Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Síða 2
LAGSTETT AÐ MYNDAST Bretar eru aö súpa seyöiö af gömlum syndum. Þeir eru aö fá heimsveldiö í hausinn, ef svo mætti segja. Aragrúi fólks af ólíkum kynþáttum hefur leitaö hælis í Bretlandi og fengiö bólfestu þar — meö ófyrirsjáan- legum afleiöingum fyrir samfé- lagiö og menninguna. Byggt á Time. Sextánda öldin var aö renna sitt skeiö á enda, þegar Elísabet I. Englandsdrottn- ing sá ærna ástæöu til aö rita borgar- stjórum helztu borga á Englandi bréf, þar sem hún lýsti megnri óánægju sinni yfir vissri þróun mála: „Undanfarið hefur veriö komið meö ýmis konar blökkufólk inn í þetta ríki, en af þeirri tegund fólks er þegar of mikiö fyrir í landinu." Skipun hennar var þessi: „Þetta fólk á aö senda úr landi." Ennfremur var þýzkum kaup- mönnum heimilaö aö flytja negrana burtu, en þeir höföu aöallega veriö fluttir frá Afríku. Meö þessari konunglegu viöspyrnu var aöstreymi þeldökks fólks skyndilega stöövað. England, sem byggt var ýmsum keltneskum og engilsaxnesk- um þjóðflokkum, sem norrænir innrás- armenn höföu blandazt, hélt áfram aö renna saman í harla samkynja þjóö. „Hvítt eins og engill er hiö enska barn“, orti skáldið William Blake tveimur öldum eftir tilskipun Elísabetar. En svo er ekki lengur. 450.000 ensk börn í skólum landsins eru nú þeldökk. Þau eru afkvæmi 1.9 milljónar innflytj- enda, aöallega frá Pakistan og Samveld- islöndum á Indlandsskaga og í Vestur- Indíum, og hafa endanlega rofiö hina þjóðfræöi'egu heild landsmanna. Hver ríkisstjórnin á eftir annarri hefur reynt aö hamla gegn aöstreymi innflytjenda, og á síöasta ári var heildarfjölda þeirra komiö niöur í 43.000. Yfirgnæfandi meirihluti hinna þeldökku í Bretlandi eru brezkir þegnar, en ekki erlendir verkamenn eins og í Vestur-Þýzkalandi og Frakklandi. Og ennfremur eru rúmlega 40%, eöa 760.000, af þeldökkum brezkum borgur- um fæddir innanlands, og vegna ólöglegs innflutnings (óstaðfestar tölur fyrir 1978 eru 90.000, og margir þeirra hafa keypt fölsk skilríki og komiö gegnum Vestur- Berlín) og fæöingarhlutfalls, sem er helmingi hærra en meöaltalið í landinu, fjölgar þeldökku fólki viöstöðulaust. Engin konungleg tilskipun eöa lög frá þinginu geta sent þessa nýliða „út úr landinu". Þeir eru þegar heima hjá sér og auka mjög, en ekki þakksamlega á litauðgi þjóölífsins í hinu engilsaxneska Englandi. Aökomufólkið hefur breytt ásýnd sex stórra borga, sem eru London, Birmingham, Leeds, Bradford, Leicester og Wolverhampton, þar sem tveir þriöju hlutar þess hafa setzt að. í Oxford Street í London er líklegt, aö feröamenn sjái eins mikiö af skrautlegum túrbönum og svörtum kúluhöttum. í verzlunarhverfum, © Húsakynni innflytjandanna aru oft Ömurlag, — an þeir hafa Ifka haft frá litlu aö hverfa. Þannig ar íbúöin, aam þaaai fjölakylda frá Bangladeah veröur aö láta aár naagja í London. Einn af gamla akólanum, maö kúluhatt og rognhlíf — og naaat á oftir honum: Indvarak kona í eari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.