Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Page 3
verksmiðjum og skólum er litarháttur
mannfjöldans allt frá hvítum til te-brúnna
Indverja, rjómakaffilitra Pakistana og
súkkulaðibrúns fólks frá Vestur-lndíum.
Á hinni glæsilegu götu, Regent’s Park
Road, er ekki hægt að þverfóta í
Ramadan (föstumánuði múhameðstrú-
armanna) fyrir Aröbum liggjandi á bæn.
Karnabæjarstræti, þar sem þínupilsin
komu fyrst á markað á sjöunda áratugn-
um, minnir nú fremur óþægilega á
austurlenzkt verzlunarhverfi, en helming
verzlananna þar eiga og reka Indverjar
og Pakistanar. Hvert sem litiö er, ber
Bretland þess merki, að það sé orðið
samfélag fjölda kynþátta.
En þótt leitt sé að segja það, þá hefur
hinn hvíti meirihluti reynzt ófær um að
geta aö fullu fellt sig viö þessa þróun,
sem hefur svo gagngerar breytingar í för
með sér. Stjórnmálamenn halda áfram
að tala um „innflytjenda vandamálið“,
þegar hinn raunverulegi vandi, sem menn
hafa ekki viljaö kannast við í meira en
áratug, er fólginn í hinum síversnandi
samskiptum kynþáttanna. Fyrsti ind-
verski borgarstjórinn í Bretlandi, Jagdish
Rai Sharma, 44 ára gamall, var settur inn
í embætti fyrir þremur mánuðum í
borgarhlutanum Hounslow í vesturhluta
Lundúna, þar sem aöeins 10% kjósenda
eru af Asíuuppruna. Hann segir: „Meiri-
hluti ensku þjóðarinnar er umburöarlynd-
ur og heiðarlegur, en þetta góða fólk
verður aö láta til sín heyra og standa
saman. En ennþá hefur of mikið af þessu
„góöa fólki“, sem vantar forystu, alger-
lega þagaö. Síðastliöinn vetur varö Viv
Anderson, ættaöur frá Jamaica, fyrsti
blökkumaöurinn, sem rauf litarhefðina í
enskri knattspyrnu á alþjóölegum vett-
vangi, og af því tilefni skrifaði íþrótta-
fréttaritari hjá Observer: „Svarta byltingin
í enskri knattspyrnu er ekki á leiðinni.
Hún er þegar hafin.“
Sú bylting er meira táknræn en
raunveruleg. Áhorfendur á knattspyrnu-
kappleikjum virðast ekki enn hafa neitt
samvizkubit af því að hrópa „Coon!“
(niðrandi orð um negra) að blökkum
leikmanni á velli. Reiði og gremja, sem
einnig kemur fram sem beint hatur, er
meira áberandi. Á tímum vaxandi at-
vinnuleysis telja hinir hvítu, aö störfum
þeirra, heimilum og jafnvel menningu sé á
einhvern hátt hætta búin af hálfu hinna
þeldökku á meöal þeirra. NEGRANA
BURT er klínt á veggi. Daglega skýra
blööin frá einstökum atvikum, er sýna,
hversu flókin kynþáttavandamál Bretland
á viö að stríða. Til dæmis gerðist það
fyrir skömmu, að opinber starfsmaður
(innflytjendaeftirlitsins) sagði Breta af
austurlenzkum uppruna við heimkomuna
eftir ferö til Frakklands, aö „við viljum
ekki of mikið af þinni tegund til þessa
lands". Embættismaðurinn vissi ekki, að
hann var að tala við einn úr lögreglunni í
Vestur-Jórvíkurskíri. í skuggahverfum
borga veldur kynþáttaofbeldi hvítra
mann og afbrotafaraldur meðal hinna
svörtu gagnkvæmum fjandskap. Hvítum
manni er veitt fyrirsát. Svörtum unglingi
er troðið undir almenningsvagna af óðum
fótboltalýð. Dauðri mús er smeygt inn í
nestisskrín verkamanns frá Bengal. Og
það er ekki lengra síðan en fyrir viku, að
Asíumaöur var barinn til ólífs af þremur
hvítum mönnum í austurhluta Lundúna.
