Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 12
Aö undanförnu hefur annaö veifiö veriö þáttur um hljómplötur í Lesbók, en allt var þaö bundiö viö dægur- og popptónlist eins og raunar öll umfjöllun um hljómplötur í íslenzkum blööum. Nánast enga leiöbeiningu hefur veriö aö fá um val á plötum meö klassískri tónlist og er þó úr miklu aö moöa og margar útgáfur til af flestum meiriháttar verkum. Nú veröur sú breyting á, aö hljómplötuþáttur Lesbókar mun einungis fjalla um plötur meö klassískri tónlist og er byrjað á La Traviata af augljósum ástæöum. Aöalgeir Kristjánsson þjóöskjalavöröur mun annast þáttinn, en hann er mikill tónlistarunnandi og plötusafnari. Aðalgeir Kristjánsson skrifar um HLJÓM- PLÖTUR i ..... T ra viata Ópera eftir Giuseppe Verdi FRANCO BONISOLLI SESTO BRUSCANTINI SIAATSKCAPELLE BERLIN LAMBERTO CARDELLI Aö undanförnu hefir ópera Verdis La traviata veriö flutt hér í Háskóla- bíói án leiksviös og búninga og notiö mikilla vinsælda og valdiö hrifningu þeirra sem á hlýddu, enda er þetta ein vinsælasta ópera allra tíma, þó aö fagurkerar og háaöall í ríki tónlistar- innar telji allmargt flatneskjulegt og rislágt hjá Verdi, hefir þessi ópera samt haldiö velli og seitt menn til sín líkt og kamellíufrúin geröi á sínum tíma í París. Maria Duplessis — eins og hún kallaöi sig — var mikil næturdrottning í lífi Parísarbúa á 4. áratug 19. aldar og hún var í kynnum viö marga fræga menn, sem þekktu innsiglinguna og leituöu hafnar hjá henni um lengri eöa skemmri tíma og má þar nefna Frans Liszt, Alexandre Dumas yngri og jafnvel föður hans og er þá fátt eitt taliö, en Dumas yngri samdi sögu og leikrit um ævi hennar og kynni sín af henni, og efnið úr þeim verkum notaöi Verdi svo í óþeru sína. Verdi sá leikritið kamellíufrúna í París 1852 og samdi óperuna eftir þaö. Þaö var nýmæli aö taka efnið úr samtímanum viö gerö óperu, en af þeirri ástæöu hefir verkið meiri veru- leikablæ. Vel má ætla aö eigin lífsreynsla Verdis hafi blandast hér saman viö. Um þetta leyti var hann í nánum kynnum við söngkonu viö Skalaóperuna í Milano, en hún haföi áöur verið hjákona framámanns viö óperuna og aliö honum tvö börn, og í heimabæ Verdis þótti þetta mikiö hneyksli, engu síður en sambúö Violettu og Alfredos í óperunni, en þar kynni aö vera skýringin á þeim djúpa skilningi og samúö, sem býr aö baki hverri nótu, sem hann hefir skrifað fyrir Violettu. Eins og aö líkum lætur hafa margar hljóöritanir veriö geröar á þessari sívinsælu óperu. Og hafa margar þeirra þótt vel takast. Sú nýjasta er talin þar mjög framarlega í flokki. ÞaÖ er að verki hljómplötufyr- irtækiö Deautsche Grammophon Gesellschaft; DG 2707 103, og er óperan á 2 plötum, stjórnandi er Carlos Kleiber, en Violetta er sungin af lleana Cotrubas, Alfredo af Placido Domingo og Giorgio Germont — faöirinn — af Sherrill Milnes, kór og hljómsveit ríkisóperunnar í Munchen syngur og leikur meö. Carlos Kleiber hefir fengiö mikiö lof fyrir sinn hlut, því honum tekst aö láta hljómsveitina undirstrika og endurspegla þann hugblæ sem ríkir á sviöinu hverju sinni. Hraöi og spenna einkenna stjórn hans og veislugleðin veröur í senn hástemmd og innantóm. Cotru- bas syngur sitt hlutverk af mikilli innlifun og dramatískum þrótti og samsöngur hennar og Milnes í öörum þætti er e.t.v. hápúnkturinn hjá henni. Milnes þykir einnig skila sínu hlutverki með miklum ágætum og slíkt hiö sama er aö segja um Domingo tam í veislunni hjá Flóru, þegar hann missir stjórn á tilfinning- um sínum og bindur enda á veislu- gieöina. Minni hlutverk eru einnig í góöum höndum og kór og hljómsveit meö ágætum. Fleiri upptökur er rétt aö nefna sem allar hafa til síns ágætis nokkuð. Á síöasta ári kom út endurútgáfa á La traviata frá hljómplötufyrirtækinu Decca; Acanta JB 21 644, 3 plötur. Þar syngur