Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 15
breyta gangi sögunnar. Elizabet hefur ef til vill kosið, aö sonur hennar hefði kvænzt fyrr. Hún vonast til þess og hefur einu sinni reynt að tryggja það, aö hann finni sér konu til aö elska af konunglegu blóði. En hún hefur alltaf komið fram við hann meira sem móðir hans en drottning. Ekkert smámál aö velja sér brúði Engu aö síöur lítur prinsinn af Wales á það sem eins konar afrek, að hann hafi náö þrjátíu ára aldri án þess aö kvænast. Allan þrítugsaldur hans var þrýst á hann aö velja þjóö sinni og Brezka samveldinu drottningu — stöðugt frá blööum og almenningi og öðru hverju frá þeim, sem stóöu honum nær — svo aö þaö var næstum því eins óþægilegt eins og fordæmin úr fjölskyldunni. Foreldrar hans giftust, þegar faðir hans var 26 ára, en móöir hans 21 árs. Afi hans, Georg VI, kvæntist 27 ára, langafi hans, Georg V., 28 ára, langalangafi hans, Játvarður VII., 21 árs. Af kynslóð Karls sjálfs í konungs- fjölskyldunni hafa þau hertoginn af Gloucester, hertoginn af Kent og Anna, systir hans, gifzt 27, 25 og 23 ára. Og á þrítugsaldrinum hafði Karl prins, einnig bæði tíma, tækifæri og tilhneig- ingar. Hann verður mjög auöveldlega ástfanginn og hefur sjálfur játaö, aö þaö hafi hann orðið „ótal sinnum“. En á þessum árum varð meðhöndlun blað- anna á þessu máli æ leiðinlegri og óvandaöri og særöi tilfinningar ýmsra stúlkna, en aö minnsta kosti einu sinni var hann kominn að því að bera fram bónorð. En af hverju olli hann viröulegum mæörum vonbrigöum og hélt áfram að gefa stúlkutetrum tálvonir meö því að bíða og fresta? Ástæöurnar eru margar og marg- víslegar, persónulegar og opinberar og varöa innanlandsmál og stjórnarskrá. Fyrir engan mann í öllum heiminum, má ætla, er val á brúöi jafnflókiö mál. Á leiðinni er fullt af gryfjum og gildrum, giröingum og hvers konar hömlum. Fáum öðrum mönnum er jafnmikil þörf á konu, sem er afbragð annarra kvenna, ástrík í einkalífi og jafnframt stoð og stytta manns síns, eini trúnaöarvinur manns, sem mikill trúnaður er sýndur og geymir mörg leyndarmál, og hún veröur aö vera mjög skyldurækin í opinberu lífi — hún veröur í stuttu máli að vera reiöubúin að fórna sínu lífi algerlega hans lífi. Bannað að kvænast rómversk — kaþólskri konu Það er í vali hans á brúði og fram að því í leit hans að henni, sem uppruni Karls, prins, leggur sennilega skoröur á líf hans. Samkvæmt Ríkiserfðalögunum frá 1701, sem tilkall Karls, prins, til krúnunn- ar er byggt á, er honum bannað aö kvænast konu, sem er rómversk-ka- þólskrar trúar, en þaö ákvæði útilokar helminginn af öllum prinsessum í Evrópu og jafnframt, sem veldur honum enn meira angri, margar enskar blómarósir, sem ella kæmu vel til greina. Samkvæmt hinum Konunglegu hjúskaparlögum frá 1772 er honum einnig algerlega óheimilt að kvænast án samþykkis móður sinnar eða beggja deilda þingsins. Og þar sem hann viö ríkistökuna verður æösti maöur Ensku kirkjunnar, kemur ekki til álita fyrir hann að kvænast fráskilinni konu eða aö skilja sjálfur viö konu sína nokkru sinni. Eftir því sem þessar hömlur og meta- skálar tóku að minna meira á sig, kom önnur ástæöa til tafar og frestunar í viðbót engu síöri en aðrar. Þegar þessi dálítiö vandræðalegi og afar feimni maður var kominn aö þrítugu, þó að hann á margan hátt virtist yngri en svo, reyndist hann vera búinn að ná miklum tökum á konum stöðu sinnar vegna. Þegar prinsinn af Wales var kominn nokkuð á þrítugsaldurinn, var hann oröin aö umsetnu kyntákni, hvar sem hann fór. Þegar hann birtist, skríktu og æptu stelpur, eins og þar færi poppstjarna, stúlkur sendu honum kossa, eins og hann væri átrúnaöargoö, og allar vildu þær snerta hann, eins og hann væri heilagur. Og mæður þeirra skildu þetta vel. Konungleg þagnarhula Þegar hann sagði skilið viö Flotann í nóvember 1976, var hann þess sinnis að vilja helzt framlegngja sjálfstæöi sitt. Þaö var alveg hægt að aðgreina frásagnir í blööum af ástamálum hans og sannleik- ann f einkalífi. En hið nýja áhrifavald var því miöur ekki án ábyrgöar. Hann varö að fara aö meö mikilli