Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Blaðsíða 8
n i!___ — Eins og margir vita, bjuggu þau hjónin Valtýr Stefánsson og Kristín Jónsdóttir viö Laufásveginn. Þangaö var ætíö hátíö aö koma fyrir okkur sem vorum aö fást við heldur vanþakklát störf í myndlist, að síðari heimsstyrj- öldinni lokinni. Kristín Jónsdóttir list- málari var ein merkilegasta mann- eskja, sem hægt er að kynnast. Hún hafði á unga aldri brotist til mennta í list sinni úti í þeirri Kaupmannahöfn, sem þá var ekki í þotu-seilingu, ef þannig mætti orða þaö. Þá var langt til kóngsins, og gullnir turnar glóöu í draumnum um fjarlægðina, listina og menninguna. Þá hluti, sem íslendingar margir hverjir álitu sig vanta til að geta talist fullveðja þjóð, er væri þess megnug að stýra sínum eigin málum án hjálpar þeirra dönsku. Kristín Jónsdóttir var einn sérstæð- asti persónuleiki, sem ég hef orðiö það lánsamur að fyrirhitta í lífshlaupi mínu. Hún var glæsileg á velli og fluggáfuð. Hún gat tekið þannig á hlutunum að unun var á að hlýða. Og hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á myndlist og list yfirleitt, sem hvergi voru úr lausu lofti gripnar. Kristín var föst fyrir og kunni allra kvenna best aö halda á málstað sínum. Hún var vel á verði um þær nýjungar, sem svo tíðar uröu í málverkinu í hennar samtíð. Hún var djörf og framsýn. Óaði sér ekki við að taka upp vettlinginn fyrir okkur yngra fólkið, sem á stundum fórum nokkrar krókaleiöir, svo aö meir sé ekki sagt. Hún var ótrúlega ötul baráttumann- eskja, kjarkmikil, og þaö sópaöi aö henni, er hún gekk fram fyrir skjöldu yngri listamanna, sem áttu erfitt upp- dráttar. Hún ræddi þaö oftar en einu sinni viö mig persónulega, hvert þrek þyrfti til að standa í þeirri lífsköllun að halda listinni ferskri og ungri. Hvað sem hver sagði, var það örugg trú hennar, að ekkert mætti forpokast í böndum vanans og verða að bráð værukæru borgaralíferni. Ég verð ekki svo gamall, að ég gleymi því, hve fast Kristín stóö bak við okkur á þeim stundum, er verulega syrti aö. Ég get til að mynda, komiö hér með eina litla sögu, sem segir sannarlega sitt, þótt ekki sé löng: Þaö var einhverju sinni, aö ég hafði skammað einn af okkar eldri málurum í Morgunblaðinu. Úr þessu varð dálítill hvellur, og margir þutu til og sendu mér þaö óþvegið. Fundum okkar Kristínar bar saman nokkru seinna viö opnun á listsýningu í Listamannaskálanum gamla. Kristín kom brosandi til mín og heilsaði mér meö handabandi um leiö og hún sagöi hátt og snjallt, svo aö allir heyröu: Sæll og blessaöur, nú stendur Moggi sig vel. Ekki var svo sest niður á Laufásveg- inum, að myndlistin væri þar ekki til umræðu. Það var Kristín, sem réði því. Hún vildi fá aö kynnast því, hvernig viö yngri menn litum á hlutina, og hún var ódeig aö halda sínu fram. Það bar oft við í samskiptum okkar, aö skoöana- mismunur var mikill. Þá voru málin rædd og enginn meöalvegur farinn. Hver sat við sitt og framvinda tímans látin skera úr, sem auövitaö er eina leiöin, þegar listir eiga í hlut, alit annaö eru sleggjudómar. Ég segi frá þessu nú vegna þess, að þannig kemur mér þaö fyrir sjónir, þegar minningarnar eru teknar fram úr þeirri persónulegu geymslu, sem er einkahólf hvers og eins, ef nota mætti þá samlíkingu. Kristín og Valtýr voru bæði víkingar til verka. Heimiliö var erilsamt, og bæöi höfðu þau hjón mikið umfangs. Margir