Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Qupperneq 10
,Veðrið“, eitt af meiriháttar verkum Svavars Guönasonar, prýðir nú byggingu háskólans í Árósum „Þaö var mikiö um fagurfræöi- lega göngutúra í ágúströkkrinu 1945. Loftsteini haföi lostiö niður í miðbæ Reykjavíkur, furöusend- ingu frá öðru menningarsviði, og okkur ungu mönnunum dugöi ekkert minna en Örfirisey og allar Framnesfjörur til þess aö gera viöbrögðum okkar eitthvað á fæt- urna. Þess á milli löbbuöum viö niöur í Listamannaskála til þess aö horfa á viöundriö stækka og magnast um veggina, horfa á galdrameistarann sjáifan, í slitinni peysu meö vindilstubb ímunnvik- inu, og á jógana tvo, Þórberg og Erlend í Unuhúsi, birtast á gólfinu, ýmist hér eöa þar, deklamerandi furöuleg heiti: Selameyjar, Fjall- fiskur, Sumarmálasindur. ..." Meno voru sumsé upptendraðir af þeim rökum þessarar framúrstefnu- listar, að litur og lína ættu ekki aö standa fyrir neitt annað en sjálft sig. Blár litur var bara blár litur og ekki endilega ígildi sjávarins. Og umfram allt: Þaö var stranglega bannað að hafa eitthvert frásagnarívaf, — það tilheyröi bókmenntunum aö segja sögur. Sögumaðurinn snjalli, Svavar Guðnason, mátti ekki brenna sig á því og hefur heldur ekki gert það. Hann heldur sig enn viö efnið; málar ennþá afstrakt, — en segir sínar sögur munnlega. ' — O — „Nú heyrir það sögunni til, að menn hafi ekki aö éta, — og kannski eru ungir listamenn alls ekki eins tilbúnir í að láta allt á móti sér í nafni listarinnar og þið voruð hér í dentíö. Mér skilst þú hafir soltið heilu hungri; jafnvel hér heima, áður en þú sigldir til Dan- merkur“. „Rétt er þaö, — þetta voru vondir tímar. Ég hafði ofan af fyrir mér í Reykjavík á árabili eftir að ég lauk verzlunarprófi frá Samvinnuskólan- um og fram til 1936, aö ég hleypti heimdraganum og fór á akademíiö, sællar minningar. Þetta var í svört- ustu kreppunni og ekkert aö hafa nema snapir. Um tíma var ég við útkeyrslu hjá ölgerð; keyrði vörubíl. Þá var um að gera aö vera snöggur, þegar eitthvað var auglýst og ég sagði þeim auðvitaö aö ég væri fúlbinfarinn á vörubíl, þótt ég hefði ekki einu sinni bílpróf. En þaö voru þrjár vikur þartil ég átti að hefja starfið og ég notaði þær til þess að læra á bíl. En sú dýrð stóð ekki til langframa og maöur var atvinnulaus aftur og aftur. Þá boröaöi ég á Heitt & Kalt, sem var matstofa í Hafnarstræti; það er aö segja þegar aurar voru til. Ólafur Friðriksson boröaöi þar líka; hann var af lífi og sál í verkalýðsbar- áttunni á þessum árum, og vissi, aö ég var auralítill og gaf mér stundum fyrir mat. Þá kostaöi máltíðin krónu." „En þú varst ákveðinn í að verða málari, eða hvað?“ „Já, ég held ég hafi verið þaö. Samt málaöi ég ósköþ lítiö á þessum árum; það var aðeins smádund í atvinnuleysi og tómstundum. Á þessum árum kynntist ég Jóni Engil- berts, — hann var hress og sjálfum sér líkur eins og hann var alltaf. Kjarval kynntist ég líka og hann ýtti undir mig að halda utan til náms. Og Jón Þorleifsson þekkti ég austan úr Hornafirði". „Já, hann var frá Hólum. En Ásgrímur hefur verið í Hornafirðin- um áður en þú fórst að muna eftir þér?“ „Ætli hann hafi ekki veriö þar um þaö leyti sem ég fæddist, eða þá einhverntíma á bernskuárum mínum. En þegar ég komst til vits og ára, voru þeir að mála heima í Hornafirði, Höskuldur Björnsson og Jón Þorleifsson. Bjarni Guðmunds- son í kaupfélaginu málaöi líka og hélt sýningar í Reykjavík á efri árum sínum. Ég vann meö Bjarna og við fórum saman að mála á sunnudög- um; settum niöur trönur og máluöum fjöllin og jöklana, miklar fjarvíddir. Eg man aldrei eftir því aö við reyndum aö mála nærmyndir úr náttúrunni. Mér þótti þetta skemmti- legt, en stundum kom fyrir að pabbi þurfti að nota mig til einhverra snúninga á sunnudögum og þá komst ég ekki meö Bjarna. Mér þótti það hálf súrt.