Það var ef til vill óhjákvæmilegt, aö
innflutningur svo mikils fjölda manna af
mismunandi þjóðerni og litarháttum
myndi vekja ævafornar fjandsamlegar
kenndir jafnvel meöal brezkra heims-
borgara. í Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi,
Niðurlöndum og á Noröurlöndum vekur
nærvera fjölda erlendra verkamanna,
sem þó dvelja þar um stundarsakir,
viðbrögð, sem spretta af kynþáttahatri,
og þar á meöal ofsóknir og ofbeldi á
stundum. En þaö sem er hryggilegast viö
kynþáttafjandskapinn í Bretlandi áratug
eftir hámark innflytjendastraumsins, er
að hann fer fremur vaxandi og aö í
þessum málum ríkir nær stefnuleysi.
Þegar kosningabaráttan var háð í Bret-
landi í apríl, brutust út blóðugar kyn-
Þegar uppúr sýður: Lögreglumenn meö ungling frá Vestur-lndíum, þegar óeiröir uröu á Notting Hill (fyrrs.
Blandaöir ávextir — en allt meö friöi og spekt. Skóladrengir, einkennisklœddir aö
vanda, í skóla í Austur London.
þáttaóeiröir í Southall í vesturhluta Lund-
úna, þar sem Pakistanir og Indverjar búa
þéttast í höfuöborginni. Lögregluliö var
þar nærstatt til að koma í veg fyrir átök
milli róttækra vinstrimanna og nýfasista-
hreyfingarinnar National Front, sem ætl-
aði aö halda útifund þar. En áöur en hinir
pólitísku andstæðingar, sem aö mestu
leyti voru hvítir, voru mættir aft neinu
marki, hófu hundruö ungra Indverja og
Pakistana af sjálfu sér að kasta grjóti og
fiöskum á lögregluna. Brátt barst henni
liðsauki, sem gerði öfluga gagnárás,
barði unga Asíumenn niður og drógu þá
inn í lögreglubíla. „Þeir fengu það, sem
þeir báöu um“, sagði reiður lögreglu-
þjónn á eftir. í átökunum er fullyrt, að
lögreglan hafi barið hvítan Ný-Sjálending,
kennara að nafni Blair Peach, 33ja ára,
með þeim afleiöingum, að hann lézt
vegna áverka á höfði og varö þegar
þíslarvottur vinstri manna.
Átökin sönnuðu það enn á ný og var
þó óþarft, að kynþáttavandamálin í
Bretlandi hafa aukizt með því að ný
kynslóð blakkra og dökkra borgara meö
meira sjálfstraust hefur vaxið úr grasi og
er ákveðin í að krefjast réttar síns meö
þeim hætti, sem foreldrar þeirra dirfðust
aldrei. Stjórnin hagar sér eins og tími og
góður ásetningur muni á einhvern hátt
leysa kynþáttavandamálin, og flestir
Bretar eru einfaldlega óviðbúnir því að
takast á við þann vanda, sem fylgir því að
laga sig aö samfélagi margra kynþátta. í
rauninni neita menn almennt aö viður-
kenna þá staðreynd. í síðustu meiri
háttar skoöanakönnun um kynþátta-
vandamál, sem Gallup gerði í febrúar
1978, fannst 49% hinna spurðu, að hinum
þeldökku ætti aö veita fjárhagslega
aöstoð til að snúa aftur „heim“, alveg
eins og þeir væru það ekki þegar. í fyrra
mánuöi sýndi brezka sjónvarpið mynd af
því, er lífverðir drottningar voru að
undirbúa hina litskrúöugu athöfn á hinum
opinbera afmælisdegi hennar. Frétta-
maöur, sem kom auga á þeldökkan mann
í einkennisbúningi, spurði hann léttur í
tali: „Hvað kemur til, að þú kemur alla
leið frá Pakistan til aö vera í lífverðin-
um?“ Sá svaraði: „Ég kem ekki frá
Pakistan. Ég kem frá Birmingham."