áttu erindi við húsbóndann og húsmóöirin á Laufásveginum hafði mörg járn íeldi. Hún vann að list sinni, gaf sér tóm til að hugsa mikið um félagsmál listamanna og sýningar þeirra bæöi heima og erlendis. Það má einnig nefna hér, aö Kristín Jónsdóttir fylgdist vel með því, sem efst var á baugi í myndlist samtíöarmanna. Hún var á frönsku línunni, eins og kallaö var meöal listamanna, þ.e.a.s., Mat- isse, Cézanne og fleiri af því sauöahúsi voru hennar menn. Hún dáöi marga listamenn á Norðurlöndum og yrði of langt mál aö tíunda þaö hér. En þeir listamenn, sem ég held, að oftast hafi verið nefndir á heimili Kristínar og þaö með mestri hlýju, voru Muggur og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Kristín sótti efniviö í málvek sín, mestmegnis í íslenska náttúru, blóm og mannlíf. Mér verður þaö minnis- stætt, þegar íslenska sýningin var haldin í Moskvu hér á árunum og þeir þar austurfrá voru heldur fálátir yfir flestu á þeirri sýningu, nema mynd Kristínar frá Þvottalaugunum. Málverk í eigu Listasafns íslands, sem mig minnir aö heiti „Þvottakonurnar". Þaö verk skildu þeir hjá Krútséff og þaö skildum viö, aö þeir skildu. En svo vill til, aö einmitt þetta verk er eitt af öndyegis verkum íslenskrar málaralist- ar. í annaö sinn á ég svolitla endur- minningu um verk Kristínar Jónsdóttur á erlendum vettvangi, það var í Róm. Árið 1955 var haldin mikil norræn sýning í Róm, og var mikiö um hana rifist hér á landi, eins og venja var á þeim árum ef vandaö var til sýningar. En nú keyröi svó um þverbak, að varla eru dæmi um slíkt í listasögu okkar. Látum það liggja í þögn að sinni, en Kristín Jónsdóttir stóð sig eins og hetja í þeirri rimmu, og er þaö löng og merk saga. Svo víkur sögu suöur til Rómar. Þarlendur listfræöingur, sem var til aöstoðar viö uppsetningu sýn- ingarinnar, hafði veriö mér innanhand- ar um margt og var oröinn góður vinur, þegar viö höföum loksins gengið frá undirbúningi og sýningin var tilbúin fyrir gesti. Gengum við saman um sýningarsalina svona til að renna augum yfir hlutina til aö sannfærast um, aö allt væri nú eins og þaö ætti aö vera. Þegar viö konium aö verkum Kristínar, staldrar hann viö og segir: Hafiö þér tekiö eftir, hve sérstæður listamaöur er hér á ferð? Hér er viss litameðferö, sem er svo sérstök, að ég man ekki eftir aö hafa séö sambæri- legt áður. Ég baö um nánari skýringar og fékk þær. Og eftir því, sem árin hafa liðiö, hef ég sannfærst betur og betur um, að sá í Róm hafði rétt fyrir sér. Stundum virtist Kristín Jónsdóttir nokkuö hrjúf í dagsins önn, en ef litiö er á blómamyndir Kristínar, kemur í Ijós mikil og mannleg hlýja, sem var hennar innsta eðli og meöfæddir mannkostir. Hún haföi mikla reisn, sem kemur vel fram í verkum hennar. En viökvæmni hennar og næmleiki er allsstaöar að finna í málverkum henn- ar. Það er sama, hver fyrirmyndin er: Landslag, blóm eöa mannlíf, hlnn mikll persónuleiki Kristínar er hvarvetna fyrir hendi. Vonandi veröur þetta ár tll þess, aö þjóöin vakni til meövitundar um list Kristínar Jónsdóttur, og þaö er vel til fundiö aö halda sýningu á verkum hennar aö Kjarvalsstööum á Listahátíö. Kristínu Jónsdóttur hefði þótt vænt um þaö. Hún átti sinn þátt í, aö nýr Listamannaskáli hefur risiö, en þaö er margþætt saga og of löng til aö verða rakin nér. Valtýr Pétursson ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.