Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Síða 9
„Ég sé eftir því aö hafa flutzt heim. Já, ég sé eftir því nú oröiö“, segir Svavar og horfir fast útum norður- gluggann, þar sem Esjan blasir viö, hvít niöur í rætur. Skammdegiö er á næsta leyti, föl vetrarbirta lýsir upp vinnustofuna, þar sem fullunnin og hálfkláruö verk standa á tvist og bast. „Ég hef oft hugsað um þetta, — hversvegna þú fluttir heim eftir alla þína velgengni í Danmörku. Alltaf skal klárinn sækja þangaö sem hann er kvaldastur“. „Þaö er of seint aö sjá eftir því núna“, segir Svavar, „en ég var bara svo mikill Islendingur í mér. Einhvern veginn kom aldrei annaö til greina." „Þú hefur heldur ekki svona útsýni í Danmörku. Sjáöu Esjuna í dag; þér finnst hún kannski lítil- mótleg hjá fjöllunum austur í Hornafirði“. Svavar þagöi og virti fyrir sér Esjuna og nýja hverfiö noröur af Háaleitisbrautinni, þar sem hann býr. Þegar hann fluttist til Reykja- víkur austan úr Hornafiröi, voru hér einungis grýtt holt. „Esjan já, hún er ekki sem verst. En ég lít hana dálítiö óhýru auga síöan í fyrra aö hún varö ungum frænda mínum að bana. Fjöll hafa alltaf orkað sterkt á mig. Ég held líka aö ég hafi alltaf lagt — og leggi enn — náttúruna til grundvallar, þegar ég mála. Umfram allt fjöll, — já fjöll og vatn. En má ekki bjóöa þér rauövínstár? Þaö er búlgarskt sýnist mér, — ágætis vín“. Ég minntist á frama Svavars í útlandinu; merkilegt aö komast svona inn í þessi fínu félög; þessar fínu klíkur, spuröi: „Ertu ekki líka innsti koppur í búri hjá klíkunum hér? Þeir hljóta aö snobba fyrir þér“. „Jæja, heldurðu þaö. Ég get sagt þér, aö ég er ekki í nokkurri andskotans klíku og hvergi innsti koppur í búri. Mér var aö vísu boðið aö vera gerður heiöursfélagi FÍM, en ég baö manninn sem hringdi aö bjarga því í guös lifandi bænum aö mér yröi hlíft viö öörum eins heiöri". „En þú ert þó í FÍM?“ „Já, mikil ósköp, — ég er félagi þar“. „Ertu í ríkum mæli í andlegu samfélagi við kollega þína í list- inni?“ „Nei, langt í frá. Ég er ekki í andlegu samfélagi viö nokkurn mann í þeim söfnuöi. Það er þá helzt aö sumir yngri strákarnir tali viö mig, — Einar Þorláksson til dæmis. Viö ræöumst viö annað slagiö. Hitt er svo annað mál, aö mér þykir hvorki betra né verra aö ræöa við málara en annað fólk. Ætli þaö sé ekki eitthvað viö allar manneskjur, ef vel er gáð“. „Það er náttúrlega misjafnt, hvaö menn hafa mikla þörf ffyrír sálufé- lag. En mér skilst að þú sért sögumaður og skemmtilegur í fé- Rætt við SVAVAR GUÐNASON listmálara í tilefni sjötugsafmælis hans, sem er á morgun, 18. nóvember. eftir Gísla Sigurðsson lagsskap. Finnst þér þú kannski vera full einangraður?“ „Jú, ég er ekki frá því“. „En þú ferö á sýningar og fylgist meö því sem er að gerast í myndlistinni hér í fásinninu“. „Þaö geri ég og hef ánægju af, — misjafnlega mikla aö vísu“. „Hvaö finnst þér gömlum fram- úrstefnujaxli um vaxtarbroddinn á vorum dögum, eða þetta, sem kallaö er nýlist og konsept?" „Sko, maður hefur staöiö í þessu sjálfur; ég hef samúð meö þessu fólki. En þegar búiö er að sturta malarhrúgu inná gólf og sagt aö þaö sé listaverk, þá er ég einfaldlega ekki meö á nótunum. Þetta nær ekki til mín, þaö er allt og sumt“. — O — Sjálfur hefur Svavar staðiö fyrir einhverri mestu framúrstefnusýn- ingu, sem hér hefur verið haldin. Þaö var í stríöslokin 1945 og Svavar kominn heim eftir alllanga dvöl erlendis. Hann sýndi þá í Lista- mannaskálanum viö Austurvöll óhlutvakin verk; púra afstrakt í „fúgustft" eins og Svavar orðaöi þaö. „Sumir voru hneykslaðir og hálfpart- inn hentu í mann miöunum", segir hann. Björn Th. Björnsson minnist sérstaklega á þessa sýningu í mynd- listarsögu sinni og þá, hver áhrif hún haföi á unga og óharðnaöa menn: SJÁ NÆSTU SÍÐU að ekkert taki Svavar heima hjá sór meö aöra cobra-myndina, sem hann á eftir. „Ég var aldrei mjög pólitískur. Mér leiddist ævinlega, þegar einhverjir „Aldrei líöur svo ár“, segir hann, „aö ekki sé spurt eftir myndum frá drulluhlunkar voru aö draga sig saman í fólög“. þessu tímabili“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.