Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Blaðsíða 10
eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Þeir heita CHON Gl GAP og HAN CHANG HYOP og eru Kóreubúar, sá fyrrnefndi er sendiráöherra N. Kóreu í Svíþjóð og á íslandi meö aösetri í Stokkhólmi, en hinn er þriöji sendi- ráösritari, blaöa- og menningarfulltrúi. Ég kynntist þeim í sambandi viö lista- og vörusýningu, er haldin var hérlendis fyrir ári síöan, en í því tilefni skrifaöi ég pistil, sem féll í góöan jaröveg. Þakklæti þeirra var mikiö, og vinsamleg orö eru látin falla í þeirra garö, en t.d. okkur íslendingum. Ætli maður sé ekki tekinn sem eins konar „Kóreu-vinur" á sama hátt og ýmsir útlendingar eru nefndir íslandsvinir vegna skrifa þeirra um land okkar og þjóö. Okkur þætti vafalaust mikiö til koma aö sjá vel um íslenzka listmennt skrifaö í blöö í Kóreu og myndum gjarnan halda því á loft í fjölmiölum. Það er hvorki nýtt né óvenjulegt, aö erlendir diplómatar telji sig helzt kom- ast í samband viö einkenni þjóöa í gegnum viðkynningu viö listamenn, þeir hugsa allt ööru vísi en t.d. af austurlenzkri háttvísi buöu þeir mér og fjölskyldu minni á veitingastaö, og voru veitingar ekki skornar viö nögl. Áhugi þeirra á landi og þjóö var mikill, og þeir spurðu margs, sem viö reynd- um aö svara eftir bestu getu. Þaö var létt yfir þeim, brosmildin mikil og þeir voru í alla staöi góöir í viðkynningu, ágætir og menningarlegir fulltrúar þjóöar sinnar. Aftur voru þeir á feröinni hér á dögunum, slógu á þráðinn til okkar og buöu allri fjölskyldunni á nýjan leik út aö boröa, — hvar sem væri. Naustið varö svo fyrir valinu, enda höföu þeir áhuga á aö snæða fiskmeti, helst lax. Við áttum þar ágætar stundir og var víöa komið viö í samræðum okkar, m.a. voru þeir mjög forvitnir um forsetakosningarnar og vildu m.a. gjarnan vita, hvort viö álitum Pétur Thorsteinsson hafa möguleika. Vildu þeir vita heilmikið um menninguna, upplög blaöa og listir almennt, en um leiö höfðu þeir góöan tíma til aö sinna ungviðinu, tala um dægurmál og segja frá þjóö sinni. Þeir kváðu pistil minn hafa vakiö athygli og útdráttur úr honum hafi verið birtur í stærsta blaöi N. Kóreu, sem gefiö væri út í millj- ónaupplagi, og sendiráöinu borist bréf og þakkir. Ég var hissa, þar sem ég taldi þetta einungis hafa veriö venju- legt skylduverk mitt í starfi listrýnis. En þeim fannst þetta eitthvað meira, brosandi og kankvísir sögöu þeir mig vera orðinn þekktan og vinsæian í Kóeru. — Aö sjálfsögöu tekur maöur slíka fullyröingu ekki hátíölega, en þó kemur hér fram, aö fjarlægum þjóöum finnst ekki síöur koma til þess, er Greinarhöfundurinn og gestirnir frá landi morg- unkyrröarinnar í Naustinu. Frá vinstri: Bragi Ás- geirsson, Han Chang Hyop, Kolbrún Bene- diktsdóttir, sendiráðherr- ann Chon Gi Gap og Símon Jóhann Braga- son. embættis- eöa stjórnmálamenn, eru óþvingaöri, fordómalausari og opin- skárri en fólk er flest, og þeim er það nauösyn aö standa meö báða fætur í samtíöinni. Viö sjáum, hve erlend sendiráö hér í borg kappkosta að kynna þekkta listamenn frá heima- löndum sínum. Nærtækasta dæmiö er t.d. heimsókn Iris Murdock. Slík fyrir- greiösla og kynning er næsta óþekkt við íslenzk sendiráö erlendis og mætti gjarnan veröa breyting á, því aö það myndi gera ris íslenzkrar menningar meira. Ég hygg aö sami þjóöflokkur búi í Noröur