“ í samtali við Matthías Johannes- sen, sem birtist í Helgafelli 1959, segir Svavar frá því ævintýri, þegar þeir Bjarni pöntuðu liti beint frá útlandinu: „ Viö bestilltum liti ísameiningu, beinustu leiö frá Englandi, og þaö var mikill dagur, þegar litapöntun- in kom, get ég sagt þér. Ég tók hverja túpu fyrir sig og hélt á henni, eins og ég hefði náö handtaki á hamingjunni, skrúfaói svo lokið af og horfði drykklanga stund á litinn og fannst hann eins og dýrmætur gimsteinn og þaó gengi guölasti næst að kreista þetta út, nei, þara horfa.... Litirnir voru töfralyklar. Þeir geröu lífiö ríkt og merkilegt, en svo fór nú viökvæmnin af, þegar maöur var búinn aö kreista úr nokkur hundruö túþum og sóöast íþessu árum saman. ..." Svavar: „Á Höfn voru fimm hús, þegar ég var að alast upp; þú getur séö þaö á myndum eftir Ásgrím. Þetta var dýrlegt pláss. Menn röru til fiskjar og höföu smávegis búskap; flestir áttu tvær kýr. Mitt verkefni var aö reka kýr og sækja þær í haga. Nú er Höfn orðin hundleiðinleg; maöur ratar ekki einu sinni." „Já, svona er lífið. Og þú hélst þína leiö, — frá Hornafirðinum og frá kreppunni í Reykjavík. Hvernig datt þér í hug að fara undirbún- ingslaus á akademí?“ „Hér heima var enginn skóli. Kannski voru þeir eitthvað að kenna Jóhann Briem og Finnur Jónsson. Jú, líklega hefur þaö verið. Æ, ég vildi bara fara beint út og tók mér far með Brúarfossi veturinn 1936. Ég átti þá 250 krónur; það dugði svona rúmlega fyrir farinu. Föður mínum leizt víst meinilla á þetta tiltæki, en hann vildi ekki beita mig neinum þvingunum. Við vorum fjórir bræö- urnir; ég var næstyngstur." „Þetta var á miðjum vetri. Gaztu bara gengið inn í akademíið, þegar þérþóknaðíst aö koma?“ „Eg haföi meö mér þaö litla sem ég átti af myndum og lagði þær fram. En þaö var ekkert inntökupróf. Jón Engilberts var þá í Höfn; hann fór meö mér og við lögðum drasliö fyrir Kræsten Iversen prófessor, sem var nágranni Jóns. Iversen bar þetta undir hina prófessorana og það var ákveðið aö hleypa mér inn.“ „Þaö hefur verið stór stund“. „Þú getur nærri". „Og svo var farið að mála „kúb- istíska kvenmannsbóga" eins og þú hefur einhversstaðar sagt“. „Endalausa kvenmannsbóga, endalaust kvenmannskjöt. Og þeir gengu á milli nemendanna, blessaðir prófessorarnir og gerðu sig soldið merkilega, sögöu: „Hún stendur nú ekki alveg svona bein, heldur svona og svona, og „sá skal De sætte lidt varmere farve pá maven". Já, ein- mitt: pínulítið meiri hlýju á magann. Æ, það var alveg vemmilegt". „Hvaö ætli þér hafi veitt af aö teikna dálítið kvenmannskjöt. Þú hefur nú varla verið neinn snillingur í teikningu eins og sakir stóðu“. „Mér fannst það ekki beint leiðin- legt, en eilíf endurtekning á því sama og ósköp innihaldslaust. Það var verið aö juöa í þessu akademíska málverki án þess aö nokkuð geröist og stundum vorum viö látin apa eftir grískum skúlptúr, en það var nú ekki stór hluti námsins. Ég held þetta hafi verið gleöikonur, sem sátu fyrir“. „Og það hefur ekki sótt á þig síöan að mála kvenfólk?“ „Nei, en það hefur sótt á mig að komast á kvennafar". „Heldurðu aö það sé eitthvað sérstakt og óvenjulegt? En ég hef nú haldið hingaðtil, að þaö sé eins og að læra stafrófiö fyrir einn málara aö ná einhverju valdi á teikningu“. „Ég efast um það, já, ég held jafnvel aö þaö geti skaðaö suma málara aö láta þá jagast mikiö á teikningum. Sumir málarar mála þannig. Aldrei lærði Carl-Henning Petersen að teikna. En hann var góður málari. Við Carl-Henning vorum góöir vinir og hann heimsótti mig oft; kom þá gangandi nokkuð langa leið. Hann var svo fátækur, að hann átti ekki fyrir strætó". „En þú?“ „O, þetta voru algerar snapir. Fljótlega fékk ég húspláss og ágæta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.