Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 4
 Siglingar togaranna milli landa á atríöaárunum voru mikid hættuapil. Hár er Skallagrímur gamli á leiö yfir hafiö. Þór Whitehead FROM Nú á dögunum gerðust þau tíðindi, aö fjármálaráöherra landsins gaf út reglugerð, sem veitti tilteknum hópum manna undanþágu frá lögum um innflutning á sterku öli. Nokkru síðar komst einn af prófessorum lagadeildar að þeirri niðurstöðu, að þessi reglu- gerð stríddi gegn gildandi lögum. Við þetta mál rifjuöust upp fyrir greinarhöf- undi þjóölýsingar þær, sem finna má í gögnum erlendra sendimanna, sem hér hafa dvalist. Þar er oft vikið að afstööu íslendinga til laga og reglna og vekur hún einatt furöu. Hovyard Smith fyrsti sendiherra Breta á íslandi var gáfumaður mikill og skarpskyggn at- hugandi. Hann komst eitt sinn svo að orði, að íslendingar væru á fyrsta stigi stjórnleysis. Hér vantaði að vísu ekki lög og reglur, boö og bönn. En Smith taldi, aö einstaklingshyggjan væri svo rík í íslendingum, aö þeir teldu sjálf- sagt að hunsa lagabókstafinn, hvenær sem þeim sýndist svo. Víst er, að Howard Smith fór ekki meö staðlausa stafi, hann talaöi af eigin reynslu. Stuttu eftir komu sendiherrans trl Reykjavíkur varð hann t.d. vitni aö því, að ríkisstjórn íslands bað Bretastjórn aö greiða fyrir lagabrotum íslenskra þegna. Skal nú sagt nánar frá máli þessu. Þegar ísland var hernumiö 10. maí 1940, hétu Bretar því aö launa íslend- ingum fyrir afnot af landinu með viðskiptaívilnunum. Mæltist þetta vel fyrir og lögöu íslensk stjórnvöld fram ýmsar óskir viö Breta bæði varðandi innflutning og útflutning. En ein var sú ósk, sem Bretum þótti öðrum kynlegri. Barst hún til breska utanríkisráöuneyt- isins í símskeyti frá Howard Smith dagsettu í Reykjavík, 21. maí 1940. í skeytinu sagði, að íslenskir togaraút- geröarmenn krefðust þess. aö Bretar rýmkuðu tollfrjálsan tóbaksskammt til íslenskra sjómanna, er sigldu á Bret- land. Sagt var, aö skammturinn hefði veriö skorinn niöur og hefði þetta hleypt illu blóöi í togaramenn. Loks var þess getið, að sígarettur væru hátt tollaðar á íslandi og því rándýrar í verslunum. Um svipað leyti og Howard Smith sendi skeytið, gekk fulltrúi ríkisstjórnar íslands í London á fund breska utan- ríkisráöuneytisins, og tók undir ósk útgeröarmanna um rýmri tóbaks- skammt. í ráðuneytinu kom „tóbaksmáliö“ til kasta Sir John Dashwood fulltrúa í Norðurdeild. Hann reit þetta á minnis- seðil: Þaö er engu líkara en íslendingar ætli aö hagnýta sér hernám ey- landsins til hins ítrasta, því aö hver óskin rekur aöra svo ótt og títt aö maöur veit varla sitt rjúkandi ráö... Fríðindin, sem þeir fara fram á viövíkjandi sígarettum og tóbaki er að mínu viti hin spaugilegasta. Sannast sagna er mér þaö engan veginn Ijóst, hvers vegna áhöfnum íslenskra togara er leyft aö fá tollfrjálsar sígarettur og tóbak til eigin nota. Þessar sígarettur geta^ varla talist innflutningur til íslands, í raun stefna áhafnirnar aö því aö brjóta íslensku tollalögin. Fyrri hluti þessarar tilvitnunar er til marks um þaö andrúmsloft, sem ríkti í bresku utanríkisþjónustunni. Þaö kreppti mjög aö bresku þjóöinni á þessum tíma. Þjóöverjar voru að brjóta undir sig meginland Norðurálfu og skortur var á ýmsum varningi á Bretlandseyjum. í utanríkisráöuneytinu þótti mönnum sem íslendingar sýndu lítinn skilning á þessum erfiðleikum og óskir íslendinga voru taldar óbilgjarn- ar. En hvaö um þaö, Bretar höföu heitið íslendingum fríðindum, og við heit sín vildu þeir standa eftir fremsta megni. Það varð því úr, aö sjálfur utanríkisráðherrann, Halifax lávarður, var látinn fara fram á þaö við tollstjóra hans hátignar, að tóbaksskammturinn til íslenskra sjómanna yröi rýmkaöur. Tollstjóri svaraði þessu erindi með löngu bréfi dags. 1. júlí 1940. Þar kom fram, að í stríðsbyrjun hefði tóbaks- skammturinn verið viö það miðaður, að fjölgaö væri í áhöfnum togaranna, er þeir kæmu heim aö loknum söluferö- um. Tollveröir hefðu síðar talið sig OSK UM LÖGBROT © íslenzkur togari í höfn í Bretlandi. komast að því, aö þetta væri ekki algild regla. Þeir hefðu einnig orðiö þess varir, að skipstjórar segðu út- haldsdaga togaranna fleiri en efni stæðu til. Heföu þeir þannig aflaö áhöfnum sínum stærri tóbaksskammta en þeim bar með réttu. Af þessum sökum heföi skammturinn verið miö- aður við fasta áhöfn (hér er væntan- lega átt viö fjölda áhafnarmanna í söluferö). í bréfinu sagöi ennfremur, að í ársbyrjun 1940 hefði tóbaksskammtur- inn almennt verið skorinn niöur. Hefði nú veriö viö það miöaö, að hann dygöi mönnum á siglingunni heim frá Bret- landi. Aftur á móti hefðu íslensku skipin verið undanþegin þessari reglu með sérstakri heimild. Tollstjóri tók síöan aö ræöa málið á víð og dreif: Tóbaksmagnið, sem ieyft er aö flytja tollfrjálst um borö til nota fyrir farþega og áhafnir á skipum allra þjóöa, sem sigla landa milli (þ.á m. breskra skipa) hefur um árabil veriö miöað viö eina únsu af tóbaki (í hvaöa formi sem er, þ.e. tóbak, sígarettur eöa vindlar) á mann, dag

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.