Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Qupperneq 10
'f'!' '«H|! ÍL l ÍT 1 f Handofin persnesk teppi eru mikil gersemi og hafa alþjóðlegt verögildi. Hér eru íranskar konur aö vefa. Hin egypska magadansmær og dr. Kissinger Einn helsti næturklúbbur Teheran- borgar auglýsti aö hann heföi upp á aö bjóöa nýjan topp skemmtikraft — egyptska magadansmær frá Cairo meö tilheyrandi hljómsveit. Hinn löggilti egyptski endurskoöandi frá Abu Dabi rak augun í þessa auglýs- ingu og sagöi: „Þú veröur aö sjá eitthvaö frá Egyptalandi — eitthvaö raunverulega austurlenskt." Ég var þessu sammála og hinn löggilti endurskoöandi pantaði borö á umræddum næturklúbb. Sú egyptska var geymd þangaö til Magadansmær á næturklúbbi í Teheran. síöast á programinu. Þá birtist hún meö sérstaka hljómsveit á bak viö sig, sem lék á austurlensk strengjahljóöfæri er gáfu frá sér þennan seiömagnaða, stígandi rythma, sem er nauðsynlegur undirleikur þessa aldagamla austur- lenska dans. Mér fannst sú egyptska frábær og ekta „orientar, en vinur minn hinn egyptski endurskoöandi var ekki á sama máli. „Þetta er annars eða þriöja flokks magadansmær,“ sagði hann. „Þú veröur að koma til Alexandríu til aö sjá fyrsta flokks magadans. Þar er sú besta í heiminum í dag, — sú sem Sadat forseti vor lét dansa fyrir þá Nixon og dr. Kissinger, þegar þeir voru í heimsókn í Egyptalandi. — Og svo!“ bætti hann viö: „Þegar Kissinger kom aftur til Cairo, og var þá laus viö Nixon, baö hann Sadat aö koma með sér aftur til Alexandríu til að sjá þá egyptsku." „Ja, — hver veit nema hún hafi átt sinn þátt í aö samkomulag tókst um Sinaiskagann?" sagöi ég og klappaöi sem mest ég mátti fyrir „okkar” magadansmær í Teheran. Hiö svarta gull „Þeir hafa ekkert nema olíuna," — sagöi vestur-þýskur stórlax, sem ég hitti á barnum á hótelinu og átti hann þar viö írani, sem honum þóttu vanþróaöir í meira lagi. Ég maldaöi í móinn og sagöi aö þeir ættu sér þó mikla sögu. „Mikilli sögu geta fylgt miklir timburmenn," sagöi Þjóöverjinn þungbúinn á svip og saup á whiskyglasinu. Eg felldi taliö niður á þessum vettvangi — því aö ekki langaöi mig til aö ræöa frekar vlö Þjóðverjann um þeirra eigin „sögulegu timburmenn“. [ gær var mér sagt aö Farah Diba keisaradrottning heföi veriö á ferö um olfúhéruöin suöur viö Persaflóa og heföi komið grátandi út úr bústööum olíu- verkamannanna, sem hún skoöaði og ekki viljaö sjá meira. Sjálfsagt hafa olíukóngar Miö-Austur- landa ekki gert mikið af því aö deila hinum miklu olíuauðæfum meöal þegn- anna — en þaö veröur aö hafa í huga, aö þaö hefir þótt sjálfsagöur hlutur í þessum löndum fram aö þessu, aö þjóöhöföing- inn liti meira og minna á tekjur ríkisins sem sínar eigin og er Saudi-fjölskyldan í Arabíu gott dæmi um slíkt. Ástæöan fyrir því aö lágt og stööugt olíuverð hélst svo lengi var sú, aö stjórnendur þessara ríkja voru ekki undir neinni pressu frá almenn- ingi og gátu þar af leiðandi fariö aö eigin geöþótta. Þeir gátu meöhöndlaö ríkis- fjármálin eins og hvert annaö fjölskyldu- mál eins og enn viögengst víðast hvar, aö minnsta kosti viö Persaflóann. Þaö er ekki fyrr en á ráöstefnu Múhameðstrúarríkja í Marokkó 1974, að fariö er aö nota olíuna sem sameiginlegt pólitískt vopn Arabaríkjanna í deilum þeirra viö ísrael og Vesturveldin. Má segja aö Vesturveldin hafi sjálf staöið fyrir