hér á Akureyri og yfirleitt úti á landi. Ástandiö aö þessu leyti er aö Gísli Sigurðsson ræðir við Gauta Arnþórsson yfirlækni a Akureyri vegna er nú svo komiö, aö hér á Akureyri eru margir erlendir læknar í lykilstööum. Samt höfum viö staðið í að gera íslenzkum læknum í Svíþjóö gylliboð, ef þeir koma hingaö og ingalæknis, Girish Hirlekar, sem hér hefur starfaö sem svæfingayfirlæknir í 2Vz ár. Hann er guðdómlegur læknir og hef ég von um, aö hann veröi hér eitthvaö áfram. Sem stendur höfum viö tvo aöra útlenda sérfræöinga í störfum á deildinni og er annar skurölæknir en hinn sérfræöingur í meltingarsjúkdómum. Ég er nú búinn aö vera hér í hálft níunda ár og allan þann tíma hefur okkur aöeins tekizt að fá heim frá Svíþjóö einn lækni, sem haföi verið þar ytra í 20 ár. Og enn er þaö svo, aö mikill skortur er á læknum í sumum sérgreinum." „Mér hefur skilizt á sumum læknum, aö þaö geti verið erfitt aö fá að vera í friöi heima hjá sér og að þeir veröi stundum að iðka eins konar feluleik til þess að eiga frístundir. Er ekki sú hætta fyrir hendi í bæ á stærð viö Akureyri, aö læknirinn sé étinn með húö og hári ef svo mætti segja?“ „Ekki get ég kvartað yfir því og tel þaö ekki meö vandamálum. Ég fæ þaö næöi, sem ég þarf á aö halda og Gauti Arnþórsson yfirlæknir á Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsiö á Akureyri. Arnþórsson yfirlækni sjúkrahúss- ins á Akureyri. Hann ræðir um þessi mál opinskátt og af þeirri einlægni, sem mér finnst endilega aö eigi að ríkja á þessu sviði og sé til fyrirmyndar. Gauti er skurðlækn- ir og hefur framkvæmt á Akureyri sundurleitustu skurðaðgerðir meö mikilli prýöi. Ekki þarf heldur lengi við hann aö ræöa til þess að skynja einlæga samúð hans meö því fólki, sem kemur undir hans umsjá á spítalann, jafnframt áhuga á að kynna sér nýjungar. Hann er fædd- ur og uppalinn á Eskifirði, en var búinn að starfa sem læknir á sjúkrahúsum í Svíþjóö hátt í tólf ár; einkum í Sunsvall og Uppsölum. í kvörtunarkórnum mikla, sem tekur til allra greina þjóölífsins, heyrast raddir um bagalegan tækjaskort á sjúkrahúsum hér. Samt hefur verið vísu ekki gott í Reykjavík, einkum aö því er tekur til smærri kvilla. En þar eins og annarsstaöar fá menn inn- lögn á sjúkrahús í hvelli, sé eitthvað alvarlegt á feröinni. Eins gengur mjög greiðlega aö koma sjúklingum utan af landi á sjúkrahús í Reykjavík, sé þörf á því eins og stundum getur orðið, þegar allt er fullt og ekki hægt að bæta viö erfiðum sjúklingum eöa þá aö þeir þurfa sérstaka meöferö. En þaö eru landlæg vandræöi aö fá starfslið á sjúkrahús úti á lands- byggöinni og bæöi mikill skortur á hjúkrunarfræöingum og sérmennt- uðum læknum. Eg hef sagt þaö áður og segi þaö enn, aö mér finnst nokkur manndómsskortur fólginn í því aö gutla í meöalmennsku á stofnunum erlendis, í stað þess aö taka þeirri áskorun að koma til starfa hér, þar sem þörfin er brýn. Þess- vinna í sérgreinum sínum. Það er afskaplega lýsandi fyrir ástandið, aö viö hefðum ekki getað rekiö hand- lækningar síöastliöin tvö og hálft ár, ef ekki heföi notið indversks svæf- er ekki ónáðaður aö óþörfu. En þaö er ýmislegt annaö, sem ég kysi aö væri ööruvísi, — til dæmis sjálft sjúkrahúsið, sem var teiknaö og byggt á árunum um og fyrir 1950. Ég Mesta kúnst læknisins sjúklinginn er að tala við ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.