Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 2
Arnarhóllinn er orðinn grænn, það er sumar og styrjöldin ekki skollin á, svo það er fámennt á sunnudags- morgni, enda íbúar bæjarins innan við fjörutíu þúsund og þar sem allir dagar eru vinnudagar nema sunnu- dagurinn, hvíla menn sig eftir erfiði vikunnar og fáum hafnarverka- mönnum dytti það í hug að nota þennan dag til þess að fara niður að höfn því nóg er samt. Faðir minn var skósmiður sem sat viö leistinn alla daga í kjallaranum í Austurstræti 5, og þó að það gætti flóðs og fjöru þegar stórstreymt var á skósmíðaverkstæðinu, þá var það ekki sú sjómennska sem hann haföi dreymt um alla ævi en vegna fötlunar gat aldrei sinnt. Ef til vill voru það því sárabætur aö hann leiddi mig, ungan son sinn, niður með höfninni á hverjum sunnu- dagsmorgni til þess að sjá sjóinn og skipin. Þegar við komum að Arnar- hólnum á móts við Hverfisgötu og Ingólfsstræti sást gjörla móta fyrir gömlum og grónum tröðunum sem lágu yfir Arnarhólinn til norðurs, en þegar við héldum áfram niður Ing- ólfsstrætið urðu fyrst fyrir á vinstri hönd hinir stóru hliðarstólpar að baki styttu Ingólfs Arnarsonar enda hóllinn allur girtur. Framundan til hægri blasti við Arnarhváll. Fyrir neðan Arnarhvál og dálítið innar við Sölvhólsgötuna stóð Sam- bandshúsið en umhverfis opnar lóðir og óræktaðar, en þar fyrir neðan á hægri hönd bjó í gömlu koti maöur, sem að minnsta kosti ungum dreng þótti afar merkilegur, en það var Oddur á Skaganum. Krakkarnir köll- uðu stundum til hans: „Oddur gamli á Skaganum með rauða kúlu á Frá Reykjavíkurhöfn. Málverk eftír Þorvald Skúlason frá 1931. Þannig leit hafnarsvœöiö út á þeim tíma, er höfundur ræöir um kolakraninn, sem nú er ekki lengur til, bregður stórum svip yfir bryggjurnar og skipin. f * » X —1 I irf Hilmar Biering Við Reykjavíkur- höfn fyrir stríð maganum" og þaö brást ekki að hann reiddi upp stafinn og gerði sig líklegan til þess að elta krakkana, en þá var líka tilganginum náð og allir flýðu sem fætur toguöu. Neðst í Ingólfsstrætinu var stór- hýsi, á þeirra tíma mælikvaröa, Sænska frystihúsiö en hinum megin Höfn, hið nýja hús Fiskifélagsins. Þegar yfir Skúlagötuna kom, námum við staöar við vandaðan steinvegg, hlaðinn úr stórgrýti og steypt í milli. Frá þessum staö festi maður augun fyrst á Kolbeinshaus, þessu merkilega skeri í fjörunni, sem aldrei virtist eins vegna muns á flóði og fjöru, fuglunum, sem þar sátu eöa sveimuðu yfir, og þanginu, sem skolaðist til og frá. Inn eftir Skúlagötunni sást Klöpp sem stóð á upphlöðnu svæði útí sjóinn, en þar fyrir austan var Kveldúlfsbryggja og þar stunduðu krakkarnir úr Skuggahverfinu fisk- veiðar meö góöum árangri. Enn austar var svo Rauðarárvíkin sem lækur rann í úr Norðurmýrinni og handan víkurinnar voru reisuleg hús- in á Rauðará með kúm í haga. Þessum sjónarhring til hægri lauk svo Holdsveikraspítalinn, stór og mikil bygging á Laugarnestanganum utan við Kirkjusandinn með stakk- stæðum þar sem saltfiskur var breiddur til þerris. Yfir sjóinn að líta sást á móts við Holdsveikraspítalann til Viðeyjar, en þó sást þar aðeins Stofan og kirkjan, því byggðin í Viðey var öll austast á eynni. Framundan og noröar var Engey með tveimur tvílyftum timbur- húsum og mörgum útihúsum, því búskapur var í eynni. Handan eynna var svo fallegasta fjall í heimi, sjálf Esjan, sem var eins og Kolbeinshaus að því leyti, að hún skipti sífellt um svip eftir birtu og gróðri og austan hennar var eins og glóöi á Móskaröshnúka. Skarðs- heiðin og Akrafjall vestan hennar fylltu svo þennan fjallahring. Viö gengum meðfram steinveggn- um góða, sem nú var mun hærri en á Skúlagötunni og var kallaöur Austur- garður, en í upphafi Batterísgarður og nú Ingólfsgarður. Til vinstri, þegar gengiö var niöur Austurgarö- inn, voru vörugeymslur en þó aðal- lega kolaport og allskyns geymslu- port sem oft var freistandi að skoða, þótt slíkt væri ekki gert á sunnu- dagsgöngu. Við Austurgaröinn að innanverðu var bryggja nokkuð út með garðinum en síðan mjór garð- urinn út í vitann við innsiglinguna í höfnina. Þegar gengiö var vestur meö höfninni frá Austurgaröi tók viö lítil bryggja, Björnsbryggja, sem venju- lega var kölluð togarabryggjan, enda losuðu togararnir aflann þar, þótt hún væri svo lítil, að ekki gátu legið þar nema tveir togarar samtímis nema þeim þriðja væri lagt við endann á bryggjunni. Þegar komiö var örlítiö lengra, tók við annar hlaöinn garður, sem nú er nefndur Faxagaröur, en var oft í daglegu tali nefndur Langelinie. Aö innanverðu á þessum garði var viðlegupláss, en yst var hausinn á garöinum breiðari og þar var sigl- ingaljós á lágu mastri. Þá tók við Austurbakkinn, sem einnig var oft nefndur kolabakkinn, því yfir honum gnæfði kolakraninn, stór og svartur, en efst á honum var lítiö hús, þar sem stjórnandi kranans hafðist við en sjálft rann húsið eins og skóflan sem hékk niður úr honum eftir teinum út yfir skipiö sem verið var aö losa. Skóflan skall meö gínandi kjaftinn niður í lest skipsins þar sem kolin voru laus, lokaðist og lyftist uþp, en síðan rann húsið, sem var grænmálað, með skófluna hang- andi inn yfir háa þárujárnsgiröingu og þegar komið var hæfilega langt inn í portið opnaðist kjafturinn og kolin runnu niöur bynginn. Þetta var stórfengleg sjón en sjaldséð á sunnudögum. Þegar komið var framhjá kola- krananum, kom vík eða vogur inn í krika sem endaði hjá Varðarhúsinu. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.