Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Blaðsíða 12
BILAR T- MODELIÐ AF FORD- í 15 MILLJÓN- UM EINTAKA Saga bílanna nær nú senn yfir heila öld, en enginn bíll hefur markaö önnur eins tímamót og T-módeliö af Ford, sem framleitt var frá 1908 til 1927. Þótt tækni viö fjöldaframleiöslu væri þá næsta vanþróuö miðað viö þaö sem síöar varö, tókst engu aö síöur að framleiöa — og selja — meira en 15 milljónir eintaka af þessu rómaöa farartæki. Áöur en saga þessa bíls hófst, haföi Henry Ford reynt um nokkurra ára skeið aö framleiöa áreiöanlegt farar- tæki og eitt sinn haföi hann raunar gefizt upp í örvæntingu og hvarf þá um tíma á búgarö fjölskyldunnar, — aðeins aö sjálfsögöu til þess aö sækja í sig kjark á nýjan leik. Ford var 45 ára, þegar fyrsta T-módeliö rann út úr verksmiöjunni og ekki grunaöi hann þá, hvert tromp hann haföi á hendi og hve mjög þessi bíll átti eftir aö verða þýðingarmikill hluti af bandarísku þjóölífi. Sumir hafa haldiö því fram, aö þessi bíll hafi oröiö þýðingarmeiri fyrir per- sónulegt frelsi manna á sinni tíö en nokkur pólitísk yfirlýsing; fram aö þessum tíma voru jafnvel minni háttar feröalög afskaplega tímafrek og í Ameríku, — landi hinna gífurlegu vegalengda, markaði bíllinn tímamót. A þessum árum var kominn til skjalanna þó nokkur fjöldi bílgeröa, sem framleiddir voru í litlu magni. Þeir voru dýrir og aðeins á færi þeirra efnuöu aö eignast þá. Meö tilkomu T-módelsins varö sú breyting á, aö hinn venjulegi maður eignaöist tæki- færi til þess aö koma undir sig hjólum. Einmitt þessvegna varð T-módeliö alveg yfirráöanai á markaönum og í þvílíkum mæli, aö tæpast eru líkur á aö þaö heimsmet verði slegiö. Svo snar þáttur varö T-módelið í bandarísku þjóölífi, aö sérstakar gamansögur uröu til, T-módelabrandarar og ekki var sú revía færö upp á þessum tíma, aö T-módeliö kæmi þar ekki viö sögu. Fram að þessum tíma höföu Amer- íkanar reynt aö ástunda viktoríanskt siögæöi, en þaö var m.a. reist á því aö erfitt var um vik aö syndga, þegar alltaf voru einhverjir áhorfendur viöstaddir. Allt í einu varö sú þýð- ingarmikla breyting á, aö maöur gat kippt kvenmanni uppí bílinn og ekiö á brott og fóru sögur af ótölulegum fjölda barna, sem átti aö hafa komið undir í T-módelunum og var þess m.a. minnst á þann hátt, aö fjöldi svein- barnanna var skírður Henry í höfuöiö á höfundi bílsins. Þegar eldri menn líta aftur í tímann, hafa þeir eitthvaö miklaö fyrir sér ágæti T-módelsins og sjá þaö í rósrauöum bjarma. Sannleikurinn er sá, aö bíllinn var hannaöur meö þaö fyrir augum, aö eigandinn gæti sem mest annast viögeröir sjálfur. Aðeins það allra nauösynlegasta var notaö í fyrstu gerðirnar. Rafmagns- startari var þar ekki, ekki heldur bensínmælir, né hraða- og hitamælar. Sagt var að betra væri að fara bænaveginn aö T-módelinu á köldum morgnum og vélin átti til aö fara allt í einu aö brenna olíu. Umboösmenn Ford urðu á þessum fyrstu árum T-módelsins að hlusta á óendanlegar raunatölur frá fólki, sem ekki haföi efni á neinum öðrum bíl, en geröi samt þá kröfu aö hann gengi eins og svissneskt gæöaúr. Svo spartanskur bíll skapaöi óöar möguleika fyrir urmul framleiöenda, sem fóru að búa til og selja ýmiss konar aukahluti. Hvorki meira né minna en 5000 aðskiljanlegir aukahlut- ir voru framleiddir íT-módel hingað og þangaö um Bandaríkin, — og Ford átti engan þátt í því. Vélin var 20 hestafla, sem þætti nokkuð lítiö nú á dögum, en blokkin var steypt í einu lagi, sem þá var nýtt og þótti aö því veruleg framför. Eitt háspennukefli var fyrir hvern strokk en ekki kveikja eins og seinna varö. Tveir gírar voru áfram og einn afturábak. Gírskiptingar fóru fram meö ástigi á pedala og þessi venjulegi fótstigni hemlafeti var ekki í sambandi viö hjólin, heldur gírkassann og hemlunin átti sér staö meö þeim hætti aö band strekktist utan á hjóli. Þótt merkilegt megi viröast á okkar tækniþróuðu tímum, var einnig hægt aö hemla meö því aö stíga aðeins á fetann fyrir afturábakgírinn — án þess aö þaö skaöaöi nokkuö. Auk þess var hand- bremsa í sambandi viö afturhjólin. Síöar var hægt að fá T-módelið meö svokallaöri Klettafjallabremsu; þá var fóthemillinn einnig í sambandi viö afturhjólin. T-módeliö var byggt á einfalda grind og fjöörunin byggöist á þverstæöum blaðfjöðrum. Höggdeyfar eða dempar- ar voru engir. A fyrri árunum var bílnum ævinlega snúiö í gang með sveif, sem átti til aö „slá“ og uröu æöi mörg beinbrot þar af. Rafmagnsstart- ara var fyrst hægt aö panta sem auka- hlut 1919, en 1926 var sá búnaður í öllum T-módelum. Þótt ótrúlegt megi viröast, eru ennþá fjölmargir T-módel Fordar vel gangfærir. Þeir eru geysi- lega eftirsóttir sem safngripir og selj- ast á margföldu verði nýrra bíla. Mörgum hefur hreint og beint verið bjargaö af ruslahaugum og meö mikilli natni hafa þeir verið geröir upp - helzt meö upprunalegum einingum, en oft veröur aö fullkomna gripinn meö því aö láta sérsmíöa eitthvaö, sem ekki hefur tekizt aö útvega. En þeir veröa langsamlega verömætastir, sem eru aö öllu leyti í upprunalegri mynd. Sá sem sést hér á myndunum er af árgerö 1926 og var hann auknefndur „síma- klefinn" á sinni tíö. Eftir aö hafa lokiö eölilegu æviskeiöi sínu, var honum lítt gangfærum komiö fyrir í heyhlööu á sveitabæ, sem nokkrum sinnum gekk kaupum og sölum, — og alltaf fylgdi bíllinn meö. Núverandi eigandi komst yfir bílinn 1973 og geröi hann upp. Þá kom í Ijós, aö hægt var aö koma öllu því upprunalega í gott horf, nema rafgeyminum, sem var ónýtur. Vélin reyndist ágætlega gangfær, þegar búiö var aö yfirfara hana og sömuleiöis var þessi merkilega, fótstýröa gíra- skipting í lagi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.