og Suöur Kóreu líkt og í Austur og Vestur Þýskalandi og vil árétta, aö hvar sem ég kem, vil ég kynnast fólkinu og lífi þess, en síður stjórn- málaskoöunum þess. Þaö er harm- saga, aö þessar þjóöir skuli deilast í tvennt og skuli ekki bera gæfu til aö lifa í sátt og samlyndi. Viö, sem erum einungis áhorfendur, eigum ekki aö láta fólkið gjalda þess, því aö það er allsstaðar til gott fólk í heiminum og Kóreönsk myndlist er skyld kínverskri eins og þetta málverk eftir Kang- Hui-An ber meö sér. vinátta þess er verömæt eign, er gerir sálinni gott. Þeir Chon Gi Gap og Han Chang Hyop frá landi morgunkyrröarinnar og þjóöarleiötogans KIM IL SUNG, komu færandi hendi með rótsterkan krist- allstæran mjöö, er „lnsam“ nefnist og er nokKurs konar meöal eöa lífs elixír. Bragövondur er sá elixír meö afbrigö- um, en á aö veita þreyttum og streittum Ijúfa og undurfagra drauma. Á botni flöskunnar er eins konar „djöflarót" eöa slitur af krabba, og þaöan á krafturinn vísast aö koma. — Eitt staup að kveldi dags, eöa fyrir svefninn, á aö fiytja neytandann til ódáinsheima. Þetta ætti aö staöfesta, aö menn þar eystra trúa á dulin öfl og forynjur ekki síöur en vér íslendingar, og raunar má allsstaöar finna skyld- leika milli Homo Sapiens, ef grannt er skoöaö og skiptir litaraft og þjóöerniö þá harla litlu máli. Vinir vorir upplýsa okkur: „aö þaö sé mikiö um þaö, aö Frakkar heimsæki Kóreu og taki meö sér dreitil af Insam heim, — aö Kóreubúar lifi mikiö á grænmeti og fiski, — aö meðalaldur Kóreubúa hafi hækkaö úr 60 árum upp í 72—73 á síöustu áratugum, — aö hitinn veröi mestur 35 gráöur á Celcius, en frostgráðurnar veröi mest- ar 15, meöalhitinn sé 25 gráöur yfir sumartímann, loftslagiö milt og blóma- skrúöiö mikiö og fagurt, — að þeir eigi nutímalegasta leikhús heims tæknilega séö og aö efni frá því hafi veriö sjónvarpaö í Svíþjóö og Frakklandi, — aö mikil rækt sé lögö á þaö í húsageröarlist, aö tengja saman gam- alt og nýtt og aö. þeir beri mikla viröingu fyrir menningararfinum í allri 5000 ára sögu þjóöarinnar. — Einnig aö nafntogaðasta fjall landsins heiti Demantafjalliö og samkvæmt fornum munnmælum sé þetta fjall svo undur- fagurt, aö englar himinsins hafi freist- ast til aö fljúga meö þaö til jaröar á sinn rétta staö, — aö landslagiö skiptist í víöáttumiklar sléttur og há fjöll, hvaöan silfurtærar bergvatnsárn- ar streyma með miklum krafti og fossaflaumi, — aö stærsta helli heims sé aö finna í N. Kóreu og þar megi sjá fjölbreytt náttúruundur og formanir, steinblóm og margvíslegar fígúru- myndanir." Hér mæltu vissulega menn, er unna sérkennum lands síns ekki síöur en viö íslendingar... Sögulegar heimildir geta Kóreu fyrst er hinn mikli keisari Wu-ti af ætt Han þjóðhöfðingjanna í Kína, staösetti fjögur riddaraliö í Noröurhluta hálfeyj- unnar áriö 108 fyrir Krists burö. Komst Kórea þá undir kínversk áhrif, sem náöu allt til Japan og sem geröu þjóöina aö tengiliö milli kínverskrar og japanskrar listar. Hafa áhrif þessara þjóöa veriö mikil alla tíö síöan bæöi á kóreanska list og lífshætti almennt. Á fyrstu til sjöundu öld skiptu þrjú konungsríki skaganum á milli sín. í noröri var Koguryö-ríki, sem féll undir Wei-ættina í Noröur Kína, í suðvestri var Paskche-ríki, er var í hlut þjóö- höföingjanna í Nanking og Japan og í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.