Mirella Freni hlutverk Violettu, Franco Bonisolli Alfredo og Sesto Bruscantini Giorgio Germont, stjórnandinn er Lamberto Gardelli og hljómsveit og kór ríkisóperunnar í Berlín leikur og syngur meö. Þetta þykir ákaflega ítölsk uppfærsla, enda ítalir ráöandi í leiknum. Freni syngur sitt hlutverk meö ágætum, en þeir Bonisolli og Bruscantini tæpast taldir jafnokar Domingos og Milnes. Kór, hljómsveit og hljóöritun er allt eins og best má vera. Nýlega hefir La traviata einnig veriö endurútgefin af HMV (His mast- ers voice), þar sem Tullio Serafin er stjórnandinn er Victoria de los Angel- es syngur Violettu, Carlo de Monte Alfredo og Mario Sereni Giorgio Germont. Þetta er ákaflega stílhrein og klassisk útgáfa enda eru ítalir þar aö verki því aö kór og hljómsveit rómaróperunnar syngur og leikur meö. Verkið er á 3 plötum HMV SLS5097. Þá má nefna Deccaútgáfu, þar.sem Sutherland syngur Violettu, Carlo Bergonsi Alfredo og Robert Merrill Giorgio Germont, en Pritchard stjórnar, Decca Set249/51. RCA hefir gefið út verkiö, þar sem Caballe syngur Violettu, en Bergonsi og Milnes í hinum aöalhlutverkunum Pretre stjórnar og kór og hljómsveit RCA syngur og leikur meö RCA ser 5564/6. Hér veröa ekki taldar fleiri upptökur, en e.t.v. megum viö vonast efitr því seinna meir aö La traviata komi á hljómplötum undir stjórn Gilberts Levines. Þaö yröi eins og aö hitta gamlan vin eftir langar fjarvistir. Þegar þetta er skrifað fæst engin af þessum útgáfum í plötubúöum hér; La Traviata hefur alveg horfiö úr hillunum og stendur þaö trúlega í sambandi viö flutninginn á óþerunni hér. Verkiö er í pöntun, bæöi hjá Fálkanum og Hljóðfærahúsi Reykja- víkur og mun þaö vera útgáfan frá Deautsche Grammophon, sem fyrr er getið. Hinar útgáfurnar er aö sjálf- sögöu hægt aö panta. A.K. David Hockney. Framhald af bls. 7 Hockney hefur stundum veriö teflt fram sem einskonar oddvita raun- sæismyndlistar gegn afstrakti. Ekki er honum um slíkt gefið, en segir: „Kúbistarnir ályktuöu af skynsemi sinni, aö ef til vill væri hægt aö finna myndrænan sannleika á annan hátt en þann, sem sprottinn var upp af ftölsku Endurreisninni, — myndræn- an sannleika, sem fæli í sér þá hugsun, aö hver hlutur á sér bæöi hliðar og bak, auk þess er aö manni snýr. Samt sem áöur hurfu þeir aftur aö einskonar natúralisma, vegna þess aö þar var einnig einskonar myndrænn sannleikur. Hugsun þeirra snerist um raunveruleikann og þannig er mér einnig fariö“. í blaðaviðtali, sem tímaritiö Hori- son átti viö Hockney nýiega, segir hann aö nauðsynlegt sé aö láta listnema teikna m[klu meira en gert er. Og bætir viö: „Án þess aö standa föstum fótum í aldagamalli tækni, getur listnemi ekki ákveöið síöar meir, hvaða braut hann velur sér“. Bylgjan, sem hreif Hockney meö sér á öldufaldinn, nýkominn út úr skóla, er farin aö missa reisnina. Eöa svo þykir Hockney. Honum finnst gott aö komast í burtu frá London; segir aö ungt listafólk eigi erfitt meö aö ná áttum nú um stundir og aö slaknaö hafi á umræöu og áhuga, sem var í svo ríkum mæli á sjöunda áratugnum. Hockney tekur ekki aö sér verk; hann málar alls ekki eftir pöntun, því hann þarf þess ekki. Myndir hans seljast til safna og einkasafnara á háu verði. Þegar öllu er á botninn hvolft, veröur hægt að segja um David Hockney, aö hann er dæmi um listamann, sem kemur fram á réttum staö á réttum tíma. Hann skar sig fljótt úr í útliti; var Ijóshærður, en litaði háriö ennþá Ijósara og gengur ævinlega meö geysistór, kringlótt gleraugu. Hann varö blaöa og fjöl- miðlapoppstjarna myndlistarinnar í Bretlandi — án þess að vera dæmi- geröur poppari. Allt um þaö hefur hann tryggt sér framhaldslíf í listinni, ef ekki meö málverkunum, þá for- takslaust meö hinum frábæru teikn- ingum sínum. Gísli Sigurösson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.