Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Side 6
-------------------------------------------------------------------------------------------------------'----------------------------- SVIPMYND Þar sem Rosalynn Carter situr viö skrifborö sitt í austurálmu Hvíta húss- ins, virðist mér hún laglegri en á sjónvarpsskerminum og hár hennar er miklu Ijósara en virðist á myndum. „Þegar ég fór fyrst aö taka þátt í kosningabaráttu, virtist mér fólk gera sér þær hugmyndir í sumum hlutum landsins um Suðurríkjakonur, aö þær væru veigalitlar og veiklundaöar. Ég hef ekki séö margar feguröardísir aö sunnan. Þar sem ég ólst upp, á Sléttunum, unnu konurnar. Þær unnu öll störf heima við og unnu oft einnig á saumastofum eöa annars staðar til aö ná endum saman. í Suðurríkjunum hef ég aldrei séö fagra konu bara sitjandi úti á svölum í ruggustól.“ En hún hefur aftur á móti séö hiö raunsæja, sívinnandi seinni tíma fólk, sem Margaret Mitchell skrifaöi aldrej um, bændakonur, sem kunnu frá upphafi, þaö sem Scarlett o’Hara læröi ekki fyrr en í rófnagaröinum, eftir aö þrælarnir voru farnir. Rosalynn Carter, sem er 52 ára, er heitin eftir einni slíkri konu, ömmu sinni, Rosu Murray, sem hún minnist sem sístarfandi. Hún sótti grænmeti út í garð skömmu eftir sólarupprás, eldaöi mat og sauð niöur. Eftir aö maturinn haföi veriö fram borinn og búiö aö þvo upp, tók erfiður þvottur viö og önnur húsverk, og þó var tími til aö búa til karamellur handa Rosalynn og hinum barnabörnunum þremur. Hún var 14 ára, þegar amma hennar dó. „Ég læröi mikiö af móöur minni og ömmu, en þó meira af móöur minni.” Og hvað til dæmis? „Aö maöur geti gert þaö, sem maður eigi aö gera.“ Þaö skyldi öllum vera Ijóst, eftir aö faöir hennar lézt. Hann hét Edgar Smith, var bóndi og vélvirki og vildi koma börnum sínum til mennta, en dó úr blóðsjúkdómi, meöan öll börnin fjögur voru enn í barnaskóla. Sagan hermir, aö Lillian Carter hafi hjúkraö honum, er hann lézt, og hafi sent ÚR MÍNU HORNI Ásgeir minn Jakobsson. — Fyrstu áratugir þessarar aldar voru eins og viö vitum mlkill gagnrýnistími á rétttrúnaö og presta, kirkjusókn var víöast dræm. Sumir prestanna voru frjálslyndir, aörir biblíufastir K.F.Ú menn og leikmanna- trúboöar. Á höröustu kreppuárunum milli 1930 og 40 var kirkjusókn t.d. mjög iítil í Reykjavík. Þaö var elnmitt á þelm árum, sem ég kom fyrst tll höfuöborgarinnar, — og þá fyrst kom ég í dómkirkjuna. Ég var ásamt mínu fólki aö fylgja ungri glæsikonu til grafar. Hún hafði fyrir nokkrum árum dottiö í þann lukkupott aö giftast einum af ríkismönnum borgarinnar. Þau hjón liföu hátt í nokkur ár. En eftir eina svallveísluna fannst konan örend viö hlið manns síns í rúminu. Ekkert grunsamlegt viö þaö. © ROSALYNN CARTER Hún er talin áhrifamesta forsetafrú í sögu Bandaríkjanna og ef til vill veltur það ekki hvaö síst á henni, hvort Carter verður endurkjörinn. Rosalynn heim til aö vera um kvöldiö meö Ruth, systur Jimmys, en Rosalynn minntist ekkert á þaö. „Faöir minn dó, þegar ég var 13 ára og systir mín 4 ára, en tveir bræður voru á milli okkar. Móðir mín var einkabarn foreldra sinna, sem langaöi til aö eignast fleiri börn og sýndu henni mikla umhyggju og bókstaflega sner- ust í kringum hana. Síöan giftist hún fööur mínum, sem var 9 árum eldri en hún og sá alveg um hana. Og skyndllega stóö hún ein uppi meö alla ábyrgðina. Áriö eftir dó móöir hennar, Rosa, og faðir hennar kom á heimilið til okkar, svo aö mamma varö að vera mjög hörö af sér.