Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Blaðsíða 2
Ljóðasmiður úr Laugardal — síðari hluti Eftir Sigurð Skúlason magister Hjálmsstaöir í Laugardal. Bærinn stendur innst í Króknum, sem svo er nefndur þar í sveit og um 3 km austan við Laugar- vatn. Þarna er afburöa fallegt bæjarstæði, en á myndinni sést báru- járnsklætt timburhús, sem Páll byggði. Reitt heim af engjum. Hér teymir Páll á Hjálmsstöðum langa lest og heldur á einum sona sinna í fanginu. Páll umgekkst að sjálfsögðu mikið hesta og snjöllustu hestavísur hans eru meö því bezta, sem til er af því tagi. Páll á Hjálmsstööum. Þessa mynd tók Jón Kaldal á efri árum Páls. ÚTHANN TEKUR ENGANKLÚT OG EKKINEITT AF PRJÁLI Kynni Páls af listmálurunum Þór- arni B. Þorlákssyni og Jóhannesi S. Kjarval voru miklu nánari. Þórarinn heillaöist upp úr síöustu aldamótum af fegurö Laugardalsins, dvaldist þar þá stundum aö sumarlagi fáeina daga í senn og málaði landslags- myndir. Þeir Páll kynntust þá brátt og uröu góðir vinir. í örstuttu máli tekst Páli býsna vel aö lýsa Þórarni og listrænum viðhorfum hans. Þegar Þórarinn reisti sér sumarbústaöinn Birkihlíö í brekkunni fyrir ofan Laug- arvatnsbæinn sumarið 1923 skor- aöi hann á Pál, sem hann nefndi „skáld Dalsins", aö flytja kvæöi í risgjöldum hússins. Páll segir aö lítið hafi oröiö úr drápunni hjá sér, en samt hafi hann flutt málaranum kvæöi. Er það prentaö á bls. 193 í Minningaþáttum. „Hann elskaöi Laugardal meir en flestir aörir aökomumenn," sagöi Páll um Þórarin listmálara. En því miður naut Þórarinn bústaðar síns þar skamma hríö. Hann haföi kennt hjartasjúkdóms, vann samt af kappi aö smíöi húss síns, en varö bráö- kvaddur þar sumarið 1924. (Sjá Minningaþætti, bls 193). Páll segir hressilega frá því hvern- ig hann kynntist Jóhannesi S. Kjar- val. Um þaö komst hann þannig aö oröi: „Ég kynntist Jóhannesi Sveins- syni Kjarval fyrst í Þingvallaréttum. Þá var ég nýkominn þangað flengríöandi og viö skál, glaöur og reifur og sjóöandi heitur. Hann var þar hjákátlega búinn meö málara- grindina sína og logandi glampa í augum, órakaður og spekingslegur. Viö áttum margt saman aö sælda þann dag og svo varö, aö viö gistum saman í Skógarkoti um nóttina. Sváfum við einir saman í herbergi og skröfuðum margt. Þaö fór vel á meö okkur. Sumir segja, aö Kjarval sé skrýtinn og lítill alvörumaöur. Mér hefur alltaf fundizt, aö hann væri alveg eins og hann ætti aö vera og meiri alvörumaöur en flestir aörir. Ég hitti hann oft í Reykjavík, og alltaf bauð hann mér heim til sín. Einu sinni sagöi ég viö hann í glensi: Þú skreppur nú austur til mín. Þaö skal fara vel um þig. Svo geturðu leitað viöfangsefna í Laugardal." En Kjarval svaraði: „Eg geri það ekki, nema þú heilsir mér meö kvæöi.“ Ég bjó mig undir aö taka á móti snillingnum og meðal annars meö því aö hafa kvæöiö tilbúiö. En Kjarval kom ekki. Hann hefur ekki komið nógu oft í Laugardal. Þaö vantar kannski hraun þar.“ (Minn- ingaþættir, bls. 193—94). Páll varö viö áskorun Kjarvals og orti þetta kvæöi til hans: Heilsa þér, Kjarval, halir frjálsir, hýrar meyjar kné sín beygja. Heilsa þér fjöllin, hamrasillur, hlíðar, geirar, burkni, reyrinn, merkur víðar, barr og birki bjóða þér skjól viö hliö á fjólu. Fossinn hátt viö hellur flissar. Heiöur þinn, Kjarval, um landiö breiðist. Fast þú sóttir leiðir lista, lagðir á þrattann, horfðir ei attur, klifaðir bjarg þótt kæmi aö ofan klakahríð með stormabraki. Hæsta tindsins ógn og undur örvaði dug og skerpti huga. Framur í starfi, nýtur í námi, naust þar anda og snilli handa. Efni hefurðu saman safnað sólarlands úr tindakransi, seitt úr fjöllum hulduhallir, hillingar og töfragylling, manað hefuröu í þarfir þínar það, sem enginn fyrr gat drengur, mánakvik á bárubökum, blossarósir noröurljósa. Enn á landiö efni í myndir: undradali, jöklasvalir, dvergariö og drápuhlíðar, dyngjufjöll og hveravelli. Málaðu allt, sem augað tælir, ör að viti, skyggn á liti. Svífi þitt lofyfir hauður og höfin, háttrómaði listamaður. (Minningaþættir bls. 194—95). Þar sem Páll átti þess ekki kost aö flytja Kjarval þetta kvæði austur í Laugardal, eins og hann haföi hugs- aö sér, tók hann þaö ráö aö birta þaö í dagblaði. Eins og Kjarvals var von og vísa launaöi hann kvæöiö höfðinglega, aö fornum siö, meö því aö senda Páli forláta málverk af Þingvöllum. Mætavel undi Páll sér „í félasskap hagyrðinga á staupaþingi," eins og hann orðaði þaö. Hann kvaöst fyrir mörgum árum hafa komiö í klúbb eins konar leynifélags hagyröinga í Reykjavík í hvert sinn sem hann var þar á ferö „og þá var mikið kveðið,“ sagöi hann. (Minningaþættir, bls. 232). Langt fram eftir ævi vann Páll á Hjálmsstööum höröum höndum, myrkranna milli ef svo mætti aö oröi komast. Þaö var með ólíkindum ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.