Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Blaðsíða 13
Manneskjan er eins og blóm á ruslahaug — óskiljanleg Smásaga Eftir Tito Colliander Viö sátum saman á garöbekk í Buttes-Chaumontgaröinum, gamli maöurinn og ég. Viö fætur okkar á jöröinni lá allskonar skran, eins og vant er aö vera í göröunum í París. Umhverfis okkur börn, þessi fjörugu, frönsku börn, hrópandi, hávær og mæöur þeirra. Ég var ungur þá, aldursmunurinn mikill, en á einhvern hátt er gamli maöurinn samofinn því sem ég uppliföi svo innilega á þessum dög- um, en það var rómantík. Hann var hluti af henni, rómantísk mynd meö- al margra annarra: Óhreini hatturinn, sósublettir á svörtum jakkanum, sem var úr lélegu efni — einnig fátæktin var rómantísk, bæöi mín eigin og annarra. Heitt blóö svall mér í æðum, og eins og ég lít á hlutina núna, var allt rómantískt. Utan rómantíska Ijóm- ans var eins og ekkert minnti á virkilegt líf. Rómantíkin var gleöikrydd, spennugjafi: hún dró upp djörfu línurnar, svo aö mann svimaöi, veitti þor. Vegna rómantíkurinnar gat ég áreiðanlega dáið ungur: Nú jæja, hvar finnumst viö? Hiö alkunna gagnkvæma oröatæki: Hvar hittumst viö — þú og ég, hittumst viö bak viö næsta götuhorn? Bak viö næsta gat á sultarólinni, sem var þegar vel hert, bak viö óaflátanlegt seinlæti póst- hússins aö borga úr væntanlega síökomna þóknun eöa alveg öfugt — einmitt þóknunina, sem ég fékk í dag? Og dagar mínir blómstruöu á breiöstrætunum. Nú bar allt róman- tíska birtu, framhliðar húsanna og trén, blikiö í augum stúlknanna, og bragöiö af drykknum, sem minnti á Baudelaire. Klukkusláttur, klukku- sláttur, hoppandi hver fram hjá öörum. Núna rétt áöan var klukkan eitt, og rétt í þessu sló hún þrjú, og nú sló hún tíu. Við borö hjá gang- stéttinni bíö ég þín sem kemur, og allt í einu breytist allt í heiminum, verður eins og það á að vera, nákvæmt, stundvíst, sem aldrei áð- ur. Hver litarglæta lýsir og hvíslar með skýru leikhúshvísli aö öllum hinum: ég er, ég er, ég er hvarflandi og breytist frá einni stund til annarr- ar, ég hreyfi mig, ég lifi, ég dey hvenær sem vera skal... sjá, þetta er mitt gildi. Mitt óumbreytanlega gildi. Einmitt nú þarf ekki aö gera mynd af neinu, ekki, ekki móta neitt, segja, því að öll orð eru ósönn — einmitt núna. Það var ekki oft sem viö sátum saman á garöbekknum — öldungn- um skaut skyndilega upp og hann hvarf síöan á mörkum þessa ein- kennilega tímabils í lífi mínu. Án meöalgöngu höföum við blátt áfram kynnst þarna á sama bekk — ég man ekki satt að segja hvernig þaö gerðist. En á viku- eöa hálfsmánað- arfresti haföi ég næstum því brýna þörf fyrir aö sjá hann aftur. Sitja þarna viö hliðina á honum og heyra hvaö hann haföi aö segja. Hugsi og hljóðlátur, meö þessa sérkennilegu hlýju móðurmáls síns, rússneskunnar, lýsti hann einu sinni skógi vöxnum hæðunum ígrennd viö Como. — Tré viö tré, tré viö tré, eins og dökkgrænt teppi í bröttum hlíöun- um, alveg upp átopp, hátt, hátt uppi. Tré, þúsundir á Ýúsundir ofan, tíu þúsund, hundrað þúsund hvert viö annað. Milljónir laufa, milljónir greina, kvistir á greinunum, milljónir lifandi svitahola og æöa og frumur í hverju laufi. Og skordýr og lirfur þeirra, og á jöröinni mosar og svampar og allskonar smádýr, og fuglar á greinunum, hreiður þeirra og egg — líf þeirra, allt líf. En þegar menn fara framhjá á bát á vötnun- um, meö lest íþröngum dölunum, þá virða menn þetta allt fyrir sér sem firnastórt, dökkgrænt teppi. Og frá því berst ekkert hljóð, hvorki innan né utan frá. Teppi, sagöi hann. En viö leiöum naumast huga að öllu því lífi sem hrærist undir, sem iðar og hreyfist, veltist og skríöur og þýtur og syngur og æxlast og nærist og er étið, vex og deyr og rotnar — sjálft einskis vitandi um allt það sem er samfara lífinu. Það aðeins er, er til, óvitandi. Einnig fyrir okkar augum er það hulið, eins og leyndardómur. Við sjáum ekki nema úthverfuna geysi- stórt, dökkgrænt teppiö. En allt í einu hér og hvar klýfur hvít rák dökkgrænt teppið. Vatn. Uppi, hátt, hátt uppi, steypist vatniö niöur í freyöandi fossum, sem sólarljósiö tekur fangið. Hvaöan vatniö kemur sjáum við ekki, vitum aöeins, aö einhvers staðar langt ofan að er það komið. Sama vatn sem gefur dölun- um grænan lit og brauð og vín, vötnunum fyllingu, fossunum hraöa. Vatnið sem veitir líf. Seg mér, hvaðan kemur það? Frá snjóbráð í Ölpunum. En Alpasnjórinn, hvaðan kemur hann? Aö sjálfsögöu frá himni, úr skýjunum. Meöan öldungurinn var aö segja frá, rétti hann upp magra höndina og ég sá aö ermarnar á svarta jakkan- um hans voru upptrosnaðar. Hann hló um leiö, og allar hrukkurnar á andlitinu, hvaðan voru þær komnar? Eða Ijósið í augunum? Einmitt svona, svona er því farið með Heilagan Anda. Við vitum ekki hvaöan hann kemur. Tökum aöeins á móti. ... Hann leit beint framan í mig og hló. Frá augunum greindust rákir að gagnaugunum og á enninu mynduö- ust margar hrukkur. Allt andlitiö var Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.