Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Blaðsíða 8
Niöarós eöa Þrándheimur eins og
bærinn heitir í dag er aö mörgu leyti
tengdari íslendingum en aðrir staöir
í Noregi frá sögulegu sjónarmiöi.
íslendingar geröu tíðreist til Niöar-
óss á söguöld eins og fram kemur af
bókum og áttu þangaö margskonar
erindi. Og þaö er íslenskum sögurit-
urum aö þakka aö Norðmenn eiga
ýmsar heimildir um þennan staö frá
miðöldum sem annarS heföu glatast.
Bærinn stendur á gömlum merg.
Þaö var Ólafur konungur Tryggva-
son sem ákvað áriö 997 aö þar
skyldi vera aðsetur Noregskonunga
og mun hafa þótt staöurinn fýsilegur
fyrir margra hluta sakir. Hann lá
nokkuð miösvæöis í hinum langa og
mjóa Noregi — þar voru blómleg
héruö um kring og greiöar samgöng-
ur til Svíaríkis yfir Kjölinn og þaðan
til sjávar viö Botneskaflóann og viö
ósa árinnar Nið var hiö ákjósan-
legasta skipalægi fyrir þeirra tíma
skipakost.
Ólafur konungur Haraldsson kem-
ur mjög við sögu Niðaróss, ekki
síður eftir fall hans á Stiklastaö áriö
1030 og fregnir fara aö berast af
jarteiknum viö skírn hans og hann er
tekinn í heilagra manna tölu. Þá tóku
pílagrímar að streyma til staöarins
hvaöanæva aö og hafa þeir aukiö
hróöur hans svo um munaði. Erki-
biskupsstóll var settur í Niöarósi áriö
1152 og þá þegar var hafist handa
um eina merkustu kirkjubyggingu á
Norðurlöndum, þar sem er dómkirkj-
an. Hún er í dag talandi vottur um
stórhug, auð og völd kirkjunnar á
þessum tíma. Þaö er skemmtileg
tilhugsun, aö íslendingar, sem þarna
voru margir á ferð eftir að kirkjan var
risin af grunni, hafi barið augum
þvílíkt mannvirki komandi sennilega
úr lágreistum húsum heima.
Bærinn hefur síöan átt sína niöur-
lægingartíma og sín blómaskeiö. Þar
komu til átök milli hins kirkjulega og
veraldlega valds, ófriöur konunga og
ríkja á milli og skæöar drepsóttir.
Eldsvoöar voru tíöir í bænum fyrr á
öldum enda byggingum hætt, þar
sem hús voru allflest úr timbri og
stóöu þétt. í einum brunanum áriö
1681 brann t.d. 9/10 hluti húsa og
dómkirkjan fór ekki varhluta af
eyöileggingum elds. Alltaf var þó
byggt upp á ný enda Þrándheims-
búar enn í dag orðlagðir fyrir þraut-
seigju samfara hæfilegri íhaldssemi.
Hnattfræðilega stendur Þránd-
heimur örlítiö sunnar en Reykjavík
eöa álíka og Vestmannaeyjar. Um-
hverfið er þó allt gróskumeira en hjá
okkur, skógivaxnir ásar og hæöir um
kring og árið 1830 var gert verulegt
HULDA VALTYSDOTTIR
átak í því aö planta götutrjám í
miöbænum sem setja á hann hlýleg-
an svip. íbúarnir eru um 135 þúsund
og hefur fjölgað mjög síðustu ár. Ný
hverfi hafa risiö í útjaöri bæjarins
með stórum blokkarbyggingum eins
og víöa annars staöar og eru lítt
aölaöandi. í miöbænum viröist á ytra
boröi allt frekar í hægagangi, umferö
lítil þótt á staðnum sé fjölskrúöugt
athafnalíf. Gömlum timburhúsum er
vel viö haldiö og nú er farið varlega í
allar nýbyggingar í hjarta bæjarins.
Stundum stöðvast þær af ófyrir-
sjáanlegum orsökum eins og t.d.
þegar fara átti aö byggja viö bóka-
safnið á bökkuð Niðelfunnar árið
1970 skammt frá þeim staö þar sem
er álitiö aö konungsgaröurinn hafi
staðið til forna. Þegar fariö var aö
grafa var komið niður á mannabein
og minjar frá því um árið 1100. Síðan
er ekki hroflaö viö neinu á bygg-
ingarlóöinni nema meö teskeiö — og
viö þaö situr. En þaö er ótal margt í
Þrándheimi sem minnir á söguna og
forna frægö, og yröi allt of langt mál
upp aö telja, en dómkirkjan er
Til vinstri:
Dómkirkjan í Niöarósi eó
N'éndheimi er tvímœialaui
ein merkasta kirkjubygging
Noróurlöndum og þótt víöi
væri leitaö. Bygging henm
hófst um 1150 og var heni
valinn staöur á eöa vió gri
Ólafs helga. Kirkjan er bygg
í ensk-gotneskum stíl og bc
stórhug og veldi kirkjunnar
þeim tíma glöggt vitni. Kirk
an hefur þó oröiö fyrir ýmsui
skakkaföllum í aldanna rái
bæöi vegna eldsvoða og i
öörum orsökum en síóust
100 ár hafa farió fram gagr
gerar endurbætur á henni o
er þeim ekki lokiö enn þó
langt séu komnar.
Nærmyndin af forhlið dón
kirkjunnar ætti að gel
nokkra hugmynd um hvemi
menn á 12. öld töldu a
standa ætti aö bygging
guóshúss.
Aö neðan til vinstri:
Fagrar línur og listileg sml
vió dyr á hliðarskipi Dón
kirkjunnar.
SVPMYNDIR
FRA
ÞRANDHEM
í miöbænum eru götur víöa þröngar og eru I
„veitur“. Þarna er horft inn Bruveita, sem
ekki sú þrengsta. Þessar mjóu götur setja s
an svip á bæinn og bera þess vott aö hann i
á gömlum grunni sem lagöur var löngu fyrii
— já, löngu fyrir daga Snorra Sturlusonar.