Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 2
Mengun og umhverfísvernd eru meðal vígoröa nútímans, hvort tveggja alvörumál en því miður gróflega misnotað af lýðskrumurum og pólitískum spekúlöntum. Hérlendis er mengun frá iðnaði hreint smá- ræði hjá þeirri hrikalegu gróður- eyðingu sem ár og síð herjar fyrir augum okkar. Ef landiö heföi verið jafngróðursnautt á söguöld eins og það er nú hefði alþing aldrei verið háð — þeir sem heima áttu fyrir norðan og austan hefðu ekki komist til þings vegna hagleysis á hálend- inu. Og meir en svo; líkast til hefði landið aldrei byggst efþað hefði ekki boðiö upp á betri kosti en það býður upp á nú. Þegar fyrstu landnámsmennirn- ir komu hingað var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru — ástæðulaust að rengja þá stað- hæfingu Ara fróða. En svo var ekki lengur þegar Ari skrifaði íslendingabók sína tveim og hálfri öld síöar; svo viökvæmur reyndist gróðurinn, svo snemma hófst landeyöingin. Enn eru aö eyðast þær fáu skógarleifar sem eftir standa. Sá sem ekki trúir ætti að skoða sig um hvort heldur er uppi í Borgarfiröi eða austur í Árnes- sýslu. í báðum þessum héruð- um hefur risið urmull sumar- búða, mest í eigu félagasam- taka i höfuðborginni. Lofsvert er það framtak og skyldu margir vegar örlar ekki á smæstu sprotum hvaö þá meir utan Merkurinnar. Hvers vegna? Vegna þess aö Mörkin er girt. Utan hennar er beitiland. Ég hef aðeins einu sinni staðið sauð- kind að því að gæða sér á birki. Eigi að síður þykir mér allt benda til aö hún sé skaðvaldur- inn. Sé svo verða skógræktar- menn og sauðfjárvinir að halda sér við eitt og sama heilræðið: aö hvor hafi sitt; að skógrækt- armenn og sumarhúsafólk haldi sínu kjarri en sauöfjárbændur sínu fé. Girðingar eru það eina sem dugir. Séu kjarrleifar girtar — sama hvað þær eru orðnar rytjulegar — þarf ekki að hafa meiri áhyggjur af því, náttúran sér um endurlífgunina. Fyrr en varir öðlast skógurinn sitt fyrra lífsmagn. En hafi maður nokk- urn metnað fyrir landiö má auðvitað hjálpa til, gera betur. Birkiö varð að lifa hér af milljón ára ísöld og ber þess merki, verður aldrei hátt. Vilji maður fá hávaxnari skóg veröur aö planta hér öðrum trjátegundum. Og það hefur greinilega sýnt sig að margar erlendar trjátegundir dafna hér jafn vel og birkið en verða þó miklu hávaxnari. Ég nefni sérstaklega sitkagreni sem þýtur hér upp úr öllu valdi og veitir betra skjól en flest tré önnur. Auðveldara er að koma upp slíkum trjám þar sem fyrir er kjarr — til að skýla nýgræð- ingnum. En nagað og hálfdautt birkikjarr er ekkert augnayndi, þvert á móti, það er hörmung. Einhver sagði ekki alls fyrir löngu aö Reykjavík væri orðin stærsti skógur landsins. Fram- an af öldinni var því haldið fram að tró þrifust ekki hér um slóðir. Sú ótrú blasir við augum þar sem gengið er um elstu hverfi Reykjavíkur. Þeir, sem á annaö borð lögðu íþað aö planta trjám við hús sín í gamla daga, völdu þeim gjarnan stað sunnan undir húsunum og þá í svo sem fímmtíu sentimetra fjarlægö frá veggl Þar sem þessi tré standa enn ná þau víða upp fyrir burstir og eru hvorki til prýði né ánægju. En eitt er víst: þeir sem upphaflega gróðursettu þau hafa ekki séð þau fyrir sér í núverandi fyrirferð, öðru nær. Trjáræktaráhugi íslendinga hefur gengið í bylgjum. Hann vaknaði upp úr aldamótunum síöustu, dofnaði milli heims- styrjaldanna tveggja, lifnaöi aft- ur viö upp úr ’44 — ísland hins unga lýðveldis skyldi klæða nýjum skógi — dofnaöi svo aftur og fékk sinn versta skell í páskahretinu fræga ’63 sem lagöi að velli flestar Alaskaasp- irnar hér suðvestanlands en þær voru þá orðnar aðalstolt skógræktarmanna. Bráðum byrjar nýr áratugur. Ég mæli um og legg á að hann verði trjá- ræktartíminn mikli. Erlendur Jónsson Skjól eða ber- angur njóta. Athyglisvert er aö þess- um sumarbústöðum hefur svo til alls staöar verið valinn staður þar sem nokkurt skógarkjarr er fyrir. En ánægjan af því verður blandin þegar í Ijós kemur að þaö er víða að veslast upp vegna ofbeitar og átroðnings. Hver er sökudólgurinn? Um það hefur löngum verið deilt. Skóg- ræktarmenn hafa bent á sauð- kindina sem andstæðing númer eitt. Sauðfjárvinir hafa þar á móti varið skjólstæöing sinn, segja að kindurnar beri á landið og gefi þannig jafnmikið og þær taki. Kýr og hestar hafa ekki, svo ég muni, verið ásökuö um að níðast á skógunum. Fáeinir málsmetandi menn hafa haldiö því fram að loftslag sé hér alltof kalt til að skógrækt svari hér kostnaði yfirhöfuð, trjárækt verði hér aldrei annað en kák og tímaeyðsla. Nú er liöiö eitt kaldasta sumar aldarinnar. Samt blasir við hér í Reykjavík og nágrenni — og kannski víðar um land — að tré hafa dafnað vel og bætt við hæð síðan jafnmiklu sem endranær. Tré setja æ meiri svip á þéttbýli. í Heiðmörk hefur víða verið plantað barrskógi sem er að ná góðum þroska. Þar hafa hundr- uð manna lagt hönd að verki. Þó hafa þeir ekki haft við sjálfri náttúrunni. Birkið breiðist svo ört út að undrum sætir. Hins ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.