Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Blaðsíða 11
MORGUNKYRRÐARINNAR Nútíma arkitektúr í Kóreu. suöaustri Silla-ríki, þar sem þróaöist menning í tengslum við Suðurkína. Meö stuðningi T’ang-þjóöhöfðingj- anna tryggöi Silla-konungsríki sér yfir- ráö yfir öllu landinu áriö 668, og Kórea varö aö léni í Kína. Kínversk áhrif uröu þarmeö yfirgnæfandi á öllum sviðum og stóð svo fram til ársins 935, er konungsríkið leið undir lok. Elstu minjar kóreanskrar myndlistar koma fram í grafhýsaskreytingum frá Kog- uryö-ríki frá 5.-6. öld. Veggmálverk, er sækja áhrif frá Kína, skreyta veggi þessara grafhýsa. í gröf hinna fjögurra anda koma fram myndtákn í líki skjaldböku, er slanga umvefur, sem mun eiga aö vísa til sköpunar heimsins og er mikilvæg heimild um goöafræöi Kóreumanna. Síöan koma lýsingar frá veiöiferöum með dönsurum, söngvur- um, riddurum á þeysireiö, hjörtum, tígrisdýrum og fjöllum í bakgrunni, og er öllu þessu lýst í svörtum, rauðum og gulum litum. — Dýr og menn eru rissuö upp meö Ijósum, rauösvörtum og gulsvörtum útlínum, en fjöll og klettar meö dökkum bylgjuformuöum línum. Á þessu tímabili haföi kóreönsk list veigamikil áhrif á japanska list og um leið á útbreiöslu Búddhatrúarinnar í Japan. Á tímum Koryö-ríkisins, er fylgdi í kjölfar Silla-ríkisins, blómstr- uðu listir, en fyrir utan nokkur málverk trúarlegs eölis og veggmálverk, er sýna Ijóslega tengingu T’ang-stílsins viö kóreönsk viöhorf og smekk, hefur fátt varðveitzt. Áriö 1392 leysti Yi-ríkiö Koryö-ríkiö af og viöurkenndi lénsyfir- ráö Ming-konungsríkisins í Kína. Búddhatrúin missti gildi sitt til hags fyrir Nýkonfúsíismann. Hinir fyrstu Yi-konungar studdu listir af ráö og dáð, stofnuðu akademíu, sem meö miklum árangri örvaöi listamenn og geröi hina færustu að meölimum. Nú gátu menn fariö aö greina kóreanska list í þrjá skóla: Noröur-, suöur og bókmenntastílinn. í Noröur-Kóreu réöu kínversk áhrif, hefðbundin og akademísk, en í suöri var stíllinn persónulegri og umbúöalausari, þar var fariö meira eftir hugrænni innlifun en beinni lýsingu á myndefninu, og á þetta einnig viö skóla þann, er kennd- Þetta kóreanska hof er frá árinu 700 og stendur enn þann dag í dag. ur er viö bókmenntir. Á næstu öldum og fram á vora daga komu fram margir nafnkenndir meistarar og áhrifin víxluðust á ýmsa vegu, voru staðbund- in eöa komu frá Japan eöa Kína. Erföavenjan hefur svo sett svip sinn á list tuttugustu aldarinnar ásamt vest- rænum áhrifum í bland. — Þetta er í stuttu máli yfirlit yfir þróun kóreanskrar myndlistar, en sýnir þó Ijóslega, aö hér er af auðugri erföavenju aö ausa og aö Kóreumenn eru ríkir af uppruna sínum, landi og þjóö. — Það er ekki liðið langt á kvöldið, er hinir góöu gestir veröa aö kveðja, dagskráin er ströng hjá þeim, — Han Chang Hyop hefur tekiö aö sér aö selflytja mannskapinn til síns heima í bílaleigubíl sínum og er horfinn meö smáfólkið. Eftir sitjum viö Kolbrún og sendiráðherrann Chon Gi Gap, sem veröur tíörætt um elixírinn Insam og kosti hans, — ætlar aö koma meö meira af honum næst, segist spenntur aö vita, hvaöa áhrif vökvinn hafi á okkur, — vonast eftir aö viö heim- sækjum sig, ef viö eigum leiö um Stokkhólm, lofar okkur góöum mót- tökum. Maðurinn er ekkert annaö en háttvísin, kurteisin og vinsemdin, og frá honum streymir austurlenzk orka og styrkur, vísast mjög í ætt við land morgunkyrröarinnar...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.