þeirri veröhækkun á olíunni meö því aö styöja harölínustefnu ísrael gegn Palestínuaröbum. Arabar áttu ekkert annaö vopn til aö rétta hlut sinn í þessum átökum nerna sitt svarta gull — olíuna, sem hin vestræna tæknivél hefir nærst á og gengið fyrir. En vel mættu olíufurstarnir í Arabaríkj- unum, allt frá Gaddafi í Lýbíu til Saudi- Anna Johansen Bréf frá Ghana Hér er hátíö í bæ í hvert sinn er biaðapakki kemur frá íslandi. Hún nafna mín blessuö í Reykjavík sendir mér af og til sunnudags- Moggann og Lesbókina. Blööin eru stundum nokkuð gömul þar sem þau eins og annar póstur vilja gleymast á pósthúsinu. En þaó gerir mér ekkert, þetta er nú allt nýtt. Ég býst nú ekki viö aö ritskoöun só lengur viöhöfð, þar eö herstjórn- in er farin frá eftir sjö og hálfs árs eindæma stjórnleysi. En þaö var mál manna hér fyrr, aö seinagangur á pósti ætti orsök sína í ritskoðun- inni. Ég veit samt ekki hver heföi átt aö ritskoða bréf frá íslandi. Það heföi þá helst verið sá sem var vetrarmaður noröur í Þystilfirði, eöa hvar þaó nú var, fyrir tveim vetrum eöa svo. Ég ætla mér nú samt ekki þaö mikilvægi, að Ghana hafi sent mann til íslands til aö læra málið, svo aö hann gæti lesið bréfin mín. Ég er eini Islendingurinn í Accra, og margir hafa aldrei mætt íslend- ing fyrr. Tala ég þá ekki bara um landsmenn, heldur allra þjóöa fólk sem maöur mætir hér. Eg geri aö sjálfsögöu mitt besta til aö fræða alla sem ég hitti um landió góöa, kalda noröur á hjara veraldar. Ghana á í erfiðleikum eins og þiö eflaust vitiö, og hér er smátt um allt frá soöningu til lesningar. Það er því sérstök dýrð að fá Moggann, að ég tali ekki um krossgátuna í Lesbók- inni. Og blessað móðurmáliö, yl- hýra, fagra, ég les stundum upphátt fyrir sjálfa mig, rétt si sona til að heyra þaö. Annars er hér gott fólk og landið gæti veriö gott. Þess vegna er svo sárt aö sjá hvernig þaö hefur veriö eyðilagt af fáeinum fégráöugum einstaklingum, sem hafa blóósogiö landiö og stungið öllu í eigin vasa. Við sem eru útlendingar hér höfum þaö samt gott. Viö erum svo vel sett aö geta futt inn matvörur og auk þess farið og verslaö í ná- grannalandinu Togo, þar sem allar nauösynjar fást. Okkur er því engin vorkunn, en þaö er landsmönnum. Vonandi eru betri tímar í vændum, en engin stórbreyting verður á á fáeinum vikum eöa mánuðum. Trú- lega þarf að heróa sultarólina harð- ar enn um hríö. Ghanamenn eru einstaklega þolinmóðir og langlynd- ir. Ja, viö íslendingar heföum gert uppsteit meö hávaöa og látum ef vió hefðum orðiö aö þola af eigin stjórn þaó sem þessi þjóó hefur orðiö að þola. Ég er mikið þakklát fyrir aö vera ekki fædd kona hér í þessari álfu. Kynsystur mínar hér eiga erfiöa æfi flestar hverjar. Auövitaö eru mennt- aöar og auðugar konur hér líka, en það er örlítill minnihluti. Öll æfi almenningskonunnar í Afríku fer í aó bera vatn, vatn sem oft þarf aö sækja um langan veg, safna eldiviði og elda mat handa fjölskyldunni. Dag eftir dag, ár eftir ár. Viö gerum okkur ekki grein fyrir hve gott viö höfum það á íslandi. En þetta átti nú bara aö vera þakkarorð fyrir þær ánægjustundir sem lestur Lesbókarinnar hefur veitt mér hér í Afríkunni. Hafiö hjartans þakkir, og bestu kveójur til Esjunnar, uppáhalds fjallsins míns. Anna Johansen P.O. Box 1016 Accra, Ghana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.