Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 3
* V.; Loftmynd af Viöey. örin vísar á eiöiö, þar som aöstœöum svipar mjög til kvosarinnar, sem fyrst byggðist í Reykjavík. Teikning Aage Nielsen Edwin af Reykjavík 1801 og sem hngt vœri aö leggja til grundvallar, ef þessi bssr yröi endurbyggður (Viöey. Viöey sem griöland fyrir borgarbúa Sú ósk mun vera ofarlega í huga margra Reykvíkinga aö Viöey veröi tryggð sem griöland eöa útivistarsvæöi fyrir borgarbúa. Til þess aö þetta geti oröið þurfa að koma fram skynsamlegar tillögur um notkun eyjunnar í þessu sambandl. Fram aö þessu hefur ríkt hér algert stefnuleysi; Tugir milljóna hafa farið í viögerðir kirkjunnar og Viöeyjarstofu án þess aö komið sé á hreint hvernig notkun þeirra veröi háttaö. Á sumrum eru stopular bátsferöir til eyjunnar en öll aöstaða heldur bágborin og vöntun á leiösögu. Helztu skref í ákvöröunartöku í þessu máli viröast eftirfarandi: 1. Mótaöar veröi hugmynd- ir um nýtingu og stööu eyjunnar Hér má t.d. nefna hugmyndir eins og sjóminjasafn í Viöeyjarstofu og öörum hlutum býlisins. Þetta gæti einnig tengzt höfninni í austurhluta eyjunnar sem Mllljónafélagiö reisti og þar sem þorp var við lýöi í nokkra áratugi. Líklega er oröið of seint aö tala um dýrasafn í Viöey þótt óneitanlega heföi hún veriö skemmtilegri staöur en svæöi Sædýrasafnsins fyrir sunnan Hafnarfjörö. Ef tillagan um endurbyggingu gömlu Reykjavíkur á eiöinu fær hljómgrunn gæti þar oröiö miöstöö starfseminnar, t.d. meö kaffistofu og smáverzlunum. Á „Austurvelli" mætti hugsa sér aö haldnar yröu útiskemmtanir, t.d. meö þjóödöns- um og jafnvel dansi á palli. 2. Nauðsynlegt er aö ákveöa fastan opnunartíma Bæöi til hagræöis fyrir borgarbúa og fyrir aöila í eyjunni þarf aö ákveöa fastan opnunartíma á sumrum. Föstum báts- ferðum sem miöast viö opnunartímann þarf síöan aö koma á. Jafnframt þessu er mjög nauðsynlegt aö byggja göngubrú frá Gufunesi (sjá teikn.) en athugun hefur leitt í Ijós, aö þar er ekki dýrt aö byggja brú vegna grunnsævis. Ekki er vafi á aö sá möguleiki aö geta farið í gönguferð út í eyjuna bæöi aö sumri og vetri yröi mjög vinsæll hjá borgarbúum og mikið notaöur. Fyrr en göngubrú rís er ekki hægt að tala um aö eyjan sé borgarbúum almennt opin. Reykjavík ársins 1801 Snúum okkur nú aftur aö hugmyndinni um að endurreisa gömlu Reykjavík á eiöinu í Viðey og þeim möguleikum sem þetta þorp gæti gefið viö gerö kvik- mynda. Það þekkja allir sem unniö hafa viö kvikmyndir sem gerast á fyrri tímum að mestu vandamálin eru bundin ummerkj- um nútímans; rafmagnslínum, vegum, gaddavírsgiröingum og hávaða, þannig aö allt svigrúm til myndatöku er jafnan mjög takmarkað. Hér hefur nær óbyggö eyja eins og Viðey mikla kosti og vegna þessa eins væri hún hentug viö kvikmyndagerö. Óháö þessu er sá möguleiki aö byggja þorpið Reykjavík í eyjunni á þann veg aö nútímans veröi aðeins mjög lítið vart. Þetta hefur mjög mikiö að segja í kvikmyndagerö, því aö jafnvel í þorpum eöa bæjum, þar sem húsin eru lítt breytt, skýtur nútíminn hvarvetna upp kollinum t.d. í formi nýrra girðinga, gangstétta, lita og sjónvarpsloftneta. Þrengir þetta oft svigrúm kvikmyndatöku mjög. Þarfir kvikmyndatöku ættu þó ekki aö valda íbúum í þorpinu í Viðey of miklum óþægindum því aö sjálfsagt yrðu ekki gerðar kvikmyndir þar nema á nokkurra ára fresti. En tilvera þorpsins gæti samt riöið baggamuninn um, hvort kvikmyndir úr gömlu Reykjavík væru fjárhagslega framkvæmanlegar. Sveigjanleiki í notkun þorpsins sem sögusviös gæti orðiö mikill þótt miöaö yröi viö áriö 1801 í uppbygg- ingunni. Ef kvikmynd geröist t.d. á tíma Innréttinganna væri þess gætt aö Hafnar- strætishúsin sæjust ekki í mynd. Ætti myndin aftur á móti að gerast nær nútímanum, má nálgast þaö meö því aö bæta framhliðum nýrri húsa inn í þorps- myndina. Sá möguleiki aö geta myndað í þorpi eöa bæ sem þessum gefur stór- kostlega möguleika á að færa sögu borgarinnar sem og skáldsögur og leikrit sem tengjast henni nær okkur. Aö lokum skulu hér nefnd nokkur hugsanleg kvikmyndunarefni: 1. Meö aö láta byggöina rísa í tímaáföngum má gera skemmtilega kvik- mynd um byggingarsögu bæjarins; fyrst landið óbyggt, síöan tvö þrjú hús, þ.e. „býliö Vík“, þá Aðalstrætið og síöast Hafnarstrætið. 2. Kvikmyndir eftir sögum og leikritum sem gerast aö verulegu leyti í Reykjavík; Jörundur hundadagakonungur, í Múrn- um, Piltur og stúlka og Hans Vöggur. 3. Myndir um menn eöa sagnfræðileg efni svo sem um Innréttingarnar, Skúla fógeta, Magnús Stepensen, um verzlun, útgerö, svo og um þætti úr mannlífinu; stéttarskiptinguna, vatnsburöarfólk, eld- varnir og löggæzlu. Trausti Valason MAIverk Jóna Helgaaonar biakupa al mióbaajarkvoainni áriö 1809. Hér munar aö víau nokkrum árum, en breytingin á þeim tíma var ekkí atórfelld. Malarkamburinn, aem fyrat byggöiat lyrir utan Innréttingahúain neöan viö Grjóta. Þaö er Sunchenberga-verzlun, aem er næat á myndinni, en fjær aér útá örfiriaeyjargranda. Mynd eftir Jón Helgaaon biakup.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.