Meft fáum undantekningum eru brezkir
verkamenn mjög gramir vegna innflutn-
ings hinna þeldökku. Þess vegna hefur
hiö áhrifamikla Verkalýössamband farið
sér hægt iíaö reyna aö skapa jafnrétti
milli kynþátta á vinnumarkaðinum. Á
ráöstefnu sambandsins um kynþátta-
vandamál fyrir skömmu sagöi formaður
jafnréttisnefndar, Bill Keys: „Þaö veröur
að játa, aö Verkalýössambandið hefur
verið seint á ferðinni, hvaö snertir
kynþáttavandamálin." Asíumaöur meðal
fulltrúa sagöi, aö réttur heföi verið
brotinn á tugum þúsunda þeldökkra
Breta á hverju ári, er þeir heföu sótt um
atvinnu. Póstmaður frá Vestur-lndíum
sagöi í ögrunartón: „Fólk er að tala um
okkur, en talar um okkur í fjarska. En ég
skal segja ykkur þaö, að það verður
engin lausn fundin á þessu, fyrr en fólk
viðurkennir rétt okkar!"
Og vissulega virðast Bretar líta á
kynþáttavandamálin sem slys, sem þeir
vonast til að jafna sig eftir. í heimsstyrj-
öldinni síðari börðust margir kynþættir
hvaðanæva úr heimsveldinu undir brezka
fánanum. Áriö 1948 lagði þakklát verka-
mannastjórn fram lagafrumvarp í Parla-
mentinu, Brezku þjóöernislögin, er ætlað
var að binda hin nýju Samveldislönd
sterkari böndum, en þar er kveðið svo á,
aö borgarar þeirra væru einnig borgarar í
Brezka konungdæminu og nýlendum
þess. Þannig var skapaöur hinn lagalegi
farvegur aðstreymis innflytjenda til Bret-
lands í framtíöinni. Gamla heimsveldið
bólgnaði innvortis. Um 1955 tóku fyrstu
blökku andlitin að birtast í borgum
Jórvíkurskíris. En 1962 tók hiö áhyggju-
fulla brezka þing aö þrengja rétt borgara
Samveldislandanna til aö koma til Bret-
lands með því að krefjast þess, að þeir
hefðu fengið vinnu eða hefðu verkkunn-
áttu, sem þörf væri á. Á þennan hátt var
smám saman dregiö úr aöstreymi inn-
flytjenda.
En vandamálin voru þegar flutt inn í
landiö. Áriö 1965 samþykkti þingið Lög
um samskipti kynþátta, þar sem bannaö
var að æsa til kynþáttahaturs. 1968 og
1976 voru lögin gerö víðtækari og
mismunun gerð óheimil í skólum, á
vinnustöðum og í húsnæðismálum. Þá
var sett á laggirnar nefnd til aö tryggja
jafnrétti milli kynþátta, og fékk hún vald
til að láta fara fram rannsóknir á meintri
mismunun í þeim efnum. Fyrsti umtals-
verði árangur aögeröa hennar náðist í
nóvember s.l., er nefndin bannaöi veit-
ingahúsi í Birmingham aö takmarka
aögang þeldökkra, eins og gert haföi
verið. Nefndin lef einnig til skarar skríða
viö aö koma til aðstoðar einstaklingum
eins og Sohan Singh Saggu, verkamanni
á verkstæöi í Leeds, sem haföi neyðzt til
að byggja 180 sm hátt skilrúm í kringum
rennibekk sinn, því að samverkamenn
hans voru alltaf að spýta á hann. Eftir aö
jafnréttisnefndin hafði skorizt í leikinn,
hét verkstæöisformaðurinn því aö stöðva
óhæfuna og Saggu tók niður skilrúmiö.
En sjaldnast ná afskipti hins opinbera
til hinna daglegu erja á milli kynþáttanna.
Hinir hörundsdökku minnihlutar, sem eru
margklofnir og innbyröis sundurþykkir og
tortryggnir, hafa ekki getað enn sem
Sjá næstu síðu