Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1981, Blaðsíða 4
í nánd viö Grunnskólann í c hverfi borgarinnar er lítið grátt steinhús. Þar búa roskin hjón, þau Eirmundur og Guörún Guðmunda ásamt yngsta syni þeirra Óiafi sem er á sextánda ári. Eirmundur hefur veriö heilsulaus í áratug. Hérna áöur vann hann viö vörugeymslur Skipafélagsins, þá ötull og góöur starfsmaöur. Þaö var einmitt eftir vinnuslys þar aö hann fór aö gerast undarlegur í háttum sínum. Þaö lenti lyftuarmur á höföi hans viö uppskipun. Undarleg háttsemi hans kemur til af því aö stundum veit hann ekki hvort hann er hann sjálfur eða einhver annar. Af þessum sökum dvelur hann langtímum á spítalanum inn við Sundin. Samt er hann oft heima um helgar og gæöir sér þá á þeim drykkjum er afsaka rugling hans á sjálfum sér viö aðra og gera hann jafnvel eölilegan. Af áöurgreindum ástæöum kemur Eirmundur lítiö viö sögu þessa, en mannkosti hans, er hann var upp á sitt besta ber seinna á góma. Konan hans, Guðrún Guömunda er í rauninni aðalpersónan í sögunni og því þykir ástæöa til aö lýsa henni lítið eitt. Hún er í meöallagi há, dálítiö gildvaxin með þykkt, stutt hár sem dökkt er á kolli en farið aö grána í vöngum. Andlitið er kringiuleitt og þaö vottar fyrir spékopp- um þegar hún brosir. Augun eru stór og skær — þau eru í raun og veru óvenju skær. Hún hefur þann kæk aö setja hendur á mitti og halla undir ffatt þegar hún talar, einkum þegar hún talar um málefni sem hún ræöur vel viö og eru viö hennar hæfi. En þaö er ekki alltaf aö Guörún Guðmunda sé svo lánsöm aö vera í þeirri aöstöðu. Guörún Guömunda er ómenntuö verkakona af verkafólki komin og gjör- þekkir líf þess og kjör. Hún er félagi í Verkakvennafélaginu. Þar tekur hún oft til máls og talar eins og brjóstvit hennar og reynsla bjóða henni. Þaö er oft klappaö mikið fyrir henni og fariö eftir því sem hún segir. Þá veröur hún glöö og finnur til yljandi samkenndar meö fólkinu kring um hana og lífi þess. Af því hún er sjálf ólærö kona þótti henni svo vænt um er elstu börnin hennar þrjú luku gagnfræðaprófi eftir aö hafa fariö hljóöalaust og rólega gegn um námiö sitt. Guörúnu Guömundu var alltaf Ijóst aö börnin hennar voru engir námshestar, en þau voru farsæl og glöö í skóla í nemendahópi sem höföu sömu getu og þau sjálf og voru prófuö eftir þeirri getu sinni. Börnin hennar hurfu svo hvert af ööru aö heiman uröu vinnandi fjölskyldufólk og héldu áfram aö vera farsæl. Hún heimsótti þau og þau heimsóttu hana. Og þau skildu öll hann fööur sinn svo dæmalaust vel, þótt hann yröi stundum hálfgerð aukapersóna í lífi þeirra allra. Hörmungarganga Guörúnar Guö- mundu vegna skóla og náms byrjaöi ekki fyrr en hann Láfi, yngsta barnið kom í efri bekk grunnskólans. Samt gat Guörún Guðmunda á engan hátt greint aö Láfi væri verr af Guöi gerður en hin börnin hennar hvorki líkamlega né andlega. Hann var 9 árum seinna á feröinni í skóla en þau og af fyrri kynnum sínum af kennslu og skóla fann Guörún Guö- munda að margt hafði þar breytzt. Er hún leit til baka í skólagöngu Láfa mundi hún til þess aö ýmiss áöur óþekkt fyrirbrigöi höföu skotiö þar upp kolli gegnum árin. Sjö ára haföi hann af því áhyggjur þungar aö pabbi hans haföi aldrei átt 4 svuntu, eldað né þvegiö gólf. Litla, sæta lærimóðirin, sem hann virti svo mjög haföi ekki mikið álit á pöbbum sem svo alvarlega höfðu gengiö á mis viö sjálft lífshlutverk sitt og þótti henni slíkir pabbar vondir menn. Þegar Láfi var átta ára, var