“ Andartaks þögn. „Og þaö varö hún." Enn þögn. „Hún var indæl, blíö og mild og róleg, en hún varö mjög ákveðin, og ég tók eftir því.“ Stálhnefi í flauelshanzka Mild og blíð, en ákveöin. Margir hafa komizt svo aö oröi, aö í flauels- hanzka Rosalynn sé stálhnefi. Hún hefur veriö kölluð frú Macbeth. Járn- fiðrildið (Iron Butterfly). Stálblómiö (Steel Magnolia). Þegar forsetinn lofar hana fyrir yndisþokka og kvenlegar dyggöir, bætir hann því gjarnan viö, að hún sé „hörkutól, ef í haröbakka slær“. En þegar ég spuröi hana, hvort hún teldi, aö Suöurríkjakonur væri ákveön- ari og einbeittari en kynsystur þeirra annars staðar í Bandaríkjunum eöa hvort hún heföi sterkari bein en í meðallagi, hristi hún höfuöiö. „Ég vil helzt halda, aö konur hvar sem er geti lagaö sig eftir þeim aöstæöum, sem þær lenda í. Ég bara þekki ekki eins vel konur úr öörum hlutum Bandaríkj- anna. En mér finnst Suöurríkjakonur vera mjög þróttmiklar og ákveðnar.” (Seinna sagði mér tengdadóttir henn- ar, Judy, sem giftist Jack Carter 1971, aö Rosalynn heföi tekiö rögg á sig, af því aö hún hafi orðið aö gera þaö. „Þegar ég kynntist henni fyrst, haföi hún aldrei ávarpaö stærri hóp en bekkinn í sunnudagaskólanum." Þegar Carter bauð sig fram tii embættis í Georgíu og féll, fannst Judy hún vera „afar róleg". En núna? „Hún er ekki hrædd viö neinn lengur.”) Seinna hringdi ég líka í móöur hennar, fyrirmynd hennar aö styrk og seiglu, frú Edgar Smith, sem enn býr á Sléttunum í sama húsi og hún ól upp börnin sín fjögur einsömul. Hún er póstmeistari á eftirlaunum, en vildi helzt ekki hætta störfum og vinnur enn tvo daga í viku, þó aö hún sé komin yfir sjötugt. Þaö er sama þýöa röddin og hjá Rosalynn, þær eru sagðar mjög líkar og hafa svipaða framkomu. Sá munur er þó á þeim nú, að móðirin er ennþá ómannblendin, en Rosalynn hefur breytt sér aö því leyti meö viljastyrk sínum til hins gagnstæöa. Þrátt fyrir feimnina hristi hún sinn hluta af hinum 600 þúsund höndum, sem opnuöu þeim hjónum bústaö ríkis- stjóra 1971. Móöir hennar sagöi: „Þaö var þá, sem hún breyttist.” Hvernig fór hún aö því? „Hún geröi þaö bara með því aö leggja út í þaö og gera þaö.“ Þar eru ekki slegin vindhöggin Þó aö Rosalynn hafi gengið í hjónaband, þegar hún var búin aö vera tvö ár í menntaskóla, hefur hún alla tíð síöan veriö aö færa út þekkingarsviö sitt meö því aö vera á stööugum námskeiðum. Hún hefur numiö list- sögu, lært aö meta hljómlist, leika á fiölu, mála málverk, lesa hratt og tala spönsku. Og hún hefur veriö í danstím- um alls konar og stundaö aöra líkams- rækt. Rosalynn er meinilla viö að sóa tímanum. Eins og móöir hennar var stöðugt aö hekla, ef ekki var annaö viö hendurnar aö gera, þá heldur Rosa- lynn oft áfram aö vinna í íbúö þeirra hjóna á kvöldin viö aö skrifa þakkar- bréf eöa ræður. Hún fer yfirleitt á fætur á morgnana kl. 6.30, tímanlega áöur en Amy fer í skólann. Hún velur sér þaö helzt til skemmtunar og afþreyingar, sem bæöi er gagn og gaman aö í senn. Tvöfaldur ávinningur á líka vel viö Jimmy og Amy, sem lesa í matartímanum. Það viröst dæmigert, aö þegar Rosalynn