Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Page 2
ÞÆTTIRÚRÆVI
Asgeir Jakobsson skráði. Fyrsti hluti
Blátt blóð
Þaö er um langan veg aö leita eftir
fyrsta Zoéganum og þá vantaöi tvo
síöustu stafina í nafniö. Þaö var
upphaflega Zoé og mun vera komiö úr
grísku og merkja „fjárhirðir" eða
eitthvaö þess háttar. Fyrst þegar
spurnir fara af þeim ættarmönnum
áttu þeir heima á ítalíu í nánd viö
Genúa og voru þar aöalsmenn. Zoég-
arnir eru svo viröuleg ætt, aö þaö má
ekki fara gáleysislega meö ættfærsl-
una, en hins vegar er enginn tími til aö
eltast viö ættina út um alla Evrópu eöa
máski allan hnöttinn, því aö Zoégar
hafa borizt víöa. Þá er aö finna á ítaiíu,
Þýzkalandi, Danmörku, Sviþjóö og svo
laukinn úr þeim hér uppi á Islandi, eins
og gefur aö skilja, þar sem þeir
kvæntust íslenzkum konum mann fram
af manni.
Ekki má þó sleppa aö minnast á
Matthias Zoé, sem uppi var snemma á
17du öld. Hann var einn herlegur
aöalsmaöur á ættaróöalinu og elskaöi
stúlku og á þessum rómantíska tíma
var ástin engin hrákasmíð í þrjósti
ungra manna. Allt heföi nú efalaust
farið skaplega meö stúlkunni og
Matthiasi, ef svo illa heföi ekki viljaö til,
aö sjálfur hertoginn af Genúa elskaði
stúlkuna líka, en þaö er gamla sagan,
aö sumar stúlkur eru ofelskaðar en
aörar vanelskaöar. Báðir þessir höfö-
ingjar elskuöu stúlkuna svo heitt aö
þaö kom ekki til álita aö annar nyti
hennar að hinum lifandi og þeir
ákváöu aö berjast uppá líf og dauöa,
— heyja um hana einvígi meö koröum
en þaö lagvopn meöhöndluöu aöals-
menn af mikilli list. Þaö kom í hlut
Matthiasar Zoé aö reka hertogann í
gegn og svo rækilega, að þaö lá ekki
annaö fyrir en husla þann mikla
hertoga. Genúa var voldugt borgríki
Geir Zoéga hefur lengi veriö
kenndur vió Vesturgötuna; nafniö
hans stendur á skilti viö Vesturgötu
10 og sjálfur stendur hann þar í
dyrunum. Aó neöan: Geir á skrif-
stofu sinni á Vesturgötu 10. Á
bakveggnum er mynd af Reykja-
víkurhöfn á skútuöldinni.
Ljósmyndir: Ól. K. Magnússon.
og iét ekki hefndarlaust aö drepinn
væri af henni hertoginn.
Matthias Zoé mátti taka til fótanna
og hljóp noröur á bóginn. Sagan segir
nú aö Genúa (eöa páfinn) hafi ætlaö aö
taka hann í sátt aftur en hann þá ekki
veriö neitt uppá þaö kominn. Matthias
settist aö í Þýzkalandi og þar bættust
tveir stafir í nafniö og þá var þaö oröið
Zoéga og hefur haldizt svo síöan. Ekki
veit ég hvort nokkursstaöar finnst
Zoéga, sem vill staöfesta þessa sögu
af ættfööur sínum, en þannig var mér
sögð hún af ættfróöum manni. Otaf
afreksmanni koma sjaldan minni menn
en liötækir og Zoégarnir hafa víöa
komizt til manns, en trúlega mest í
Danmörku utan íslands. Þar var fræg-
astur fornminjafræðingurinn og list-
unnandinn Georg Jörgen Zoéga.
Víöfrægur maöur á sinni tíð. Hann var
mikill vinur Bertels Thorvaldsens, sem
Danir eru um þessar mundir aö feöra
uppá nýtt til að losna viö þann blett á
þeim fræga manni aö hafa átt íslenzk-
an fööur.
Okkar Zoégar eru af dönskum
Zoégum, ættfaðirinn náskyldur þeim
mikla fornminjafræðingi, sem fyrr er
nefndur og segir nú af því, hvernig
Zoégar bárust hingaö út til íslands og
þeirra bláa blóö blandaðist okkar
víkingablóöi, eöa ef menn vilja heldur
hafa þaö svo, aö þeirra suöræna
appelsínublóð hafi blandast okkar
norræna sauöaketsblóöi.
Enginn Zoéga kann nú meö koröa
að fara. Þeirri list hafa þeir týnt niður,
en þeir viröast hins vegar ekki hafa
týnt niöur aö elska stúlkur, því aö alltaf
eru að fæöast nýir og nýir Zoégar.
Tugtmeistarinn
Zoéga héraðsdómara í Höjer í
Danmörku fæddist áriö 1747, sonur
sem skírður var Jóhannes og var þar
fæddur ættfaöir íslenzku Zoéganna.
Jóhannes kom til íslands 1780 sem
verzlunarþjónn konungsverzlunarinnar
og höndlaöi á hennar vegum í Vest-
mannaeyjum. Hann kvæntist íslenzkri
stúlku, Astríði Jónsdóttur frá Bakka í
Austur-Landeyjum. Þegar konungs-
verzlun hætti réðst Jóhannes sem