því aflétt aö börn þyrftu lengur aö fara í raðir eöa ganga þögul um skólann sinn þar sem vitaö var úr nýjum fræöum að slík áþján var hámark andlegs ófrelsis. Veturinn þann kom Láfi heim meö skrámur, marbletti og kúlur á líkamanum og aukió kjarkleysi í andanum. Eitt sinn er hann valt niður stiga meö hlaupandi kösinni í skólanum talaði Guörún Guömunda kjark í drenginn sinn og kenndi honum aö berja frá sér. Snemma veturs er Láfi var í þrettán ára bekk kom hann heim meö fjölritað hefti er á stóö kynfræðsla. Þar sem Guörún Guðmunda hafði alltaf veriö forvitjn um þann fróöleik er börn hennar báru í skólatöskum sínum, hnýstist hún einnig í hefti þetta. Sá bæklingurinn var á vegum Heilsuverndarstöövar borgar- innar — og greip hún niöur í hann af handahófi. — Guörún Guömunda las: „En þaö er fleira sem getur veriö afdrifaríkt eöa óþægilegt þegar ungl- ingar hafa samfarir. Ef þeir eru t.d. aö gera þaö heima hjá sér, getur veriö aö foreldrarnir komi aö þeim og þaö er náttúrlega mjög pínlegt." Sannanlegt þótti Guörúnu Guömundu nú aö hún væri á engan máta samstíga námi og skóla lengur. „Ekki höföu hinar ágætu lærimæöur Láfa gegnum árin gert sér neinar rellur, þótt drengurinn væri illa læs. Guörún Guðmunda gat ekki betur fundiö en slíkt væri algert aukaatriöi í þeirra augum, þegar hún á foreldradögum leyföi sér að láta í Ijósi áhyggjur þar um. Vansæld Láfa í skóla jókst fyrir alvöru næstsíöasta vetur hans í grunnskólan- um — og ágerðist því lengra sem leiö. / Ólæsiö hrjáöi hann hvaö mest síöasta áriö er hann þurfti aö lesa ósköpin öll á ensku og dönsku fyrir samræmdu próf- in, en var þó ekki læs á sitt móðurmál. Fyrripart vetrarins mátti Guörún Guö- munda horfa upp á Láfa sinn óglaðan og fullan minnimáttarkenndar af daglegri umgengni viö jafnaldra sína sem flestir gátu meira en hann, sem þurfti þó aö ganga undir sama próf og þeir. Engin huggun var þaö Láfa aö svipað var ástatt um fleiri nemendur. Eftir nýáriö var Láfa farið aö líöa svo óbærilega í skólanum, aö Guörún Guömundp sá aö nú varö hún eitthvað aö aðhafast. Þar kom að hún bjó sig í betri fötin sín og fór upp í skóla til þess aö hafa tal af einhverjum ráöamanni þar vegna hans Láfa. Henni leiö alltaf einkennilega illa þegar hún kom inn í skóla, þaö voru ekki stofnanir aö hennar skapi. Húsin sjálf voru aö vísu hlutlaus. En þeir vitru menn er þar gengu um úttroðnir af visku gátu auðveldlega meö einni setningu koll- varpaö sjálfstrausti vesællar verkakonu. Guörún Guömunda haföi þaö líka fyrir satt aö barnakennarar væru hvaö óaö- gengilegastir menntaöra manna. Hún haföi séö þaö svart á hvítu aö ekki var þaö vogandi neinum, aö þræða sálir innan grunnskólans hversu svo mennt- aöur sem sá var og þar um hæfur, nema hann tæki áöur barnakennarapróf. Þessar voru hugsanir Guörúnar Guö- mundu á leið hennar í skólann hans Láfa. Ekki bættu þær um líðan hennar og um þreyttan líkamann færðist mátt- leysi, sem geröi óþægilega vart viö sig í hnjáliöunum og jók á kjarkleysiö sem hún fann hertaka sig. En hún mátti ekki gefast upp vegna hans Láfa síns, þaö stóö enginn meö honum ef hún gerði þaö ekki. Þaö var yfirkennari skólans sem Guörún Guömunda hitti fyrst aö máli. Maöur á sextugsaldri meö hlýlegt viö- mót og skilningsríkan svip, sem hvort tveggja auðveldaði henni aö rekja hon- um raunir sínar, vegna Láfa síns. Hann hlustaöi rólegur á frásögn hennar af þeirri andlegu pínu sem hrjáöi Láfa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.