gekkst undir augn- uppskurö (þaö voru reyndar augnlok- in, sem þurftu aögeröarinnar viö), var hægt aö sameina lækningu og fegrun. Andlitsfegrunin ein heföi aöeins veriö hálf ástæöa. Og þegar ég spyr hana, hvernig hún fari aö því aö læra og kynna sér svona mikið og gegna þó störfum sínum svo vel undir hinu mikla álagi, veröur hún svo undrandi, aö þaö er eins og ég hafi spurt hana, hvernig hún fari aö því aö anda. „Maður er alltaf aö,“ segir hún, eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Maöur gerir, eins og maður getur og felur Guöi vandamál sín.“ „Hvaö Rússa snertir.. Og þegar hún er spurö, hvort „trú, von og kærleikur” virki í alþjóðlegum deilumálum eöa hvort siðferðileg ein- lægni gæti komiö okkur til að berjast samkvæmt leikreglum markgreifans af Queensberry gegn ruddum og óþokk- um, sem geröu það ekki, segir hún, aö sér hafi aldrei virzt neitt mótsagna- kennt í þessu samhengi. (Markgreifinn af Queensberry innleiddi áriö 1867 nýjar reglur fyrir boxkeppni, og meöal annars var þá skylt aö nota hanzka. Aths. þýð.) Hvaö snertir stjórnmál og siöferði, þá byrjar hún aö hlæja á hinn Presturinn var þjóðkunnur ræöu- skörungur. Nú notaöi hann tækifæriö — kirkjan var full af fólki — og hellti úr skálum reiöi sinnar og Drottins. Hann talaöi tæpitungulaust um syndina. í lokin komu svo huggunaroröin og allt féll (Ijúfa löö trúarinnar. Ekki veit ég hvernig ekkli hefur liöiö. Hann dó nokkrum árum síðar. Ég átti hér ekki um sárt aö binda. Þetta fráfall minnti mig bara á fallvaltleik lífsins, eins og brotthvarf margra annarra ungra manna og kvenna á þessum berklaveik- isárum. En þessi ræða var ekki aö mínu skapi og hún hefur orölð mér minnls- stæð. En hvers vegna er ég aö segja frá þessu einmitt í bréfi til þín? Þaö hefur lengi verið stormasamt á islandi, vltum viö, bæöi í stjórnmálum og af lamstri veöra. Nokkur gustur stóö úr ýmsum áttum núna um páskana vegna dagskrárgeröar f útvarpi. Ungur framamaöur úr hópi þelrra, sem einu sinni voru kallaöir jafnaöarmenn, VII- mundur Gylfason fyrrverandi ráöherra, dustaöi þunnt ryklag af nokkrum blaöagreinum og þingskjölum varöandi síöustu áfanga þjóöréttarbaráttu íslendinga og Dana. Hann gat ekki stlllt sig um aö bera nokkurt blak af fööur sínum dr. Gylfa, sem er eins og allir vita enn í fullu fjöri og fær um aö skrifa sjálfur sína sögu, eins og hann vill hafa hana. Della svokallaðra lögskilnaöar- og bráölætismanna var aldrei mjög hörö. — Er ekki sagnfræöilegur loka- dómur of snemma á ferðinni? En sonurinn fór aö kveöa upp dóma yfir fööur sínum. Sumt líkaöi honum nokkuö vel hjá þeim gamla, annaö miöur. Þaö var ágætt, aö vilja fara gætilega í viöskilnaöinum viö Dani, en lakara aö hika viö aö taka í útrétta verndarhendi Bandaríkjamanna. En svo fór „kall aö vitkast", eins og sonurinn oröaöi þaö, síöar í blaöagrein, ef ég Myndir á bréfspjaU man rétt, — og nú eru þeir feögar og meirihlutl Alþýðuflokksins sameinaöir á þeirri helllavænlegu línu, sem Bjarni heitinn Benediktsson og fleiri stjórn- málamenn lögöu fyrir hönd Sjálfstæöis- flokksins. Hér má setja punkt. Nú bregö ég upp þriöju myndinni, Ásgeir mlnn. Fyrir tæpu ári réölst ég í lausamennsku til Lesbókar Morgun- blaösins til aö skrlfa ásamt þér og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.