gát í vali á öllum vinum, hvaö svo sem hann langaöi til, og þá um fram allt í vali á nánum vinkonum. Af öllum þeim mörgu stúlkum, sem hann haföi átt stefnumót viö, haföi aöeins tekizt aö fá eina þeirra, Söru Spencer, til að tala viö blaöamenn og þaö viö óvenjulegar aöstæöur. Hún gætti þess aö leggja mikla áherzlu á, aö milli þeirra væri ekkert annaö en vinskapur, en hún haföi veriö meö prinsinum 1978 í vetrarleyfi á skíöum. Gagnstætt því, sem almennt var taliö, lót hann hana ekki „fjúka“ þegar eftir viötaliö. Hún var meira aö segja gestur drottningar í Sandringham, þar sem Karl, prins, var einnig, í janúar 1979. Hann var reyndar meira særður en vþndur út af einu, sem hún haföi sagt: „Ég er ekki ástfangin af honum . . . og ég myndi ekki giftast neinum, sem ég elskaöi ekki, hvort sem þaö væri sorp- hreinsunarmaöur eöa konungurinn af Englandi. Ef hann bæöi mín, myndi ég hafna honum.“ Eitt óviöeigandi orð — og allt er búiö En Sara var vissulega undantekningin, sem sannaöi regluna. Aörar vinstúlkur prinsins hafa lagt konunglega hulu þagn- arinnar yfir ástarævintýri hans. En þær, sem opinberlega hafa veriö í fylgd meö honum, hafa allar veriö „heldra fólks", ef ekki af aöalsættum. Dætur heföarfólks líta jafnvel meö enn meiri lotningu á konungsfjölskylduna en aðrir þegnar hennar. En mesta öryggi prinsins í þessum efnum er þó fólgiö í því, aö þær vita, aö eitt einasta óviöeigandi orö myndi tákna endi kunningsskaparins. Þær kalla hann „Sir“, jafnvel þótt þær séu einar meö honum. Þær ganga einu eöa tveimur skrefum fyrir aftan hann, þegar siöareglur krefjast þess. Og þær gera sér Ijóst aö mjög fáum undanskildum, aö þaö er hann, sem býöur, hann, sem hringir. Sjálfur er prinsinn riddaralegur á sinn hátt. Honum er umhugaö um, aö vinir hans veröi ekki fyrir óþægindum af því aö sjást í félagsskap hans. Aö vera eina helgi með prinsinum hefur þýtt það fyrir sumar stúlkur, aö blaöamenn hafa veriö viö útidyrnar hjá þeim heila viku á eftir. „Þetta er mjög erfitt fyrir þær,“ hefur Karl sagt. „Ég er verndaður, en þær eru ekki vanar þessu. Þetta getur oröiö til aö fæla burt hinar bfeztu stúlkur." Hann gerir sér far um að vara þær viö þeim óþægindum, sem fylgi því aö vera í fylgd hans opinberlega og áminnir þær um aö kalla á aöstoöarmenn sína til hjálpar, ef hætta er á feröum. Karl prins, er orðinn leikinn í því aö búa til reykský og leiða menn á villuspor. Vinir hans „lána“honum stundum vin- konur sínar til aö sýna sig með þeim opinberlega og draga athyglina frá leyni- legu ástarbralli. Til dæmis þegar viss blöö geröu mikiö veöur út af sambandi prinsins og Penelope Eastwood, 22ja ára gamallar dóttur auðugs herforingja á Möltu. En í reyndinni var hún vinkona (og nú eiginkona) Nortons Knatchbull, dótt- ursonar Mountbattens, heitins, lávaröar. En þegar gula pressan uppgötvaöi blekk- inguna, var reynt aö ná fram hefndum, og orörómurinn varö aö sögum um það, hvernig prinsinn væri aö „stela“ kærustu vinar síns. —Niðurlag í næsta blaði. Á fjallinu llggja hvítar ullartjásur í lognkyrrunni. — Morgunninn er fyrir laungu kominn á fætur en vatniö bærir ekki á sér. Hvers konar háttarlag er þetta? tautar morgunninn þar sem hann gengur lyngmóann (áttina til fjallsins. — / þessu vaknar vatniö deplar augunum af velKöan eftir svefninn — og segir: En hvaö ætlar aö veröa gott veöur í dag sólin komin hátt á loft allt svo fagurt og bjart, ég ætla aö lúra smá stund. . . Er morgunninn heyröi þetta kallaði hann á vindinn og vindurinn gáraöi vatniö. Þá varö vatniö úrillt og gaf vindinum langt nef: En þá hló morgunninn, og hélt svo áfram að taka ullartjásur af fjallinu. Þingvtíllum, aumarið 19/9. THeinkatí dótturdóttur htífundarina, en teikningin er eftir dóttur hana. Kaldi- dalur undir kvöld í eirrauöri haustsól héldum við sneiðinginn á mótum birtu og húms í kaldri fegurö fundum nálægð haustsins blástjarnan kveikti yfir fjarlægum fjöllum og dulmögn fortíðarinnar riðu húmfákum í ógn þagnarinnar undir kvöld ígrænu Ijósi flugu draumfuglar um djúp haustsins. (1978)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.