Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1979, Blaðsíða 10
I* ■l—,lr~v"*— ■ — ■■* - - - ~ Grœnn vetur Sumarið ætlaði aldrei að koma íyrir norðan á þessu ári — og þess verður lengi minnst vegna þess hve ( stutt það var og kalt. ( Segja má, að það standi og falli með duttlungum náttúrunnar, hvort yfirhöfuð sé hægt að búa á hinum harðbýlli svæðum landsins og einkum þá á Norðaustur- landi. Svo mjótt er bilið á milli birtu og éls, að meðalhitinn má ekki lækka neitt að ráði — þá hættir gras að spretta og enn frekari kólnun mundi hafa það i för með sér að frost hætti að fara úr jörðu að sumarlagi. Svo slæmt er það nú ekki ennþá, en cnginn veit, hvað stjórnar duttlungum náttúrunnar og þvi til dæmis, að lægðir taka uppá að stöðvast norður með Noregi og dæla þá ískaldri norðanátt á landið. Sú staða hefur óvenju oft komið upp á árinu 1979 með þeim afleiðingum, að samfelld úrkomutið hefur verið á norðausturhorninu og raunar óvenju- lega lélegt sumar á öllu Norðurlandi. Einhvcr lét svo ummælt, að sumarið hafi ekki sézt; þess i stað hafi ríkt einskonar grænn vetur. Efsta myndin er úr Blönduhliðinni í Skagafirði. Þá var sunnanátt snemma í ágúst, bjartviðri um Norðurland og Mælifellshnjúkur naut sín vel. Á Akureyri voru peyjar að reyna að veiða og þótt trjágróðurinn væri gróskumikill, var óvenjulega kalt í bæ veðurblíðunnar. Á neðstu myndinni erum við komin austur til Húsavikur og svo sem að vanda lét, versnaði ástandið eftir því sem austar kom. Engin sól var til þess að lifga uppá litina i þessari mynd, sem tekin var á bryggjunni á Húsavik. Það sem er óvenjulegt hér, er „hótelið“ á hjólum, sem nokkrir Fransmenn bjuggu í, eða öllu heldur ferðuðust um landið á. Það færist nú mjög í vöxt úti í Evrópu, að bilaleigur hafi á boðstólum bíla af þessu tagi: Þar geta fjórir eða jafnvel 6 sofið, þar er eldhúskrókur og að sjálfsögðu hægt að setja upp þægileg sæti, þegar ferðast er. Kannski kemur það á óvart, að Fransarar skyldu velja ferðabilnum næturstað á meðal drullupollanna við bryggjuna, því nóg er af fallegum blettum á Húsavík og nágrenni. Annað, sem telst óvenjulegt, er yfirbyggingin, eða viðaukinn, sem virðist hafa verið gerður ofan á þak bílsins. Þarna voru nokkrir Reykvíkingar á íerðinni, illa búnir og yfirhafnarlausir og að sjálfsögðu skjálfandi í norðan regninu, en Fransarar voru í / svellþykkum lopapeysum, vel stígvélaðir og í góðum regngöllum, — og leið vel að því er virtist. Kannski við þurfum að læra af þeim eða öðrum, hvernig hitaveitufólk á að búa sig að heiman, — ekki síst á grænum vetri. Að minnsta kosti virðumst við ekki kunna þetta. En það er nú ekki alveg að marka; við höfum ekki búið í landinu nema rúm 1100 ár. GS. (?)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.